Aparnir þagna Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 5. janúar 2016 07:00 Hvaða átta atriði eru mikilvægust til þess að hlotnast velgengni? Þessa spurningu lagði ég eitt sinn fram fyrir nemendur í nokkrum af efstu bekkjum grunnskóla í Kordóvahéraði hér á Spáni. Svörin voru vissulega af ýmsum toga. Mörg báru þess merki að þarna væri fólk með heilbrigða sál ef svo mætti segja. En eins bar þó nokkuð á því að siðfræði nokkurra væri mótuð af firna lélegu fjölmiðlaefni sem nóg er af hér syðra. Þar er yfirborðsmennskan upphafin. Þetta eru svör eins og: eiga fræga kærustu eða kærasta, koma fram í Salvame (slúðurþáttur á Tele5), þekkja frægt fólk, vera sexí og annað í þeim dúr. Ég hefði svo sem mátt eiga von á þessu, ég hef ekki farið varhluta af þeirri apalegu fjölmiðlun þar sem háværustu tunnurnar eru hylltar og hégómanum færðar fórnir. Eitt sinn drakk ég kaffi og borðaði rúnnstykki á bar þar sem sjónvarpið var látið ausa þessum óskapnaði. Eftir eina viku var ég orðinn vel upplýstur um hagi Belen nokkurrar Estevan, fyrrverandi eiginkonu nautabana og óðalsbóndans Jesúlín. Ekki vinnur hún sjálf við búnaðarstörf nema hvað hún dreifir mykju um mann og annan við miklar vinsældir. Eftir nokkra kaffitíma vissi ég hjá hverjum hún svaf um þær mundir, hvar hún keypti kjötfarsið og fleira sem ég kæri mig ekki um að muna. Í kaffitímanum fékk ég líka að vita það helsta sem var að gerast í raunveruleikaþáttum þar sem uppgerðardramatík reið ekki við einteyming. Eftir þetta er ég farinn að finna til mikils fagnaðar þegar aparnir þagna en fólk með erindi kemst að. Ég fann ærlega fyrir þessum fögnuði þegar greint var frá því að Þröstur Leó Gunnarsson hefði verið valinn maður ársins. Maður bæði með innistæðu og erindi. Nú er það bara að hlusta á kappann, kafa til botns í málinu, hafsbotns, í stað þess að una bara við yfirborðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun
Hvaða átta atriði eru mikilvægust til þess að hlotnast velgengni? Þessa spurningu lagði ég eitt sinn fram fyrir nemendur í nokkrum af efstu bekkjum grunnskóla í Kordóvahéraði hér á Spáni. Svörin voru vissulega af ýmsum toga. Mörg báru þess merki að þarna væri fólk með heilbrigða sál ef svo mætti segja. En eins bar þó nokkuð á því að siðfræði nokkurra væri mótuð af firna lélegu fjölmiðlaefni sem nóg er af hér syðra. Þar er yfirborðsmennskan upphafin. Þetta eru svör eins og: eiga fræga kærustu eða kærasta, koma fram í Salvame (slúðurþáttur á Tele5), þekkja frægt fólk, vera sexí og annað í þeim dúr. Ég hefði svo sem mátt eiga von á þessu, ég hef ekki farið varhluta af þeirri apalegu fjölmiðlun þar sem háværustu tunnurnar eru hylltar og hégómanum færðar fórnir. Eitt sinn drakk ég kaffi og borðaði rúnnstykki á bar þar sem sjónvarpið var látið ausa þessum óskapnaði. Eftir eina viku var ég orðinn vel upplýstur um hagi Belen nokkurrar Estevan, fyrrverandi eiginkonu nautabana og óðalsbóndans Jesúlín. Ekki vinnur hún sjálf við búnaðarstörf nema hvað hún dreifir mykju um mann og annan við miklar vinsældir. Eftir nokkra kaffitíma vissi ég hjá hverjum hún svaf um þær mundir, hvar hún keypti kjötfarsið og fleira sem ég kæri mig ekki um að muna. Í kaffitímanum fékk ég líka að vita það helsta sem var að gerast í raunveruleikaþáttum þar sem uppgerðardramatík reið ekki við einteyming. Eftir þetta er ég farinn að finna til mikils fagnaðar þegar aparnir þagna en fólk með erindi kemst að. Ég fann ærlega fyrir þessum fögnuði þegar greint var frá því að Þröstur Leó Gunnarsson hefði verið valinn maður ársins. Maður bæði með innistæðu og erindi. Nú er það bara að hlusta á kappann, kafa til botns í málinu, hafsbotns, í stað þess að una bara við yfirborðið.