Tímaskekkjan Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 5. janúar 2016 00:00 Engar breytingar á íslenska dómskerfinu urðu á síðasta ári. Nefnd skilaði af sér fullbúnu frumvarpi að beiðni ráðherra í febrúar, ráðherra taldi í kjölfarið eitthvað þurfa að eiga við það, sem ekki er óeðlilegt. En ekkert bólar enn á neinu því sem þar er lagt til, þrátt fyrir að í frumvarpinu sé að finna afar brýnar endurbætur á réttarkerfinu. Í Fréttablaðinu í gær ritaði Róbert Spanó, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, grein þar sem hann veltir fyrir sér íslensku dómskerfi. Í greininni nefnir hann nokkur atriði sem betur mega fara, sum sem finna má í frumvarpinu, önnur ekki og sumum réttarbótanna mætti hrinda í framkvæmd án lagabreytinga. Róbert gerir stofnun millidómstigs að sérstöku umfjöllunarefni. Hann segir að þó að einfaldleiki dómskerfisins, sem nú er tvískipt, geti verið kostur, þá séu á því gallar sem vega þyngra. Þar á meðal sá að málafjöldi í Hæstarétti – áfrýjunardómstólnum – sé of mikill. „Vegna málafjöldans og þeirrar nauðsynjar að viðhaldið sé hæfilegum málshraða situr fordæmis- og samræmingarhlutverk réttarins á hakanum,“ segir Róbert. Flest mál eru dæmd af þremur dómurum og niðurstöður því jafnan verulega atviksbundnar. Það skapi réttaróvissu. Þessi praktísku rök eru ekki þau einu sem Róbert nefnir til stuðnings millidómstigi. Hann segir að í tilvikum sakamála sem skotið er til Hæstaréttar fari öll sönnunarfærsla fram í héraðdómi. „Í flestum sakamálum er það sönnunarfærslan sem öllu máli skiptir og þá munnleg og milliliðalaus sönnunarfærsla í formi framburða ákærðu og vitna. Flest vestræn dómskerfi veita ákærðum mönnum, sem sakfelldir hafa verið á fyrsta dómstigi, kost á fullri endurskoðun á áfrýjunarstigi. Slíku er ekki til að dreifa hér á landi og það er tímaskekkja. Þessu þarf að breyta sem allra fyrst,“ segir Róbert. Innanríkisráðherra hefur lýst yfir vilja til að koma á fót millidómstigi. Það er afar mikilvægt, rétt eins og Róbert segir, ekki aðeins út frá praktísku sjónarmiði, heldur fyrst og fremst vegna mannréttinda sakaðra manna. Flestir sem fjallað hafa um málið hafa lýst yfir þörf fyrir slíkt, þar á meðal lögmanna- og lögfræðingafélög Íslands, ákærendafélagið, og dómarafélagið. Ríkar sönnunarkröfur eru gerðar í sakamálum og verða sönnunargögn máls, þar á meðal munnlegur framburður, að horfa þannig við að ekki verði véfengt með skynsamlegum rökum að ákærði hafi framið verknaðinn sem hann er sakaður um. Flestir geta verið sammála um að mat á sönnunargildi munnlegs framburðar hlýtur að vera meira sannfærandi við það að heyra framburðinn í eigin persónu fremur en að lesa hann af blaði. Stofnun millidómstigs er eina haldbæra lausnin á núverandi vanda – tveggja þrepa dómskerfi getur ekki bætt úr þeim annmörkum sem nú eru á íslensku dómskerfi. Með endurtekinni sönnunarfærslu og endurskoðun á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar yrði meginreglan um milliliðalausa sönnunarfærslu í heiðri höfð. Árlega eru yfir hundrað sakamál flutt í Hæstarétti. Þeir einstaklingar sem þar svara til saka í ár eiga rétt á því að íslenska ríkið virði mannréttindi þeirra. Ráðherra má ekki bíða með frumvarpið lengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Engar breytingar á íslenska dómskerfinu urðu á síðasta ári. Nefnd skilaði af sér fullbúnu frumvarpi að beiðni ráðherra í febrúar, ráðherra taldi í kjölfarið eitthvað þurfa að eiga við það, sem ekki er óeðlilegt. En ekkert bólar enn á neinu því sem þar er lagt til, þrátt fyrir að í frumvarpinu sé að finna afar brýnar endurbætur á réttarkerfinu. Í Fréttablaðinu í gær ritaði Róbert Spanó, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, grein þar sem hann veltir fyrir sér íslensku dómskerfi. Í greininni nefnir hann nokkur atriði sem betur mega fara, sum sem finna má í frumvarpinu, önnur ekki og sumum réttarbótanna mætti hrinda í framkvæmd án lagabreytinga. Róbert gerir stofnun millidómstigs að sérstöku umfjöllunarefni. Hann segir að þó að einfaldleiki dómskerfisins, sem nú er tvískipt, geti verið kostur, þá séu á því gallar sem vega þyngra. Þar á meðal sá að málafjöldi í Hæstarétti – áfrýjunardómstólnum – sé of mikill. „Vegna málafjöldans og þeirrar nauðsynjar að viðhaldið sé hæfilegum málshraða situr fordæmis- og samræmingarhlutverk réttarins á hakanum,“ segir Róbert. Flest mál eru dæmd af þremur dómurum og niðurstöður því jafnan verulega atviksbundnar. Það skapi réttaróvissu. Þessi praktísku rök eru ekki þau einu sem Róbert nefnir til stuðnings millidómstigi. Hann segir að í tilvikum sakamála sem skotið er til Hæstaréttar fari öll sönnunarfærsla fram í héraðdómi. „Í flestum sakamálum er það sönnunarfærslan sem öllu máli skiptir og þá munnleg og milliliðalaus sönnunarfærsla í formi framburða ákærðu og vitna. Flest vestræn dómskerfi veita ákærðum mönnum, sem sakfelldir hafa verið á fyrsta dómstigi, kost á fullri endurskoðun á áfrýjunarstigi. Slíku er ekki til að dreifa hér á landi og það er tímaskekkja. Þessu þarf að breyta sem allra fyrst,“ segir Róbert. Innanríkisráðherra hefur lýst yfir vilja til að koma á fót millidómstigi. Það er afar mikilvægt, rétt eins og Róbert segir, ekki aðeins út frá praktísku sjónarmiði, heldur fyrst og fremst vegna mannréttinda sakaðra manna. Flestir sem fjallað hafa um málið hafa lýst yfir þörf fyrir slíkt, þar á meðal lögmanna- og lögfræðingafélög Íslands, ákærendafélagið, og dómarafélagið. Ríkar sönnunarkröfur eru gerðar í sakamálum og verða sönnunargögn máls, þar á meðal munnlegur framburður, að horfa þannig við að ekki verði véfengt með skynsamlegum rökum að ákærði hafi framið verknaðinn sem hann er sakaður um. Flestir geta verið sammála um að mat á sönnunargildi munnlegs framburðar hlýtur að vera meira sannfærandi við það að heyra framburðinn í eigin persónu fremur en að lesa hann af blaði. Stofnun millidómstigs er eina haldbæra lausnin á núverandi vanda – tveggja þrepa dómskerfi getur ekki bætt úr þeim annmörkum sem nú eru á íslensku dómskerfi. Með endurtekinni sönnunarfærslu og endurskoðun á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar yrði meginreglan um milliliðalausa sönnunarfærslu í heiðri höfð. Árlega eru yfir hundrað sakamál flutt í Hæstarétti. Þeir einstaklingar sem þar svara til saka í ár eiga rétt á því að íslenska ríkið virði mannréttindi þeirra. Ráðherra má ekki bíða með frumvarpið lengur.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun