Maðurinn á bak við helstu poppslagarana Gunnar Leó Pálsson skrifar 28. febrúar 2015 10:30 Max Martin hefur unnið að vinnslu laga sem selst hafa í rúmlega 135 milljónum eintaka. Nordicphotos/Getty Nafnið Max Martin þekkja líklega ekki allir en flestir ættu þó að þekkja þau nöfn sem flutt hafa tónlist sem Max hefur samið eða útsett, eins og Backstreet Boys, Britney Spears, Taylor Swift og Katy Perry svo nokkur séu nefnd. Maðurinn hefur átt nítján lög sem náð hafa fyrsta sæti Billboard-vinsældalistans. Aðeins John Lennon og Paul McCartney, undir nafninu The Beatles eða sem sólólistamenn, hafa náð betri árangri en Max Martin á listanum sem lagahöfundar. Þá er George Martin, upptökustjóri The Beatles, eini upptökustjórinn sem skákar honum hvað varðar fjölda topplaga á vinsældalistum. Max Martin hefur einnig átt 54 lög sem komist hafa á topp 10 vinsældarlista, sem eru flest lög á topp 10 sem upptökustjóri og lagahöfundur hefur náð.Backstreet BoysÞrátt fyrir alla þessa ótrúlegu velgengni var Martin að vinna sín fyrstu Grammy-verðlaun fyrr á þessu ári, sem upptökustjóri ársins í dægurtónlist. Hann var tilnefndur fyrir upptökustjórn á eftirfarandi lögum, Shake It Off flutt af Taylor Swift, Problem og Break Free flutt af Ariana Grande, Dark Horse og Unconditionally flutt af Katy Perry og síðast en ekki síst lagið Bang Bang í flutningi Jessie J, Ariana Grande og Nicki Minaj. Með öðrum orðum, flest öll þau lög sem voru mest spiluð á poppútvarpsstöðvum heimsins síðasta árið. Ólíkt mönnum eins og Pharrell, sem setur nafn sitt og sína persónu við allt sem hann gerir þá hefur Martin aldrei notað sína persónu til þess að fá athygli. Hann hefur ávallt látið sköpunina tala sínu máli. Martin kemur til að mynda örsjaldan í viðtöl sem segir mikið um persónu hans.Britney SpearsHver er Max Martin? Max Martin heitir réttu nafni Karl Martin Sandberg og fæddist í höfuðborg Svíþjóðar, Stokkhólmi, þann 26. febrúar árið 1971. Sem barn nam hann almenna tónlistarfræði og á táningsaldri söng hann í ýmsum hljómsveitum. Hann gekk svo til liðs við glamúrmetalsveitina It’s Alive og var aðalsöngvari hennar. Hann hætti í framhaldsskóla til þess að elta tónlistardrauminn og sú ákvörðun átti eftir að borga sig. Hljómsveitin hans fékk samning við Cheiron Records og vann með upptökustjóranum Denniz PoP og eftir að hafa gefið út plötuna Earthquake Visions fór sveitin í tónleikaferð með hljómsveitinni Kingdom Come.'N SyncMax Martin fór svo að vinna með upptökustjóra hljómsveitarinnar sinnar, Denniz PoP, og varð hann mentor Martins eftir að PoP tók eftir hversu hæfileikaríkur Martin var, sérstaklega á sviði popptónsmíða. Hann var í kjölfarið ráðinn til starfa í Cheiron-hljóðverið í Svíþjóð. Hann vann þar náið með lærimeistara sínum Denniz PoP og eitt af hans fyrstu verkum var upptökustjórn á annarri plötu Ace of Base, The Bridge. Martin yfirgaf hljómsveitina sína It’s Alive árið 1995. Sama ár hóf Martin samstarf við bandaríska plötufyrirtækið Zomba sem var í eigu Sony, og er upphafið á ævintýrinu hans með Backstreet Boys en fyrsta lagið sem hann vann með strákasveitinni var lagið Quit Playing Games (With My Heart). Þá fóru slagarar á borð við As Long As You Love Me og Everybody (Backstreet‘s Back) að verða til og eru þessi lög og samstarf hans við Backstreet Boys upphafið á ótrúlegum ferli hans sem upptökustjóri og lagahöfundur.Katy Perry og Taylor Swift hafa flutt nokkra slagara eftir Max Martin.Nokkur af hans þekktustu verkum Max Martin hefur skapað tónlist sem selst hefur í rúmlega 135 milljónum eintaka smáskífulaga. Hér er listi yfir nokkur af vinsælustu lögunum sem hann hefur samið, útsett eða stjórnað upptökum á.Katy Perry: I Kissed a Girl, Teenage Dream, California Gurls, Roar, Dark Horse.Britney Spears: Oops!… I Did It Again, Stronger, …Baby One More Time, Till The World Ends.Backstreet Boys: Quit Playing Games With My Heart, I Want It That Way, Larger Than Life, As Long As You Love Me, Shape of My Heart.N’Sync: Tearin’ Up My Heart, It’s Gonna Be Me, I Want You Back.Kelly Clarkson: Since You’ve Been Gone, My Life Would Suck Without You.Taylor Swift: We Are Never Ever Getting Back Together, I Knew You Were Trouble, 22, Shake It Off, Blank Space, Style.Bon Jovi: It’s My Life.Maroon 5: One More Night. Tónlist Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Nafnið Max Martin þekkja líklega ekki allir en flestir ættu þó að þekkja þau nöfn sem flutt hafa tónlist sem Max hefur samið eða útsett, eins og Backstreet Boys, Britney Spears, Taylor Swift og Katy Perry svo nokkur séu nefnd. Maðurinn hefur átt nítján lög sem náð hafa fyrsta sæti Billboard-vinsældalistans. Aðeins John Lennon og Paul McCartney, undir nafninu The Beatles eða sem sólólistamenn, hafa náð betri árangri en Max Martin á listanum sem lagahöfundar. Þá er George Martin, upptökustjóri The Beatles, eini upptökustjórinn sem skákar honum hvað varðar fjölda topplaga á vinsældalistum. Max Martin hefur einnig átt 54 lög sem komist hafa á topp 10 vinsældarlista, sem eru flest lög á topp 10 sem upptökustjóri og lagahöfundur hefur náð.Backstreet BoysÞrátt fyrir alla þessa ótrúlegu velgengni var Martin að vinna sín fyrstu Grammy-verðlaun fyrr á þessu ári, sem upptökustjóri ársins í dægurtónlist. Hann var tilnefndur fyrir upptökustjórn á eftirfarandi lögum, Shake It Off flutt af Taylor Swift, Problem og Break Free flutt af Ariana Grande, Dark Horse og Unconditionally flutt af Katy Perry og síðast en ekki síst lagið Bang Bang í flutningi Jessie J, Ariana Grande og Nicki Minaj. Með öðrum orðum, flest öll þau lög sem voru mest spiluð á poppútvarpsstöðvum heimsins síðasta árið. Ólíkt mönnum eins og Pharrell, sem setur nafn sitt og sína persónu við allt sem hann gerir þá hefur Martin aldrei notað sína persónu til þess að fá athygli. Hann hefur ávallt látið sköpunina tala sínu máli. Martin kemur til að mynda örsjaldan í viðtöl sem segir mikið um persónu hans.Britney SpearsHver er Max Martin? Max Martin heitir réttu nafni Karl Martin Sandberg og fæddist í höfuðborg Svíþjóðar, Stokkhólmi, þann 26. febrúar árið 1971. Sem barn nam hann almenna tónlistarfræði og á táningsaldri söng hann í ýmsum hljómsveitum. Hann gekk svo til liðs við glamúrmetalsveitina It’s Alive og var aðalsöngvari hennar. Hann hætti í framhaldsskóla til þess að elta tónlistardrauminn og sú ákvörðun átti eftir að borga sig. Hljómsveitin hans fékk samning við Cheiron Records og vann með upptökustjóranum Denniz PoP og eftir að hafa gefið út plötuna Earthquake Visions fór sveitin í tónleikaferð með hljómsveitinni Kingdom Come.'N SyncMax Martin fór svo að vinna með upptökustjóra hljómsveitarinnar sinnar, Denniz PoP, og varð hann mentor Martins eftir að PoP tók eftir hversu hæfileikaríkur Martin var, sérstaklega á sviði popptónsmíða. Hann var í kjölfarið ráðinn til starfa í Cheiron-hljóðverið í Svíþjóð. Hann vann þar náið með lærimeistara sínum Denniz PoP og eitt af hans fyrstu verkum var upptökustjórn á annarri plötu Ace of Base, The Bridge. Martin yfirgaf hljómsveitina sína It’s Alive árið 1995. Sama ár hóf Martin samstarf við bandaríska plötufyrirtækið Zomba sem var í eigu Sony, og er upphafið á ævintýrinu hans með Backstreet Boys en fyrsta lagið sem hann vann með strákasveitinni var lagið Quit Playing Games (With My Heart). Þá fóru slagarar á borð við As Long As You Love Me og Everybody (Backstreet‘s Back) að verða til og eru þessi lög og samstarf hans við Backstreet Boys upphafið á ótrúlegum ferli hans sem upptökustjóri og lagahöfundur.Katy Perry og Taylor Swift hafa flutt nokkra slagara eftir Max Martin.Nokkur af hans þekktustu verkum Max Martin hefur skapað tónlist sem selst hefur í rúmlega 135 milljónum eintaka smáskífulaga. Hér er listi yfir nokkur af vinsælustu lögunum sem hann hefur samið, útsett eða stjórnað upptökum á.Katy Perry: I Kissed a Girl, Teenage Dream, California Gurls, Roar, Dark Horse.Britney Spears: Oops!… I Did It Again, Stronger, …Baby One More Time, Till The World Ends.Backstreet Boys: Quit Playing Games With My Heart, I Want It That Way, Larger Than Life, As Long As You Love Me, Shape of My Heart.N’Sync: Tearin’ Up My Heart, It’s Gonna Be Me, I Want You Back.Kelly Clarkson: Since You’ve Been Gone, My Life Would Suck Without You.Taylor Swift: We Are Never Ever Getting Back Together, I Knew You Were Trouble, 22, Shake It Off, Blank Space, Style.Bon Jovi: It’s My Life.Maroon 5: One More Night.
Tónlist Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira