Málaralistin hefur alltaf heillað mig Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. ágúst 2015 10:30 "Ég er ekki mikið að fjalla um pólitíkina, landslagið eða slíkt heldur er ég fígúratívur málari og hver og einn getur túlkað myndefnið út frá sjálfum sér.“ Vísir/Ernir „Ég er að sýna rjómann af því sem ég hef verið að mála í Noregi þetta árið,“ segir Georg Óskar Manúelsson listmálari, sem opnar í dag sýningu í SÍM-salnum í Hafnarstræti 16 í Reykjavík. Hann segir málaralistina alltaf hafa heillað hann sem viðfangsefni þótt hann njóti þess að skoða margháttaða list annarra. „Ég hef einbeitt mér að málverkinu og aldrei verið í skúlptúrum, vídeóum eða innsetningum. Ég lít á mig sem málara því orðið myndlistarmaður er svo vítt hugtak.“ Georg Óskar er Akureyringur að uppruna og útskrifaðist með BA-próf frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2009. „Þegar ég útskrifaðist ætlaði ég beint í masterinn og svo að sigra heiminn, en þá tók lífið í taumana og nú, fimm árum síðar, er ég í mastersnámi í Bergen í Noregi og ætla að ljúka því 2016,“ útskýrir Georg Óskar sem kveðst byrjaður að njóta þess að lifa á listinni. „Þetta er fyrsta sumarið síðan ég var 14 ára sem ég er ekki að uppvarta, úrbeina eða annað sem þarf til að geta andað að sér loftinu. Málaði samt alltaf eftir vinnu og sinnti því þegar ég gat.“ Spurður hvort hann sé undir áhrifum frá einhverju sérstöku þegar hann mundar pensilinn, svarar hann: „Verkin mín eru öll mjög persónuleg og eins klisjukennt og það hljómar er ég mikill tilfinningarússíbanamálari. Titill sýningarinnar er Lust for life, eða Ástríða fyrir lífinu. Ég er ekki mikið að fjalla um pólitíkina, landslagið eða slíkt heldur er ég fígúratívur málari og hver og einn getur túlkað myndefnið út frá sjálfum sér. Ég hef gaman af því að búa til andstæður og stundum nota ég titilinn og myndefnið til að skapa þær, þannig verður til einhver skáldskapur. Samt er ég mjög frjáls í þessu öllu. Myndlistarmenn eiga oft erfitt með að útskýra sína list, ég er einn af þeim og læt bara verkin tala. Sjón er sögu ríkari og ég vona að fólk upplifi það.“ Mest lesið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Ég er að sýna rjómann af því sem ég hef verið að mála í Noregi þetta árið,“ segir Georg Óskar Manúelsson listmálari, sem opnar í dag sýningu í SÍM-salnum í Hafnarstræti 16 í Reykjavík. Hann segir málaralistina alltaf hafa heillað hann sem viðfangsefni þótt hann njóti þess að skoða margháttaða list annarra. „Ég hef einbeitt mér að málverkinu og aldrei verið í skúlptúrum, vídeóum eða innsetningum. Ég lít á mig sem málara því orðið myndlistarmaður er svo vítt hugtak.“ Georg Óskar er Akureyringur að uppruna og útskrifaðist með BA-próf frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2009. „Þegar ég útskrifaðist ætlaði ég beint í masterinn og svo að sigra heiminn, en þá tók lífið í taumana og nú, fimm árum síðar, er ég í mastersnámi í Bergen í Noregi og ætla að ljúka því 2016,“ útskýrir Georg Óskar sem kveðst byrjaður að njóta þess að lifa á listinni. „Þetta er fyrsta sumarið síðan ég var 14 ára sem ég er ekki að uppvarta, úrbeina eða annað sem þarf til að geta andað að sér loftinu. Málaði samt alltaf eftir vinnu og sinnti því þegar ég gat.“ Spurður hvort hann sé undir áhrifum frá einhverju sérstöku þegar hann mundar pensilinn, svarar hann: „Verkin mín eru öll mjög persónuleg og eins klisjukennt og það hljómar er ég mikill tilfinningarússíbanamálari. Titill sýningarinnar er Lust for life, eða Ástríða fyrir lífinu. Ég er ekki mikið að fjalla um pólitíkina, landslagið eða slíkt heldur er ég fígúratívur málari og hver og einn getur túlkað myndefnið út frá sjálfum sér. Ég hef gaman af því að búa til andstæður og stundum nota ég titilinn og myndefnið til að skapa þær, þannig verður til einhver skáldskapur. Samt er ég mjög frjáls í þessu öllu. Myndlistarmenn eiga oft erfitt með að útskýra sína list, ég er einn af þeim og læt bara verkin tala. Sjón er sögu ríkari og ég vona að fólk upplifi það.“
Mest lesið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira