Trúðar og samskipti Magnús Guðmundsson skrifar 6. janúar 2016 11:30 Kátir trúðar á námskeiði. Næstkomandi laugardag verður sérstaklega skemmtilegt námskeið í Borgabókasafninu, menningarhúsi í Grófinni. Kennari á námskeiðinu er Virginia Gillard, kennari og framkvæmdastjóri, en hún treður gjarnan upp í hlutverki trúðsins. Virginia heldur námskeið fyrir Söguhring kvenna til að kynna trúðatækni fyrir byrjendum sem langar að spreyta sig á ögrandi og skemmtilegan hátt. Virginia notar leiki og æfingar til að kanna nýjar leiðir í jákvæðum samskiptum. Eitt helsta einkenni listar Virginiu er að hún nýtir eingöngu rauða nefið, minnstu grímu í heimi, sem er grunnurinn í evrópskri trúðahefð. Og koma þá Charlie Chaplin og Lucille Ball gjarnan upp í hugann. Um er að ræða opið námskeið fyrir alla áhugasama um sviðslistir og þá sem þora að prófa eitthvað öðruvísi og spennandi. Markmiðið er að finna leiðir til að leysa ímyndunarafl okkar úr læðingi með notkun trúðatækninnar. Þannig má styrkja sjálfstraust hvers og eins og efla andann í hópnum. Hugmyndin er að á námskeiðinu myndist notalegt og öruggt umhverfi þar sem hverjum og einum gefst tækifæri til þess að spinna sína sögu áfram með öllum þeim mistökum sem við gerum. Virginia Gillard starfaði í upphafi ferils síns sem sviðsleikkona í Ástralíu og flutti síðan til Evrópu þar sem hún lærði trúðatækni í París 1991 hjá Philippe Gaulier og í Sviss 2001 hjá Pierre Byland. Hún stofnaði fyrstu trúðalæknaþjónustuna í Bretlandi, með aðsetur í Skotlandi, fyrir langveik börn á sjúkrahúsum og einnig fyrstu trúðaþjónustuna fyrir eldri sjúklinga með andlega hrörnun. Virginia hefur 20 ára reynslu af því að leiða trúðatækninámskeið með þátttakendum á öllum stigum. Virginia flutti til Íslands 2010 með íslenskum eiginmanni sínum og tveimur börnum. Hún hefur margoft kennt fullorðnum trúðatækni og rekur barnaleikhúsið Leikhús barnanna í miðbæ Reykjavíkur. Hún hefur komið fram í ótal uppfærslum hjá Gaflaraleikhúsinu og leikið í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, þ.?á?m. Ófærð sem er sýnt á RÚV. Hún vinnur jafnframt að því að að leika og framleiða íslenska útgáfu af WHITE (HVÍTT) sem er leikhús fyrir yngstu áhorfendurna, 2-5 ára sem er góður aldur til að upplifa fyrstu leiksýninguna. Kristín R. Vilhjálmsdóttir tekur á móti skráningum á námskeiðið á netfangið kristin.r.vilhjalmsdottir@reykjavik.is. Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Næstkomandi laugardag verður sérstaklega skemmtilegt námskeið í Borgabókasafninu, menningarhúsi í Grófinni. Kennari á námskeiðinu er Virginia Gillard, kennari og framkvæmdastjóri, en hún treður gjarnan upp í hlutverki trúðsins. Virginia heldur námskeið fyrir Söguhring kvenna til að kynna trúðatækni fyrir byrjendum sem langar að spreyta sig á ögrandi og skemmtilegan hátt. Virginia notar leiki og æfingar til að kanna nýjar leiðir í jákvæðum samskiptum. Eitt helsta einkenni listar Virginiu er að hún nýtir eingöngu rauða nefið, minnstu grímu í heimi, sem er grunnurinn í evrópskri trúðahefð. Og koma þá Charlie Chaplin og Lucille Ball gjarnan upp í hugann. Um er að ræða opið námskeið fyrir alla áhugasama um sviðslistir og þá sem þora að prófa eitthvað öðruvísi og spennandi. Markmiðið er að finna leiðir til að leysa ímyndunarafl okkar úr læðingi með notkun trúðatækninnar. Þannig má styrkja sjálfstraust hvers og eins og efla andann í hópnum. Hugmyndin er að á námskeiðinu myndist notalegt og öruggt umhverfi þar sem hverjum og einum gefst tækifæri til þess að spinna sína sögu áfram með öllum þeim mistökum sem við gerum. Virginia Gillard starfaði í upphafi ferils síns sem sviðsleikkona í Ástralíu og flutti síðan til Evrópu þar sem hún lærði trúðatækni í París 1991 hjá Philippe Gaulier og í Sviss 2001 hjá Pierre Byland. Hún stofnaði fyrstu trúðalæknaþjónustuna í Bretlandi, með aðsetur í Skotlandi, fyrir langveik börn á sjúkrahúsum og einnig fyrstu trúðaþjónustuna fyrir eldri sjúklinga með andlega hrörnun. Virginia hefur 20 ára reynslu af því að leiða trúðatækninámskeið með þátttakendum á öllum stigum. Virginia flutti til Íslands 2010 með íslenskum eiginmanni sínum og tveimur börnum. Hún hefur margoft kennt fullorðnum trúðatækni og rekur barnaleikhúsið Leikhús barnanna í miðbæ Reykjavíkur. Hún hefur komið fram í ótal uppfærslum hjá Gaflaraleikhúsinu og leikið í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, þ.?á?m. Ófærð sem er sýnt á RÚV. Hún vinnur jafnframt að því að að leika og framleiða íslenska útgáfu af WHITE (HVÍTT) sem er leikhús fyrir yngstu áhorfendurna, 2-5 ára sem er góður aldur til að upplifa fyrstu leiksýninguna. Kristín R. Vilhjálmsdóttir tekur á móti skráningum á námskeiðið á netfangið kristin.r.vilhjalmsdottir@reykjavik.is.
Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira