Landsmenn eiga von á leikhús- og dansveislu bráðlega Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. ágúst 2015 10:45 Alexander Róbertsson, Ásgerður G. Gunnarsdóttir, Bjarni Jónsson og Ragnheiður Skúladóttir halda utan um hátíðirnar tvær. Vísir/Vilhelm „Ef ég hefði verið að fylgjast með þessum hátíðum úr fjarlægð hefði ég sagt: „Vá, hvað dagskráin er metnaðarfull og fjölbreytt í ár,“ segir Ragnheiður Skúladóttir um leiklistarhátíðina LÓKAL og Reykjavík Dance Festival. Sjálf er hún listrænn stjórnandi LÓKALS ásamt Bjarna Jónssyni og segir um ákaflega frjótt og spennandi samstarf að ræða milli þeirra og aðstandenda danshátíðarinnar þetta árið með innflutningi samtals sjö erlendra sýninga. Hátíðirnar standa frá 25. til 30. ágúst og þar eru 24 sýningar samanlagt. „Það er ótrúlegt en satt að okkur hefur tekist að setja dagskrána upp þannig að sé einhver mjög áhugasamur leikhús- og dansaðdáandi þá getur hann séð allar sýningarnar,“ segir Ragnheiður stolt og segir íslensku verkin verða frumsýnd á hátíðunum og öðlast svo framhaldslíf, annaðhvort fljótlega eftir hátíðina eða síðar á leikárinu. „Það sem er líka markvert við hátíðirnar í ár og mun marka þær næstu árin er að við sækjumst eftir þátttöku almennings. Erum í stóru evrópsku tengslaneti sem sótti um fjögurra ára verkefni sem er kallað Urban Heat. Fókus þess er á samfélög innan samfélaga sem eru kannski ekki augljós, geta verið trúarhópar, ungt fólk eða hvaða hópar sem er. Við munum kanna á ýmsan hátt hverfi Reykjavíkurborgar á næstu árum og listamenn á okkar vegum fara inn í hverfin að ná í yrkisefni og virkja íbúana í listsköpun,“ lýsir Ragnheiður. Dæmi um hina nýju stefnu er sýningin Atlas á stóra sviði Borgarleikhússins þar sem hundrað einstaklingum er boðið að taka þátt. „Ég hef líkt þessari sýningu við þjóðfund. Fólk sem er áhugasamt má endilega hafa samband við okkur,“ segir Ragnheiður og segir dansverk Ásrúnar Magnúsdóttur GGGGRRRLLLSS af sama toga, þar komi á fjórða tug unglingsstúlkna fram. Sem dæmi um nýtt leikverk á LÓKAL nefnir Ragnheiður Nazanin sem Marta Nordal hefur gert um ævi írönsku flóttakonunnar Nazanin sem kom hingað til lands 2009 og verður með á sviðinu. Sýningar verða í Tjarnarbíói en líka í Borgarleikhúsinu, Gamla bíói, Hafnarhúsi og Listaháskólanum. „Þessi tími hentar ágætlega leikhúsunum,“ segir Ragnheiður. „Hátíðirnar eru upptaktur að leikárinu en auðvitað líka vettvangur sjálfstæðu senunnar.“ Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ef ég hefði verið að fylgjast með þessum hátíðum úr fjarlægð hefði ég sagt: „Vá, hvað dagskráin er metnaðarfull og fjölbreytt í ár,“ segir Ragnheiður Skúladóttir um leiklistarhátíðina LÓKAL og Reykjavík Dance Festival. Sjálf er hún listrænn stjórnandi LÓKALS ásamt Bjarna Jónssyni og segir um ákaflega frjótt og spennandi samstarf að ræða milli þeirra og aðstandenda danshátíðarinnar þetta árið með innflutningi samtals sjö erlendra sýninga. Hátíðirnar standa frá 25. til 30. ágúst og þar eru 24 sýningar samanlagt. „Það er ótrúlegt en satt að okkur hefur tekist að setja dagskrána upp þannig að sé einhver mjög áhugasamur leikhús- og dansaðdáandi þá getur hann séð allar sýningarnar,“ segir Ragnheiður stolt og segir íslensku verkin verða frumsýnd á hátíðunum og öðlast svo framhaldslíf, annaðhvort fljótlega eftir hátíðina eða síðar á leikárinu. „Það sem er líka markvert við hátíðirnar í ár og mun marka þær næstu árin er að við sækjumst eftir þátttöku almennings. Erum í stóru evrópsku tengslaneti sem sótti um fjögurra ára verkefni sem er kallað Urban Heat. Fókus þess er á samfélög innan samfélaga sem eru kannski ekki augljós, geta verið trúarhópar, ungt fólk eða hvaða hópar sem er. Við munum kanna á ýmsan hátt hverfi Reykjavíkurborgar á næstu árum og listamenn á okkar vegum fara inn í hverfin að ná í yrkisefni og virkja íbúana í listsköpun,“ lýsir Ragnheiður. Dæmi um hina nýju stefnu er sýningin Atlas á stóra sviði Borgarleikhússins þar sem hundrað einstaklingum er boðið að taka þátt. „Ég hef líkt þessari sýningu við þjóðfund. Fólk sem er áhugasamt má endilega hafa samband við okkur,“ segir Ragnheiður og segir dansverk Ásrúnar Magnúsdóttur GGGGRRRLLLSS af sama toga, þar komi á fjórða tug unglingsstúlkna fram. Sem dæmi um nýtt leikverk á LÓKAL nefnir Ragnheiður Nazanin sem Marta Nordal hefur gert um ævi írönsku flóttakonunnar Nazanin sem kom hingað til lands 2009 og verður með á sviðinu. Sýningar verða í Tjarnarbíói en líka í Borgarleikhúsinu, Gamla bíói, Hafnarhúsi og Listaháskólanum. „Þessi tími hentar ágætlega leikhúsunum,“ segir Ragnheiður. „Hátíðirnar eru upptaktur að leikárinu en auðvitað líka vettvangur sjálfstæðu senunnar.“
Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp