Benz framúr Audi í heildarsölu Finnur Thorlacius skrifar 8. janúar 2016 12:55 Mercedes Benz C-Class. Bæði Mercedes Benz og Audi hafa birt sölutölur fyrir síðasta ár og þar sést að Mercedes Benz hefur tekið framúr Audi í fjölda seldra bíla um heim allan. Benz seldi 1.871.511 bíl og jók söluna á milli ára um 13,4%. Audi seldi 1.803.250 bíla og salan jókst um 3,6%. Mestu munar um mikla söluaukningu Mercedes Benz í Kína sem jókst um heil 33%, en þar seldi Benz 373.459 bíla. Sala einnar bílgerðar Benz vekur athygli, en C-Class bíll Benz seldist í 443.909 eintökum um heim allan í fyrra. Nýr E-Class er á leiðinni hjá Benz og mun hann vafalaust tryggja Benz flotta sölu á þessu ári líka. Hann verður fyrst kynntur á bílasýningunni í Detroit sem hefst í næstu viku. Sala Audi í Kína jókst aðeins um 1,4%, en Audi hefur verið söluhæst þýsku lúxusbílaframleiðendanna þar í landi í langan tíma. Audi seldi 570.889 bíla í Kína í fyrra og því lætur nærri að þriðji hver bíll sem Audi selur sé keyptur í Kína. Nýr Audi A4 kemur brátt á markað og mun hann vafalaust seljast vel í Kína, en í fyrra var fimmti hver bíll sem Audi seldi í heiminum af gerðinni Audi A4. Fyrir nokkrum árum setti Audi sér það markmið að selja 1,5 milljón bíla árið 2015 og því er salan í fyrra langt umfram það markmið og menn því kátir í höfuðstöðvum Audi í Ingolstadt. BMW birtir ekki sölutölur sínar fyrir árið í fyrra fyrr en næsta mánudag og þá kemur í ljós hver þessara þriggja lúxusbílaframleiðenda seldi flesta bíla í fyrra. Búist er við því að BMW tróni áfram á toppnum, en BMW hefur selt þeirra mest frá árinu 2005 og nær líklega toppnum ellefta árið í röð. Í fyrra seldi BMW 1,81 milljón bíla, Audi 1,74 og Mercedes Benz 1,65. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent
Bæði Mercedes Benz og Audi hafa birt sölutölur fyrir síðasta ár og þar sést að Mercedes Benz hefur tekið framúr Audi í fjölda seldra bíla um heim allan. Benz seldi 1.871.511 bíl og jók söluna á milli ára um 13,4%. Audi seldi 1.803.250 bíla og salan jókst um 3,6%. Mestu munar um mikla söluaukningu Mercedes Benz í Kína sem jókst um heil 33%, en þar seldi Benz 373.459 bíla. Sala einnar bílgerðar Benz vekur athygli, en C-Class bíll Benz seldist í 443.909 eintökum um heim allan í fyrra. Nýr E-Class er á leiðinni hjá Benz og mun hann vafalaust tryggja Benz flotta sölu á þessu ári líka. Hann verður fyrst kynntur á bílasýningunni í Detroit sem hefst í næstu viku. Sala Audi í Kína jókst aðeins um 1,4%, en Audi hefur verið söluhæst þýsku lúxusbílaframleiðendanna þar í landi í langan tíma. Audi seldi 570.889 bíla í Kína í fyrra og því lætur nærri að þriðji hver bíll sem Audi selur sé keyptur í Kína. Nýr Audi A4 kemur brátt á markað og mun hann vafalaust seljast vel í Kína, en í fyrra var fimmti hver bíll sem Audi seldi í heiminum af gerðinni Audi A4. Fyrir nokkrum árum setti Audi sér það markmið að selja 1,5 milljón bíla árið 2015 og því er salan í fyrra langt umfram það markmið og menn því kátir í höfuðstöðvum Audi í Ingolstadt. BMW birtir ekki sölutölur sínar fyrir árið í fyrra fyrr en næsta mánudag og þá kemur í ljós hver þessara þriggja lúxusbílaframleiðenda seldi flesta bíla í fyrra. Búist er við því að BMW tróni áfram á toppnum, en BMW hefur selt þeirra mest frá árinu 2005 og nær líklega toppnum ellefta árið í röð. Í fyrra seldi BMW 1,81 milljón bíla, Audi 1,74 og Mercedes Benz 1,65.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent