Tónlist Kaleo spiluð á 50 útvarpsstöðvum Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. ágúst 2015 09:00 Vinsældir hljómsveitarinnar Kaleo aukast sífellt í Bandaríkjunum og fór söngvari Kings of Leon fögrum orðum um sveitina á tónleikunum á fimmtudagskvöldið. mynd/Stroud Rohde Hljómsveitin Kaleo fékk gott hrós frá Caleb Followill, söngvara Kings of Leon, þegar Kaleo hitaði upp fyrir sveitina á tónleikum í Laugardalshöllinni á fimmtudagskvöldið. Þegar leið á tónleikana þakkaði Caleb Kaleo fyrir spilamennskuna og sagðist hafa heyrt mikið í henni í bandarísku útvarpi. „Þetta er sífellt að aukast. Ég held að All the pretty girls sé spilað á rúmlega fimmtíu útvarpsstöðvum í dag,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og gítarleikari Kaleo, spurður út í vinsældir hljómsveitarinnar í bandarísku útvarpi. Sveitin gerir út frá Austin í Texas og hafa hljómsveitarmeðlimir verið búsettir í Bandaríkjunum síðastliðna mánuði. Hún hefur talsvert komið fram í úrvarpsstöðvum vestanhafs, annars vegar í svokölluðum „live sessionum“ og hins vegar viðtölum. Nú síðast kom sveitin fram í live session á Sirius XM, sem er ein stærsta gervihnattaútvarpsstöðin í Bandaríkjunum. Jökull segir að sveitirnar hafi ekki hist formlega í kringum tónleikana á Íslandi. „Við hittum þá ekki formlega en ég reyndar fór inn til þeirra þegar ég ruglaðist óvart á búningsherbergjum,“ segir Jökull og hlær. Hann segir þó að Suðurríkjarokkararnir hafi tekið vel í heimsókn Jökuls í búningsherbergið. „Annars náðum við því miður ekkert að hitta þá eftir tónleikana enda vorum við að fara í flug snemma um nóttina.“ Liðsmenn Kaleo eru aftur komnir til Bandaríkjanna og fram undan er þétt tónleikadagskrá víða um Bandaríkin og upptökur. Kings of Leon og Kaleo eru hjá sömu bókunarskrifstofu í Bandaríkjunum, WME, og ef marka má tónleikana á Íslandi virðast þær mynda gott teymi. Er Kaleo að fara að deila sviði með Kings of Leon á næstunni? „Ja, hver veit? Það hefur reyndar ekkert verið minnst á það en það væri gaman í framtíðinni,“ segir Jökull. Tónleikagestir í Laugardalshöllinni voru augljóslega mjög hrifnir af Kaleo og vildu heyra meira þegar sveitin kláraði sitt prógramm. „Stemmingin var frábær og það var mjög gaman að sjá að fólk var mætt snemma,“ segir Jökull alsæll eftir Íslandsferðina.Kaleo's cover of Nancy Sinatra's "Bang Bang"This cover of "Bang Bang" is giving us chills.Watch the entire Kaleo video here: http://bit.ly/1UBVMdiPosted by SiriusXM Radio on Tuesday, August 11, 2015 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hljómsveitin Kaleo fékk gott hrós frá Caleb Followill, söngvara Kings of Leon, þegar Kaleo hitaði upp fyrir sveitina á tónleikum í Laugardalshöllinni á fimmtudagskvöldið. Þegar leið á tónleikana þakkaði Caleb Kaleo fyrir spilamennskuna og sagðist hafa heyrt mikið í henni í bandarísku útvarpi. „Þetta er sífellt að aukast. Ég held að All the pretty girls sé spilað á rúmlega fimmtíu útvarpsstöðvum í dag,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og gítarleikari Kaleo, spurður út í vinsældir hljómsveitarinnar í bandarísku útvarpi. Sveitin gerir út frá Austin í Texas og hafa hljómsveitarmeðlimir verið búsettir í Bandaríkjunum síðastliðna mánuði. Hún hefur talsvert komið fram í úrvarpsstöðvum vestanhafs, annars vegar í svokölluðum „live sessionum“ og hins vegar viðtölum. Nú síðast kom sveitin fram í live session á Sirius XM, sem er ein stærsta gervihnattaútvarpsstöðin í Bandaríkjunum. Jökull segir að sveitirnar hafi ekki hist formlega í kringum tónleikana á Íslandi. „Við hittum þá ekki formlega en ég reyndar fór inn til þeirra þegar ég ruglaðist óvart á búningsherbergjum,“ segir Jökull og hlær. Hann segir þó að Suðurríkjarokkararnir hafi tekið vel í heimsókn Jökuls í búningsherbergið. „Annars náðum við því miður ekkert að hitta þá eftir tónleikana enda vorum við að fara í flug snemma um nóttina.“ Liðsmenn Kaleo eru aftur komnir til Bandaríkjanna og fram undan er þétt tónleikadagskrá víða um Bandaríkin og upptökur. Kings of Leon og Kaleo eru hjá sömu bókunarskrifstofu í Bandaríkjunum, WME, og ef marka má tónleikana á Íslandi virðast þær mynda gott teymi. Er Kaleo að fara að deila sviði með Kings of Leon á næstunni? „Ja, hver veit? Það hefur reyndar ekkert verið minnst á það en það væri gaman í framtíðinni,“ segir Jökull. Tónleikagestir í Laugardalshöllinni voru augljóslega mjög hrifnir af Kaleo og vildu heyra meira þegar sveitin kláraði sitt prógramm. „Stemmingin var frábær og það var mjög gaman að sjá að fólk var mætt snemma,“ segir Jökull alsæll eftir Íslandsferðina.Kaleo's cover of Nancy Sinatra's "Bang Bang"This cover of "Bang Bang" is giving us chills.Watch the entire Kaleo video here: http://bit.ly/1UBVMdiPosted by SiriusXM Radio on Tuesday, August 11, 2015
Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp