Kátína og yfirfullir salir á Act Alone Sigríður Jónsdóttir skrifar 12. ágúst 2015 10:15 Kenneth Máni fór á kostum á sviðinu, enda myndaðist löng röð fyrir utan félagsheimilið áður en sýning hans hófst. Mynd/Hlynur Kristjánsson Eftir vel heppnaða byrjun á einleikjahátíðinni Act Alone, sem haldin er á Suðureyri, hófst þriðji dagurinn með leiklestri á verkinu Doría en Eyrún Ósk Jónsdóttir og Helgi Sverrisson standa að handritinu. Leikritið fjallar um uppgjör sjómanns við sjálfan sig eftir að hann týnist í þokunni á doríuveiðum. Ársæll Níelsson lék sjómanninn en hópurinn vonast til að þróa verkefnið áfram og flytja í fullri mynd á næstu misserum. Edda Björgvins hélt fyrirlestur um húmor, gleði og hamingjuna fyrir troðfullu húsi seinna um kvöldið. Aukastóla þurfti til að koma öllum fyrir en allt gekk sem smurt. Tónlistarkonan Lára Rúnars hélt tónleika og fór yfir feril sinn með myndum, sögum og tónlist. Dansarinn og danshöfundurinn Katrín Gunnarsdóttir lokaði síðan sýningardeginum með verkinu Saving History. Laugardagurinn byrjaði með heljarinnar barnaskemmtun. Löng röð myndaðist hjá Blaðraranum, börnin hreinlega eltu hann á röndum um bæjarplássið. Ævar vísindamaður hélt vísindanámskeið fyrir börn á öllum aldri í Þurrhver og spennan hreinlega geislaði af börnunum þegar þau fengu að gera tilraunir með átrúnaðargoðinu. Seinna um daginn stjórnaði Ísgerður Gunnarsdóttir útileikjum og söng á þorpstúninu. Listakonan Kolbrún Elma Schmidt opnaði innsetningu undir nafninu Herðing í fiskhjalla sem afi hennar byggði, en hún blandar saman hljóðupptökum og efniviði úr öllum áttum í sinni listsköpun. Veitingastaðurinn Fisherman bauð upp á dýrindis fiskveislu, gestum að kostnaðarlausu, og lítill bókamarkaður var opnaður. Þorpskirkjan var einnig notuð undir listviðburði en leiksýningin Þú kemst þinn veg eftir Finnboga Þorkel Jónsson var sýnd þar áður en tók að rökkva. Kenneth Máni sló í gegn um kvöldið en gríðarlöng röð myndaðist fyrir utan félagsheimilið áður en sýningin hófst. Tónlistarmaðurinn KK spilaði við mikinn fögnuð, eftirherman Karl Örvarsson lék listir sínar og listakonan Ásta Fanney lokaði síðan hátíðinni á miðnætti. Ævar Þór Benediktsson, vísindamaður með meiru, var að vonum ánægður með hátíðina: „Stemmingin var virkilega góð og greinilegt að þetta er gert með hjartanu. Allir leggja hönd á plóg og ef eitthvað vantar „þá er bara gengið í hús“, eins og Elfar Logi sagði brosandi við mig þegar ég sagði honum að kannski vantaði mig örlítið meira kartöflumjöl í slímtilraunina mína. Það var tekið afar vel á móti mér og hátíðinni tekst að vera bæði prófessjónal en á sama tíma líka heimilisleg. Á Act Alone er gott að vera.“ Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Eftir vel heppnaða byrjun á einleikjahátíðinni Act Alone, sem haldin er á Suðureyri, hófst þriðji dagurinn með leiklestri á verkinu Doría en Eyrún Ósk Jónsdóttir og Helgi Sverrisson standa að handritinu. Leikritið fjallar um uppgjör sjómanns við sjálfan sig eftir að hann týnist í þokunni á doríuveiðum. Ársæll Níelsson lék sjómanninn en hópurinn vonast til að þróa verkefnið áfram og flytja í fullri mynd á næstu misserum. Edda Björgvins hélt fyrirlestur um húmor, gleði og hamingjuna fyrir troðfullu húsi seinna um kvöldið. Aukastóla þurfti til að koma öllum fyrir en allt gekk sem smurt. Tónlistarkonan Lára Rúnars hélt tónleika og fór yfir feril sinn með myndum, sögum og tónlist. Dansarinn og danshöfundurinn Katrín Gunnarsdóttir lokaði síðan sýningardeginum með verkinu Saving History. Laugardagurinn byrjaði með heljarinnar barnaskemmtun. Löng röð myndaðist hjá Blaðraranum, börnin hreinlega eltu hann á röndum um bæjarplássið. Ævar vísindamaður hélt vísindanámskeið fyrir börn á öllum aldri í Þurrhver og spennan hreinlega geislaði af börnunum þegar þau fengu að gera tilraunir með átrúnaðargoðinu. Seinna um daginn stjórnaði Ísgerður Gunnarsdóttir útileikjum og söng á þorpstúninu. Listakonan Kolbrún Elma Schmidt opnaði innsetningu undir nafninu Herðing í fiskhjalla sem afi hennar byggði, en hún blandar saman hljóðupptökum og efniviði úr öllum áttum í sinni listsköpun. Veitingastaðurinn Fisherman bauð upp á dýrindis fiskveislu, gestum að kostnaðarlausu, og lítill bókamarkaður var opnaður. Þorpskirkjan var einnig notuð undir listviðburði en leiksýningin Þú kemst þinn veg eftir Finnboga Þorkel Jónsson var sýnd þar áður en tók að rökkva. Kenneth Máni sló í gegn um kvöldið en gríðarlöng röð myndaðist fyrir utan félagsheimilið áður en sýningin hófst. Tónlistarmaðurinn KK spilaði við mikinn fögnuð, eftirherman Karl Örvarsson lék listir sínar og listakonan Ásta Fanney lokaði síðan hátíðinni á miðnætti. Ævar Þór Benediktsson, vísindamaður með meiru, var að vonum ánægður með hátíðina: „Stemmingin var virkilega góð og greinilegt að þetta er gert með hjartanu. Allir leggja hönd á plóg og ef eitthvað vantar „þá er bara gengið í hús“, eins og Elfar Logi sagði brosandi við mig þegar ég sagði honum að kannski vantaði mig örlítið meira kartöflumjöl í slímtilraunina mína. Það var tekið afar vel á móti mér og hátíðinni tekst að vera bæði prófessjónal en á sama tíma líka heimilisleg. Á Act Alone er gott að vera.“
Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp