Enski boltinn

„Herra Van Gaal vissi ekki hversu góður leikmaður Chicarito er“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Javier Hernández er að slá í gegn í Þýskalandi.
Javier Hernández er að slá í gegn í Þýskalandi. vísir/getty
Ein af mestu mistökum Louis van Gaal, knattspyrnustjóra Manchester United, virðast vera að hafa selt Javier Hernández til Bayer Leverkusen fyrir aðeins sjö milljónir punda í ágúst.

United hefur gengin bölvanlega að skora undanfarnar vikur og vinna leiki á meðan mexíkóski framherjinn raðar inn mörkunum í Þýskalandi og í Meistaradeildinni.

Hernández skoraði ellefu mörk í þýsku 1. deildinni fyrir áramót, en þar af skoraði hann tíu í átta síðustu leikjum deildarinnar fyrir vetrarfríið. Hann bætti svo við fimm mörkum í Meistaradeildinni.

„Herra Van Gaal vissi ekki hversu góður leikmaður Chicharito er,“ sagði Michael Schade, framkvæmdastjóri Bayer, hlægjandi í viðtali við Goal.com í æfingabúðum liðsins í Orlando.

„Þetta er það sem ég las í ensku blöðunum. Þar er hans fyrrverandi þjálfari gagnrýndur fyrir að átta sig ekki á hæfileikum hans. Ef ég á að vera heiðarlegur þá vantar Manchester United framherja eins og Chicharito en við erum ánægðir með að hafa hann.“

Hernández er ekki bara að standa sig innan vallar fyrir Bayer heldur er markaðsgildi hans mikið. Framherinn er afar vinsæll í mexíkó og hafa margir samlandar hans fylgt Bayer-liðinu eftir á æfingum þess í Orlando.

„Við höfum lent í þessu áður þegar við vorum með Son Heung-Min [sem var seldur til Tottenham]. Hann var líka hetja í heimalandinu. Þegar við heimsóttum Suður-Kóreu voru 10.000 stelpur sem viðu eftir honum á fluvellinum,“ sagði Schade.

„Þegar maður er með leikmann í liðinu sem er svona mikil hetja í heimalandinu er hægt að nota það til að afla tekna. Fyrst og fremst kaupir maður samt leikmann því hann er góður og getur hjálpað liðinu. En Chicharito er bæði góður á vellinum og svo er hann vinsæll í þessum hluta heimsins,“ sagði Michael Schade.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×