Audi kaupir í bílaleigu Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2016 09:38 Silfurgráir Audi bílar Silvercar bíða viðskiptavina á bandarískum flugvelli. Autoblog Silvercar bílaleigan hefur ákveðna sérstöðu meðal bílaleiga. Fyrirtækið leigir aðeins út silfurlita Audi bíla á flugvöllum í Bandaríkjunum og leigjendur bílanna panta þá gegnum símaapp og þegar bílarnir eru sóttir fer engin pappírsvinna fram heldur stíga þeir beint uppí bílinn og leggja af stað. Þessari leigu hefur gengið mjög vel undanfarið og hefur Audi nú fjárfest fyrir 3,7 milljarða króna í leigunni. Með þessari fjárinnsprautun í leiguna ætlar Silvercar að fjölga mjög leigustöðum um Bandaríkin. Silvercar var stofnað árið 2012 og hóf starfsemi sína á flugvöllum í Los Angeles, San Francisco, Miami, Orlando, Dallas, Austin og Denver. Á síðustu 6 mánuðum opnaði leigan einnig leigur á flugvöllum í New York, Chicago, Las Vegas og Fort Lauderdale og enn á að auka við starfstöðvar. Þá ætlar Silvercar og Audi einnig að bjóða fyrirtækjum að leigja bíla til starfmanna sinna. Forstjóri Audi í Bandaríkjunum tekur sæti í stjórn Silvercar með þessum kaupum á hlutabréfum í fyrirtækinu. Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent
Silvercar bílaleigan hefur ákveðna sérstöðu meðal bílaleiga. Fyrirtækið leigir aðeins út silfurlita Audi bíla á flugvöllum í Bandaríkjunum og leigjendur bílanna panta þá gegnum símaapp og þegar bílarnir eru sóttir fer engin pappírsvinna fram heldur stíga þeir beint uppí bílinn og leggja af stað. Þessari leigu hefur gengið mjög vel undanfarið og hefur Audi nú fjárfest fyrir 3,7 milljarða króna í leigunni. Með þessari fjárinnsprautun í leiguna ætlar Silvercar að fjölga mjög leigustöðum um Bandaríkin. Silvercar var stofnað árið 2012 og hóf starfsemi sína á flugvöllum í Los Angeles, San Francisco, Miami, Orlando, Dallas, Austin og Denver. Á síðustu 6 mánuðum opnaði leigan einnig leigur á flugvöllum í New York, Chicago, Las Vegas og Fort Lauderdale og enn á að auka við starfstöðvar. Þá ætlar Silvercar og Audi einnig að bjóða fyrirtækjum að leigja bíla til starfmanna sinna. Forstjóri Audi í Bandaríkjunum tekur sæti í stjórn Silvercar með þessum kaupum á hlutabréfum í fyrirtækinu.
Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent