Mjög erfitt að fylla skarð Bjarkar á Airwaves Gunnar Leó Pálsson skrifar 6. ágúst 2015 08:00 Það eru eflaust margir hryggir yfir forföllum Bjarkar. Vísir/Getty Aðstandendur hátíðarinnar Iceland Airwaves leita nú allra leiða til þess að reyna að fylla skarð Bjarkar en tónlistarkonan tilkynnti í gær að af óviðráðanlegum ástæðum væri öllum tónleikum frá 15. ágúst út árið aflýst. Hún átti að koma fram á Airwaves í nóvember. „Að sjálfsögðu reynum við að skoða allt og erum á fullu að leita að einhverjum sem getur komið í staðinn en það eru bara þrír mánuðir í þetta. Við viljum bæta fólki þetta upp með einhverjum hætti en jafnvel þó við kæmum með eitthvað rosalega vinsælt þá er það ekki Björk,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves.Grímur Atlason.Ekki liggur fyrir hver ástæðan er fyrir afbókunum Bjarkar og ekki náðist í umboðsmann hennar við vinnslu fréttarinnar. „Þetta er mjög leiðinlegt í alla staði og ég veit að þetta er jafn leiðinlegt fyrir Björk og þetta er fyrir alla aðra. Aftur á móti er þetta ekki heimsendir, við höfum þurft að kljást við alls konar vesen en við vitum að það kemur engin önnur Björk í staðinn fyrir okkar Björk,“ útskýrir Grímur. „Svona gerist úti um allan heim. Ég átti einu sinni að sjá David Bowie en hann komst ekki og þá kom Slipknot í staðinn. Einu sinni átti ég að sjá Wu Tang-Clan en þeir lentu í skotbardaga og gátu ekki mætt. Við ætlum að gera þessa hátíð að bestu Airwaves-hátíðinni hingað til.“ Airwaves Tónlist Tengdar fréttir Airwaves á NASA í ár Iceland Airwaves-hátíðin verður haldin á Nasa á ný. 2. maí 2015 09:00 Iceland Airwaves: Björk aflýsir tónleikum sínum á hátíðinni Björk hefur neyðst til að aflýsa fyrirhuguðum tónleikum sínum í haust, þar á meðal tveimur á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. 5. ágúst 2015 08:28 Gestir Airwaves skilja eftir á annan milljarð króna hér á landi Gestir síðustu hátíðar eyddu meiru og dvöldu lengur á Íslandi en undanfarin ár. 8. júlí 2015 14:25 Borgin styrkir Iceland Airwaves um níu milljónir Borgarstjóri og framkvæmdastjóri hátíðarinanr undirrituðu samning þess efnis í dag. 26. maí 2015 15:38 Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Aðstandendur hátíðarinnar Iceland Airwaves leita nú allra leiða til þess að reyna að fylla skarð Bjarkar en tónlistarkonan tilkynnti í gær að af óviðráðanlegum ástæðum væri öllum tónleikum frá 15. ágúst út árið aflýst. Hún átti að koma fram á Airwaves í nóvember. „Að sjálfsögðu reynum við að skoða allt og erum á fullu að leita að einhverjum sem getur komið í staðinn en það eru bara þrír mánuðir í þetta. Við viljum bæta fólki þetta upp með einhverjum hætti en jafnvel þó við kæmum með eitthvað rosalega vinsælt þá er það ekki Björk,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves.Grímur Atlason.Ekki liggur fyrir hver ástæðan er fyrir afbókunum Bjarkar og ekki náðist í umboðsmann hennar við vinnslu fréttarinnar. „Þetta er mjög leiðinlegt í alla staði og ég veit að þetta er jafn leiðinlegt fyrir Björk og þetta er fyrir alla aðra. Aftur á móti er þetta ekki heimsendir, við höfum þurft að kljást við alls konar vesen en við vitum að það kemur engin önnur Björk í staðinn fyrir okkar Björk,“ útskýrir Grímur. „Svona gerist úti um allan heim. Ég átti einu sinni að sjá David Bowie en hann komst ekki og þá kom Slipknot í staðinn. Einu sinni átti ég að sjá Wu Tang-Clan en þeir lentu í skotbardaga og gátu ekki mætt. Við ætlum að gera þessa hátíð að bestu Airwaves-hátíðinni hingað til.“
Airwaves Tónlist Tengdar fréttir Airwaves á NASA í ár Iceland Airwaves-hátíðin verður haldin á Nasa á ný. 2. maí 2015 09:00 Iceland Airwaves: Björk aflýsir tónleikum sínum á hátíðinni Björk hefur neyðst til að aflýsa fyrirhuguðum tónleikum sínum í haust, þar á meðal tveimur á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. 5. ágúst 2015 08:28 Gestir Airwaves skilja eftir á annan milljarð króna hér á landi Gestir síðustu hátíðar eyddu meiru og dvöldu lengur á Íslandi en undanfarin ár. 8. júlí 2015 14:25 Borgin styrkir Iceland Airwaves um níu milljónir Borgarstjóri og framkvæmdastjóri hátíðarinanr undirrituðu samning þess efnis í dag. 26. maí 2015 15:38 Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Iceland Airwaves: Björk aflýsir tónleikum sínum á hátíðinni Björk hefur neyðst til að aflýsa fyrirhuguðum tónleikum sínum í haust, þar á meðal tveimur á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. 5. ágúst 2015 08:28
Gestir Airwaves skilja eftir á annan milljarð króna hér á landi Gestir síðustu hátíðar eyddu meiru og dvöldu lengur á Íslandi en undanfarin ár. 8. júlí 2015 14:25
Borgin styrkir Iceland Airwaves um níu milljónir Borgarstjóri og framkvæmdastjóri hátíðarinanr undirrituðu samning þess efnis í dag. 26. maí 2015 15:38