RAV4 Hybrid á fyrstu sýningu ársins hjá Toyota Finnur Thorlacius skrifar 4. janúar 2016 09:00 Afturendi Toyota RAV4 Hybrid. Toyota Laugardaginn 9. janúar verður fyrsta bílasýning ársins hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota í Reykjanesbæ, Kauptúni, á Akureyri og Selfossi. Opið verður frá kl. 12:00 til 16:00. Stjarna sýningarinnar verður RAV4 sem nú verður í fyrsta sinn kynntur í Hybridútfærslu. Góð reynsla er komin á Hybridtæknina frá því Toyota kynnti hana fyrst með Prius árið 1997. Síðan þá hafa Auris og Yaris bæst í hópinn auk þess sem bílar frá Lexus hafa þennan búnað. Meira en 8 milljón Toyota- og Lexusbílar hafa verið seldir með Hybridbúnaði. Hybridtæknin nýtir orkuna sem annars fer til spillis þegar bremsað er og breytir henni í rafmagn sem síðan er notuð til að knýja bílinn. Bíllinn verður því sparneytnari með Hybridbúnaði. RAV4 Hybrid verður nú fáanlegur bæði fjórhjóla- og framhjóladrifinn, fjórhjóladrifinn með venjulegri bensínvél og framhjóladrifinn með dísilvél. Verð RAV4 er frá 4.990.000 kr. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent
Laugardaginn 9. janúar verður fyrsta bílasýning ársins hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota í Reykjanesbæ, Kauptúni, á Akureyri og Selfossi. Opið verður frá kl. 12:00 til 16:00. Stjarna sýningarinnar verður RAV4 sem nú verður í fyrsta sinn kynntur í Hybridútfærslu. Góð reynsla er komin á Hybridtæknina frá því Toyota kynnti hana fyrst með Prius árið 1997. Síðan þá hafa Auris og Yaris bæst í hópinn auk þess sem bílar frá Lexus hafa þennan búnað. Meira en 8 milljón Toyota- og Lexusbílar hafa verið seldir með Hybridbúnaði. Hybridtæknin nýtir orkuna sem annars fer til spillis þegar bremsað er og breytir henni í rafmagn sem síðan er notuð til að knýja bílinn. Bíllinn verður því sparneytnari með Hybridbúnaði. RAV4 Hybrid verður nú fáanlegur bæði fjórhjóla- og framhjóladrifinn, fjórhjóladrifinn með venjulegri bensínvél og framhjóladrifinn með dísilvél. Verð RAV4 er frá 4.990.000 kr.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent