Ég er einfaldlega alltaf að veiða Magnús Guðmundsson skrifar 15. ágúst 2015 10:30 Páll Stefánsson ljósmyndari fer víða og er oftast með vélina á lofti. Visir/GVA Páll Stefánsson er löngu orðinn einn allra þekktasti ljósmyndari landsins enda hefur hann átt stóran þátt í að móta ímynd landsins með verkum sínum. Fyrst sem ljósmyndari á Iceland Review og ritstjóri þar síðustu árin og einnig með þeim fjölda bóka sem eftir hann liggja. En nú fyrir skömmu kom út eftir Pál ljósmyndabókin Iceland Exposed sem er hans fyrsta Íslandsbók um nokkurt skeið.Núið er best „Ég er búinn að vinna við þetta í þrjátíu og þrjú ár og hef gert að því ég held þrjátíu og tvær bækur ef þessi er talin með. En þetta er fyrsta Íslandsbókin mín í sjö ár. Í millitíðinni hef ég gert bækur um Afríku, Færeyjar, Finnland, Svíþjóð, Danmörku – þannig að ég hef verið að gera bækur í útlöndum. Ég hvíldi mig soldið á íslenska landslaginu, því maður þarf stundum að endurnýja sig og svo var bara nóg að gera í öðrum verkefnum. Svo fór ég í þetta af fullum krafti síðustu átján mánuðina. Annars er mér mest bölvanlega við að líta til baka – finnst að maður eigi að fara fram á við. En þegar þessi bók átti að fara að komast á koppinn fóru að koma til mín myndir. Elstu myndirnar eru rúmlega fimm ára gamlar en mest er þetta frá síðustu átján mánuðum. Annars verða flestar þessar myndir til í mínu starfi fyrir Iceland Review. Maður getur kannski sagt að þetta sé „best of“ en það er þá vegna þess að það besta er að gerast í núinu.“Eldgos í Holuhrauni. „Það hefur aðeins hent mig tvisvar að geta ekki tekið mynd. Náttúran er svo stór og sterk að ég einfaldlega missi andann, verð agndofa. Fyrra skiptið var í dagrenningu í Tansaníu þegar ég var á leið niður í Ngorongoro-gíginn. Hitt þegar ég kom að gígaröðinni í Holuhrauni, nokkrum klukkustundum eftir að gos hófst þar á síðasta degi ágústmánaðar 2014.“ Mynd/Páll StefánssonHver er ég? Í fyrsta hluta bókarinnar, sem er á ensku, rifjar Páll upp sögur og ýmis tengsl við staði sem eru honum kærir og hann hefur mikið myndað í gegnum ferilinn. Hann segir að í þeim hluta sé vissulega fólgin ákveðin tilraun sem kemur vart á óvart þar sem Páll svarar flestu með því að segja sögu. „Það kom þessi hugmynd – einhver segir að ég geti skrifað og mig langaði þá eiginlega að segja fólki hver ég er – hver er þessi gaur talandi um ömmu sína? Þessi bók er hugsuð fyrir ferðalanginn sem vill taka Ísland með sér og það veit enginn hver Jónas, Pétur eða Páll eru í sjálfu sér og þetta er svona smá tilraun til þess að láta fylgja með hver ég er. Þessar sögur segja svona kannski eitthvað um mig, eitthvað sem fólk gæti haft gaman af. Eins og það að ég á til að ganga í tátiljum og fór í fjallgöngu um miðnæturbil á Vestfjörðum í fyrrasumar í mínum góðu tátiljum. Þar braut ég á mér helvítis tá af því að það rúllaði á hana steinn eins og gengur. Læknirinn sem skoðaði mig á spítalanum vildi fá lýsingu á því hvað hefði gerst og hann fékk þá lýsingu. Að því loknu horfði hann á mig og sagði svo af yfirvegun: „Páll, þú ert fífl.“ Svo mörg voru þau orð.“ Páll skellihlær við tilhugsunina enda enn og alltaf í sínum góðu tátiljum og stuttbuxum nánast allan ársins hring.Langanes „Ég hef alltaf haldið mikið upp á Langanes. Líklega vegna þess að hvergi á Íslandi er maður nær náttúruöflunum.“ Mynd/Páll StefánssonFékk myndina Páll myndar allan ársins hring í öllum veðrum og sýn hans á það hlutskipti birtist auðvitað í sögu sem honum finnst lýsa þessa ágætlega. „Núna í sumar sá ég fyrir mér mynd og beið í fjallshlíð vegna þess að það voru pínulítil göt í himninum þar sem birtan ruddist niður en götin voru fá og ekki á alveg réttum stöðum. Svo ég beið eftir að þetta fína spott-ljós félli niður á réttu staðina. Stundum fiskar maður og stundum ekki og ég var búinn að bíða þarna í svona klukkustund. Það var líka fólk þarna að ráfa um fjallshlíðina og allt í einu kom að mér Kanadamaður um sextugt, lagði vingjarnlega höndina á öxlina á mér og sagði: „Fyrirgefðu, ungi maður, en er eitthvað að?“ Nei, ég er bara að bíða eftir birtunni, svaraði ég, og þá sagði hann mér að þau hefðu verið farin að hafa áhyggjur af mér. Farin að halda að ég væri svona skelfilega langt niðri eða eitthvað þaðan af verra. Í þessum töluðu orðum fékk ég augnablikið sem ég hafði verið að bíða eftir og þá hresstist ég svo um munar. Ég rak konu mannsins af stað og lét hana hlaupa á réttu staðina í fjallshlíðinni og blessaður maðurinn fylgdist stjarfur með aðförunum – en ég fékk myndina. Svona er þetta bara. Stundum kemur þetta og stundum ekki. Þetta er svolítið eins og að veiða fisk, sem ég hef reyndar aldrei gert, hvort þú veiðir þann stóra eða ekki er ekki endilega málið. Útiveran og náttúran eru stóra málið og dagurinn getur verið jafn góður fyrir því þó svo maður hafi ekki fengið neitt. Ég er einfaldlega alltaf að veiða.“ Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Páll Stefánsson er löngu orðinn einn allra þekktasti ljósmyndari landsins enda hefur hann átt stóran þátt í að móta ímynd landsins með verkum sínum. Fyrst sem ljósmyndari á Iceland Review og ritstjóri þar síðustu árin og einnig með þeim fjölda bóka sem eftir hann liggja. En nú fyrir skömmu kom út eftir Pál ljósmyndabókin Iceland Exposed sem er hans fyrsta Íslandsbók um nokkurt skeið.Núið er best „Ég er búinn að vinna við þetta í þrjátíu og þrjú ár og hef gert að því ég held þrjátíu og tvær bækur ef þessi er talin með. En þetta er fyrsta Íslandsbókin mín í sjö ár. Í millitíðinni hef ég gert bækur um Afríku, Færeyjar, Finnland, Svíþjóð, Danmörku – þannig að ég hef verið að gera bækur í útlöndum. Ég hvíldi mig soldið á íslenska landslaginu, því maður þarf stundum að endurnýja sig og svo var bara nóg að gera í öðrum verkefnum. Svo fór ég í þetta af fullum krafti síðustu átján mánuðina. Annars er mér mest bölvanlega við að líta til baka – finnst að maður eigi að fara fram á við. En þegar þessi bók átti að fara að komast á koppinn fóru að koma til mín myndir. Elstu myndirnar eru rúmlega fimm ára gamlar en mest er þetta frá síðustu átján mánuðum. Annars verða flestar þessar myndir til í mínu starfi fyrir Iceland Review. Maður getur kannski sagt að þetta sé „best of“ en það er þá vegna þess að það besta er að gerast í núinu.“Eldgos í Holuhrauni. „Það hefur aðeins hent mig tvisvar að geta ekki tekið mynd. Náttúran er svo stór og sterk að ég einfaldlega missi andann, verð agndofa. Fyrra skiptið var í dagrenningu í Tansaníu þegar ég var á leið niður í Ngorongoro-gíginn. Hitt þegar ég kom að gígaröðinni í Holuhrauni, nokkrum klukkustundum eftir að gos hófst þar á síðasta degi ágústmánaðar 2014.“ Mynd/Páll StefánssonHver er ég? Í fyrsta hluta bókarinnar, sem er á ensku, rifjar Páll upp sögur og ýmis tengsl við staði sem eru honum kærir og hann hefur mikið myndað í gegnum ferilinn. Hann segir að í þeim hluta sé vissulega fólgin ákveðin tilraun sem kemur vart á óvart þar sem Páll svarar flestu með því að segja sögu. „Það kom þessi hugmynd – einhver segir að ég geti skrifað og mig langaði þá eiginlega að segja fólki hver ég er – hver er þessi gaur talandi um ömmu sína? Þessi bók er hugsuð fyrir ferðalanginn sem vill taka Ísland með sér og það veit enginn hver Jónas, Pétur eða Páll eru í sjálfu sér og þetta er svona smá tilraun til þess að láta fylgja með hver ég er. Þessar sögur segja svona kannski eitthvað um mig, eitthvað sem fólk gæti haft gaman af. Eins og það að ég á til að ganga í tátiljum og fór í fjallgöngu um miðnæturbil á Vestfjörðum í fyrrasumar í mínum góðu tátiljum. Þar braut ég á mér helvítis tá af því að það rúllaði á hana steinn eins og gengur. Læknirinn sem skoðaði mig á spítalanum vildi fá lýsingu á því hvað hefði gerst og hann fékk þá lýsingu. Að því loknu horfði hann á mig og sagði svo af yfirvegun: „Páll, þú ert fífl.“ Svo mörg voru þau orð.“ Páll skellihlær við tilhugsunina enda enn og alltaf í sínum góðu tátiljum og stuttbuxum nánast allan ársins hring.Langanes „Ég hef alltaf haldið mikið upp á Langanes. Líklega vegna þess að hvergi á Íslandi er maður nær náttúruöflunum.“ Mynd/Páll StefánssonFékk myndina Páll myndar allan ársins hring í öllum veðrum og sýn hans á það hlutskipti birtist auðvitað í sögu sem honum finnst lýsa þessa ágætlega. „Núna í sumar sá ég fyrir mér mynd og beið í fjallshlíð vegna þess að það voru pínulítil göt í himninum þar sem birtan ruddist niður en götin voru fá og ekki á alveg réttum stöðum. Svo ég beið eftir að þetta fína spott-ljós félli niður á réttu staðina. Stundum fiskar maður og stundum ekki og ég var búinn að bíða þarna í svona klukkustund. Það var líka fólk þarna að ráfa um fjallshlíðina og allt í einu kom að mér Kanadamaður um sextugt, lagði vingjarnlega höndina á öxlina á mér og sagði: „Fyrirgefðu, ungi maður, en er eitthvað að?“ Nei, ég er bara að bíða eftir birtunni, svaraði ég, og þá sagði hann mér að þau hefðu verið farin að hafa áhyggjur af mér. Farin að halda að ég væri svona skelfilega langt niðri eða eitthvað þaðan af verra. Í þessum töluðu orðum fékk ég augnablikið sem ég hafði verið að bíða eftir og þá hresstist ég svo um munar. Ég rak konu mannsins af stað og lét hana hlaupa á réttu staðina í fjallshlíðinni og blessaður maðurinn fylgdist stjarfur með aðförunum – en ég fékk myndina. Svona er þetta bara. Stundum kemur þetta og stundum ekki. Þetta er svolítið eins og að veiða fisk, sem ég hef reyndar aldrei gert, hvort þú veiðir þann stóra eða ekki er ekki endilega málið. Útiveran og náttúran eru stóra málið og dagurinn getur verið jafn góður fyrir því þó svo maður hafi ekki fengið neitt. Ég er einfaldlega alltaf að veiða.“
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira