Aparnir þagna Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 5. janúar 2016 07:00 Hvaða átta atriði eru mikilvægust til þess að hlotnast velgengni? Þessa spurningu lagði ég eitt sinn fram fyrir nemendur í nokkrum af efstu bekkjum grunnskóla í Kordóvahéraði hér á Spáni. Svörin voru vissulega af ýmsum toga. Mörg báru þess merki að þarna væri fólk með heilbrigða sál ef svo mætti segja. En eins bar þó nokkuð á því að siðfræði nokkurra væri mótuð af firna lélegu fjölmiðlaefni sem nóg er af hér syðra. Þar er yfirborðsmennskan upphafin. Þetta eru svör eins og: eiga fræga kærustu eða kærasta, koma fram í Salvame (slúðurþáttur á Tele5), þekkja frægt fólk, vera sexí og annað í þeim dúr. Ég hefði svo sem mátt eiga von á þessu, ég hef ekki farið varhluta af þeirri apalegu fjölmiðlun þar sem háværustu tunnurnar eru hylltar og hégómanum færðar fórnir. Eitt sinn drakk ég kaffi og borðaði rúnnstykki á bar þar sem sjónvarpið var látið ausa þessum óskapnaði. Eftir eina viku var ég orðinn vel upplýstur um hagi Belen nokkurrar Estevan, fyrrverandi eiginkonu nautabana og óðalsbóndans Jesúlín. Ekki vinnur hún sjálf við búnaðarstörf nema hvað hún dreifir mykju um mann og annan við miklar vinsældir. Eftir nokkra kaffitíma vissi ég hjá hverjum hún svaf um þær mundir, hvar hún keypti kjötfarsið og fleira sem ég kæri mig ekki um að muna. Í kaffitímanum fékk ég líka að vita það helsta sem var að gerast í raunveruleikaþáttum þar sem uppgerðardramatík reið ekki við einteyming. Eftir þetta er ég farinn að finna til mikils fagnaðar þegar aparnir þagna en fólk með erindi kemst að. Ég fann ærlega fyrir þessum fögnuði þegar greint var frá því að Þröstur Leó Gunnarsson hefði verið valinn maður ársins. Maður bæði með innistæðu og erindi. Nú er það bara að hlusta á kappann, kafa til botns í málinu, hafsbotns, í stað þess að una bara við yfirborðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Hvaða átta atriði eru mikilvægust til þess að hlotnast velgengni? Þessa spurningu lagði ég eitt sinn fram fyrir nemendur í nokkrum af efstu bekkjum grunnskóla í Kordóvahéraði hér á Spáni. Svörin voru vissulega af ýmsum toga. Mörg báru þess merki að þarna væri fólk með heilbrigða sál ef svo mætti segja. En eins bar þó nokkuð á því að siðfræði nokkurra væri mótuð af firna lélegu fjölmiðlaefni sem nóg er af hér syðra. Þar er yfirborðsmennskan upphafin. Þetta eru svör eins og: eiga fræga kærustu eða kærasta, koma fram í Salvame (slúðurþáttur á Tele5), þekkja frægt fólk, vera sexí og annað í þeim dúr. Ég hefði svo sem mátt eiga von á þessu, ég hef ekki farið varhluta af þeirri apalegu fjölmiðlun þar sem háværustu tunnurnar eru hylltar og hégómanum færðar fórnir. Eitt sinn drakk ég kaffi og borðaði rúnnstykki á bar þar sem sjónvarpið var látið ausa þessum óskapnaði. Eftir eina viku var ég orðinn vel upplýstur um hagi Belen nokkurrar Estevan, fyrrverandi eiginkonu nautabana og óðalsbóndans Jesúlín. Ekki vinnur hún sjálf við búnaðarstörf nema hvað hún dreifir mykju um mann og annan við miklar vinsældir. Eftir nokkra kaffitíma vissi ég hjá hverjum hún svaf um þær mundir, hvar hún keypti kjötfarsið og fleira sem ég kæri mig ekki um að muna. Í kaffitímanum fékk ég líka að vita það helsta sem var að gerast í raunveruleikaþáttum þar sem uppgerðardramatík reið ekki við einteyming. Eftir þetta er ég farinn að finna til mikils fagnaðar þegar aparnir þagna en fólk með erindi kemst að. Ég fann ærlega fyrir þessum fögnuði þegar greint var frá því að Þröstur Leó Gunnarsson hefði verið valinn maður ársins. Maður bæði með innistæðu og erindi. Nú er það bara að hlusta á kappann, kafa til botns í málinu, hafsbotns, í stað þess að una bara við yfirborðið.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun