Steininnrétting í Bentley Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2016 10:06 Steinefnið í mælaborðinu með rauðum lit. Autoblog Nú má panta sér Bentley með innréttingu sem að hluta til er úr steini og er notuð í mælaborð bílanna. Þessi nýjung er þó ekki til að þyngja bílana mikið þar sem þykkt hennar er aðeins um tíundi hluti millimeters, samsvarandi þykkt mannshárs. Steinefnið er frá Indlandi og er mulið og blandað saman við koltrefjar og resin og fullunnið af breytingafyrirtækinu Mulliner. Svo þunnt er þetta efni að það er gegnsætt og það nýtir Bentley sér með baklýsingu. Viðskiptavinir geta valið milli fjögurra lita í Continental og Flying Spur bíla Bentley. Ekki er öll vitleysan eins, en það þarf sífellt að finna einhverja sérstöðu fyrir vel megandi kaupendur Bentley bíla.Steinefnið í gráum lit. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent
Nú má panta sér Bentley með innréttingu sem að hluta til er úr steini og er notuð í mælaborð bílanna. Þessi nýjung er þó ekki til að þyngja bílana mikið þar sem þykkt hennar er aðeins um tíundi hluti millimeters, samsvarandi þykkt mannshárs. Steinefnið er frá Indlandi og er mulið og blandað saman við koltrefjar og resin og fullunnið af breytingafyrirtækinu Mulliner. Svo þunnt er þetta efni að það er gegnsætt og það nýtir Bentley sér með baklýsingu. Viðskiptavinir geta valið milli fjögurra lita í Continental og Flying Spur bíla Bentley. Ekki er öll vitleysan eins, en það þarf sífellt að finna einhverja sérstöðu fyrir vel megandi kaupendur Bentley bíla.Steinefnið í gráum lit.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent