Eins og endalaus hasarmynd Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2016 10:00 Rico Rodriguez notast við nýstárlega ferðamáta. Hvað er skemmtilegra en að svífa yfir fallegum hitabeltiseyjum í fallhlíf? Jú, að svífa yfir fallegum hitabeltiseyjum í fallhlíf með sprengivörpu í höndunum. Það er nánast ómögulegt að taka Just Cause 3 alvarlega en það er í lagi þar sem það á ekki að taka leikinn alvarlega. Saga leiksins er frekar mikið í lausu lofti og maður flýgur um sem málaliðinn Rico Rodriguez og sprengir upp allt sem mögulegt er, án þess að vita í raun af hverju. Eyðileggingin og hasarinn heilla þó og leikurinn er mjög skemmtilegur. Just Cause 3 gerist í stórum opnum heimi og býr Rico yfir fallhlíf, svifbúningi og dráttarkróki sem maður notar til að ferðast um kortið. Það tekur smá tíma að læra á svifbúninginn, fallhlífina og dráttarkrókinn, en það verður stórskemmtilegt að fljúga og svífa um eyjuna Medici. Um hana er fjöldinn allur af herstöðvum sem spilarar eiga að gereyða og einnig frelsa þorp og bæi undan oki einræðisherrans Sebastiano Di Ravello. Ég sakna þess þó að ekki sé hægt að sprengja upp byggingar í leiknum.Það má finna þó nokkra tæknilega galla í Just Cause 3 eins og langir loading tímar, lagg og slöpp gervigreind. Þó eru spilarar víða um heim að modda leikinn og er hægt að finna fjölda þeirra á netinu, þar á meðal er verið að vinna að því að opna leikinn fyrir fjölspilun. Dráttarkrókurinn býður upp á fjölda skemmtilegra leiða til að valda usla. Þá er hægt að betrumbæta búnað Rico með því að leysa þrautir. Þannig verður eyðileggingarkraftur Rico þeim mun meiri þegar líður á leikinn. Þegar upp er staðið þá vegur skemmtunin vel upp á móti þeim göllum sem finna má í leiknum. Eyðileggingin heillar. Það er mjög gaman að keyra um á kappakstursbíl, hoppa upp á þakið á honum og skjóta þar úr sprengjuvörpu og stökkva af honum í fallhlíf og þaðan fara með dráttarkróknum að þyrlu og ræna henni í lofti. Möguleikarnir eru nánast endalausir í Just Cause 3. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Hvað er skemmtilegra en að svífa yfir fallegum hitabeltiseyjum í fallhlíf? Jú, að svífa yfir fallegum hitabeltiseyjum í fallhlíf með sprengivörpu í höndunum. Það er nánast ómögulegt að taka Just Cause 3 alvarlega en það er í lagi þar sem það á ekki að taka leikinn alvarlega. Saga leiksins er frekar mikið í lausu lofti og maður flýgur um sem málaliðinn Rico Rodriguez og sprengir upp allt sem mögulegt er, án þess að vita í raun af hverju. Eyðileggingin og hasarinn heilla þó og leikurinn er mjög skemmtilegur. Just Cause 3 gerist í stórum opnum heimi og býr Rico yfir fallhlíf, svifbúningi og dráttarkróki sem maður notar til að ferðast um kortið. Það tekur smá tíma að læra á svifbúninginn, fallhlífina og dráttarkrókinn, en það verður stórskemmtilegt að fljúga og svífa um eyjuna Medici. Um hana er fjöldinn allur af herstöðvum sem spilarar eiga að gereyða og einnig frelsa þorp og bæi undan oki einræðisherrans Sebastiano Di Ravello. Ég sakna þess þó að ekki sé hægt að sprengja upp byggingar í leiknum.Það má finna þó nokkra tæknilega galla í Just Cause 3 eins og langir loading tímar, lagg og slöpp gervigreind. Þó eru spilarar víða um heim að modda leikinn og er hægt að finna fjölda þeirra á netinu, þar á meðal er verið að vinna að því að opna leikinn fyrir fjölspilun. Dráttarkrókurinn býður upp á fjölda skemmtilegra leiða til að valda usla. Þá er hægt að betrumbæta búnað Rico með því að leysa þrautir. Þannig verður eyðileggingarkraftur Rico þeim mun meiri þegar líður á leikinn. Þegar upp er staðið þá vegur skemmtunin vel upp á móti þeim göllum sem finna má í leiknum. Eyðileggingin heillar. Það er mjög gaman að keyra um á kappakstursbíl, hoppa upp á þakið á honum og skjóta þar úr sprengjuvörpu og stökkva af honum í fallhlíf og þaðan fara með dráttarkróknum að þyrlu og ræna henni í lofti. Möguleikarnir eru nánast endalausir í Just Cause 3.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira