Langtímasamningur SVFR og Veiðifélags Varmár Karl Lúðvíksson skrifar 8. janúar 2016 14:17 Mynd: www.svfr.is Stangaveiðifélag Reykjavíkur og Veiðifélag Varmár – Þorleifslækjar hafa skrifað undi langtímasamning um leigu árinnar til ársins 2025. Í samningnum felst m.a. að aðstaða veiðimanna verður bætt en ráðist verður í byggingu veiðihúss við ána í sumar. Átak verður gert í veiðistaðamerkingum fyrir sumarið, veiðivarsla verður efld og betra skipulagi komið á skiptingar veiðisvæða. Í Varmá er sjóbirtingur alls ráðandi en þar má einnig veiða bleikju og jafnvel lax. Birtingarnir í Varmá geta orðið ógnarstórir og því ekki seinna vænna en að bóka stefnumót við þá. Veiðitímabilið er langt, það hefst 1. apríl og veitt er út 20. október. Veiðileyfi eru á hagstæðu verði og stutt að fara enda nýtur áin sívaxandi vinsælda. Hér er griðastaður fluguveiðimanna en rétt er að taka fram að til þess að hlúa að fiskistofnum þessa viðkvæma vatnasvæðis skal öllum fiski skal sleppt fyrir 1. júní. Eftir það er kvótinn einn fiskur á hverja stöng á dag og eftir það má að veiða og sleppa að vild. Í Veiðimanninum sem kemur út í janúar er að finna netta veiðistaðalýsingu sem auðveldar veiðimönnum sem vilja reyna sig í Varmá að taka þar fyrstu skrefin. Mest lesið Veiði lokið í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði Ótrúlegar fréttir úr Breiðdalsá Veiði Helgarviðtal: Neyddur í skemmtilega laxveiðiá Veiði Góð veiði á Arnarvatns- og Skagaheiði Veiði Það er ennþá líf í Kleifarvatni Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði
Stangaveiðifélag Reykjavíkur og Veiðifélag Varmár – Þorleifslækjar hafa skrifað undi langtímasamning um leigu árinnar til ársins 2025. Í samningnum felst m.a. að aðstaða veiðimanna verður bætt en ráðist verður í byggingu veiðihúss við ána í sumar. Átak verður gert í veiðistaðamerkingum fyrir sumarið, veiðivarsla verður efld og betra skipulagi komið á skiptingar veiðisvæða. Í Varmá er sjóbirtingur alls ráðandi en þar má einnig veiða bleikju og jafnvel lax. Birtingarnir í Varmá geta orðið ógnarstórir og því ekki seinna vænna en að bóka stefnumót við þá. Veiðitímabilið er langt, það hefst 1. apríl og veitt er út 20. október. Veiðileyfi eru á hagstæðu verði og stutt að fara enda nýtur áin sívaxandi vinsælda. Hér er griðastaður fluguveiðimanna en rétt er að taka fram að til þess að hlúa að fiskistofnum þessa viðkvæma vatnasvæðis skal öllum fiski skal sleppt fyrir 1. júní. Eftir það er kvótinn einn fiskur á hverja stöng á dag og eftir það má að veiða og sleppa að vild. Í Veiðimanninum sem kemur út í janúar er að finna netta veiðistaðalýsingu sem auðveldar veiðimönnum sem vilja reyna sig í Varmá að taka þar fyrstu skrefin.
Mest lesið Veiði lokið í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði Ótrúlegar fréttir úr Breiðdalsá Veiði Helgarviðtal: Neyddur í skemmtilega laxveiðiá Veiði Góð veiði á Arnarvatns- og Skagaheiði Veiði Það er ennþá líf í Kleifarvatni Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði