Það er aldrei lesið of mikið fyrir börn og við berum öll ábyrgð Magnús Guðmundsson skrifar 14. ágúst 2015 10:45 Þórunn Gyða Björnsdóttir með sína fyrstu bók sem hún skrifaði sérstaklega fyrir yngstu börnin. Visir/GVA Nú fyrir skömmu sendi Þórunn Gyða Björnsdóttir leikskólastjóri frá sér barnabókina Vala fer í húsdýragarðinn, en bókin er ætluð börnum á leikskólaaldri. Þórunn Gyða hefur áralanga reynslu af kennslu leikskólabarna og hún segir að kveikjan að bókinni hafi einmitt verið þörfin fyrir bækur handa börnum á þessum aldri. „Börn þurfa góðar bækur og það þarf að lesa reglulega fyrir börn allt frá eins árs aldri. Þessi lestraráhugi og reynslan og viljinn til þess að lesa er tendraður á fyrstu æviárunum og það er svo mikilvægt að vera búinn að tendra þennan neista áður en að börnin byrja í grunnskóla. Markmið mitt með þessari bók er því að efla læsi barna. Það er mikil umræða um það að íslensk börn standi sig ekki nógu vel í lestri og að börnin sem eru að koma úr grunnskóla skilji ekki nægilega vel það sem þau eru að lesa, þau einfaldlega skilji ekki tungumálið nægilega vel. Þetta er rétt eins og að ég og þú værum að lesa erlend tungumál sem við hefðum enga þekkingu á. Það er svo margt hægt að gera með litlu börnunum og að lesa reglulega fyrir þau er grunnurinn að úrbótum á þessu máli.“ Þórunn Gyða segir lestur, barnabækur og einkum bækur fyrir smábörn hafa verið á nokkru undanhaldi og að það hafi ríkt ákveðið andvaraleysi gagnvart mikilvægi þess að lesa fyrir yngstu börnin. „Ég vil ekki endilega beina sjónum bara að foreldrum heldur öllum þeim sem koma að uppeldi barna. Ömmur og afar eru til að mynda mörg hver mikið með barnabörnunum sínum og vilja þeim allt það besta. Þessi hópur í dag er ungur í anda og hefur oft meiri tíma en foreldrarnir en þannig þurfa allir sem að þessu koma að huga að þessum málum. Í bókinni Vala fer í húsdýragarðinn þá fara einmitt Vala og afi hennar saman í Húsdýragarðinn og það eru margir sem eiga svona stundir með sínum barnabörnum. Lestur þarf að vera hluti af þessum góðu stundum.“ Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra boðaði fyrir skömmu til lestrarátaks þar sem sjónum er beint að grunnskólabörnum en Þórunn Gyða bendir á að það þurfi líka að huga að litlu börnunum. „Ef þrjátíu prósent drengja og fjórtán prósent stúlkna geta ekki lengur lesið sér til gagns þá þurfum við að bregðast við og snúa þessu við. Ef ekkert er að gert þá er þetta bara að fara að versna á næstu árum og við komin í ógöngur. Samræðan ætti líka að eiga sér stað við leikskólana vegna þess að leikskólinn er fyrsta skólastigið. Fyrstu árin eru svo mikill mótunartími og við leggjum svo mikið grunninn að lestrarkennslunni á þessum fyrstu árum. Lestur er tungumál og ef þú skilur ekki tungumálið þá gagnast það þér ekki. Það er skilningurinn sem vantar og hann getum við örvað þegar börnin eru lítil. Við þurfum að kenna börnunum að fara inn í sagna- og ævintýraheim bókanna og það er best að gera á þessum fyrstu árum. Þetta byrjar á heimilunum og hjá öllu því fólki sem er með börnin. Mér finnst það vera ósanngjörn umræða að skella öllu á skólakerfið. Lestrarnám fer ekki síður fram á heimilinu. Að eiga bækur, læra að umgangast þær og að njóta alls þess sem þær hafa að bjóða. Börn vilja láta lesa sömu bókina aftur og aftur því þau eru að læra og það er aldrei lesið of mikið fyrir börn. Þegar þú ert að lesa fyrir barn þá myndar þú dýrmæt tengsl við barnið. Það er svo mikil nánd og hlýja fógin í því fyrir lítið barn að sitja í fanginu á fullorðnu fólki og láta lesa fyrir sig sögu. Fara inn í söguheiminn og gleyma sér í sögu. Ef það hefur ekki verið lesið fyrir lítil börn þá er hætt við að þau lesi sér ekki til gagns og gamans seinna meir og því er ekki eftir neinu að bíða heldur byrja að lesa fyrir þau sem fyrst.“ Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Nú fyrir skömmu sendi Þórunn Gyða Björnsdóttir leikskólastjóri frá sér barnabókina Vala fer í húsdýragarðinn, en bókin er ætluð börnum á leikskólaaldri. Þórunn Gyða hefur áralanga reynslu af kennslu leikskólabarna og hún segir að kveikjan að bókinni hafi einmitt verið þörfin fyrir bækur handa börnum á þessum aldri. „Börn þurfa góðar bækur og það þarf að lesa reglulega fyrir börn allt frá eins árs aldri. Þessi lestraráhugi og reynslan og viljinn til þess að lesa er tendraður á fyrstu æviárunum og það er svo mikilvægt að vera búinn að tendra þennan neista áður en að börnin byrja í grunnskóla. Markmið mitt með þessari bók er því að efla læsi barna. Það er mikil umræða um það að íslensk börn standi sig ekki nógu vel í lestri og að börnin sem eru að koma úr grunnskóla skilji ekki nægilega vel það sem þau eru að lesa, þau einfaldlega skilji ekki tungumálið nægilega vel. Þetta er rétt eins og að ég og þú værum að lesa erlend tungumál sem við hefðum enga þekkingu á. Það er svo margt hægt að gera með litlu börnunum og að lesa reglulega fyrir þau er grunnurinn að úrbótum á þessu máli.“ Þórunn Gyða segir lestur, barnabækur og einkum bækur fyrir smábörn hafa verið á nokkru undanhaldi og að það hafi ríkt ákveðið andvaraleysi gagnvart mikilvægi þess að lesa fyrir yngstu börnin. „Ég vil ekki endilega beina sjónum bara að foreldrum heldur öllum þeim sem koma að uppeldi barna. Ömmur og afar eru til að mynda mörg hver mikið með barnabörnunum sínum og vilja þeim allt það besta. Þessi hópur í dag er ungur í anda og hefur oft meiri tíma en foreldrarnir en þannig þurfa allir sem að þessu koma að huga að þessum málum. Í bókinni Vala fer í húsdýragarðinn þá fara einmitt Vala og afi hennar saman í Húsdýragarðinn og það eru margir sem eiga svona stundir með sínum barnabörnum. Lestur þarf að vera hluti af þessum góðu stundum.“ Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra boðaði fyrir skömmu til lestrarátaks þar sem sjónum er beint að grunnskólabörnum en Þórunn Gyða bendir á að það þurfi líka að huga að litlu börnunum. „Ef þrjátíu prósent drengja og fjórtán prósent stúlkna geta ekki lengur lesið sér til gagns þá þurfum við að bregðast við og snúa þessu við. Ef ekkert er að gert þá er þetta bara að fara að versna á næstu árum og við komin í ógöngur. Samræðan ætti líka að eiga sér stað við leikskólana vegna þess að leikskólinn er fyrsta skólastigið. Fyrstu árin eru svo mikill mótunartími og við leggjum svo mikið grunninn að lestrarkennslunni á þessum fyrstu árum. Lestur er tungumál og ef þú skilur ekki tungumálið þá gagnast það þér ekki. Það er skilningurinn sem vantar og hann getum við örvað þegar börnin eru lítil. Við þurfum að kenna börnunum að fara inn í sagna- og ævintýraheim bókanna og það er best að gera á þessum fyrstu árum. Þetta byrjar á heimilunum og hjá öllu því fólki sem er með börnin. Mér finnst það vera ósanngjörn umræða að skella öllu á skólakerfið. Lestrarnám fer ekki síður fram á heimilinu. Að eiga bækur, læra að umgangast þær og að njóta alls þess sem þær hafa að bjóða. Börn vilja láta lesa sömu bókina aftur og aftur því þau eru að læra og það er aldrei lesið of mikið fyrir börn. Þegar þú ert að lesa fyrir barn þá myndar þú dýrmæt tengsl við barnið. Það er svo mikil nánd og hlýja fógin í því fyrir lítið barn að sitja í fanginu á fullorðnu fólki og láta lesa fyrir sig sögu. Fara inn í söguheiminn og gleyma sér í sögu. Ef það hefur ekki verið lesið fyrir lítil börn þá er hætt við að þau lesi sér ekki til gagns og gamans seinna meir og því er ekki eftir neinu að bíða heldur byrja að lesa fyrir þau sem fyrst.“
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira