Chevrolet Bolt með 320 km drægi á göturnar í ár Finnur Thorlacius skrifar 7. janúar 2016 13:18 Chevrolet Bolt rafmagnsbíllinn. Chevrolet er nú að kynna framleiðsluútgáfuna af rafmagnsbílnum Bolt á raftækjasýningunni í Las Vegas. Chevrolet mun hefja sölu á þessum bíla á seinni helmingi ársins og hann á vera á tiltölulega lágu verði fyrir rafmagnsbíl með svo mikið drægi, þ.e. um 30.000 dollara, eða 3,9 milljónir króna. Þessi bíll er mjög tæknivæddur og lærir til dæmis á aksturslag ökumanns og stillir sig eftir því, sem og veðri, undirlagi og aðlagar sig eftir því hvað klukkan er til að hámarka drægi sitt. Leiðsögukerfi bílsins finnur út bestu leið svo hámarka megi drægið og lætur vita hvar næstu hleðslustöð er að finna. Upplýsingaskjár fyrir miðju bílsins er 10,2 tommur og þar má einnig finna bakkmyndavélina með “wide-angle”-linsu og “birds-eye” möguleika á sjónarhorni. Wifi nettenging er í bílnum og 4G tenging fyrir síma. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent
Chevrolet er nú að kynna framleiðsluútgáfuna af rafmagnsbílnum Bolt á raftækjasýningunni í Las Vegas. Chevrolet mun hefja sölu á þessum bíla á seinni helmingi ársins og hann á vera á tiltölulega lágu verði fyrir rafmagnsbíl með svo mikið drægi, þ.e. um 30.000 dollara, eða 3,9 milljónir króna. Þessi bíll er mjög tæknivæddur og lærir til dæmis á aksturslag ökumanns og stillir sig eftir því, sem og veðri, undirlagi og aðlagar sig eftir því hvað klukkan er til að hámarka drægi sitt. Leiðsögukerfi bílsins finnur út bestu leið svo hámarka megi drægið og lætur vita hvar næstu hleðslustöð er að finna. Upplýsingaskjár fyrir miðju bílsins er 10,2 tommur og þar má einnig finna bakkmyndavélina með “wide-angle”-linsu og “birds-eye” möguleika á sjónarhorni. Wifi nettenging er í bílnum og 4G tenging fyrir síma.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent