70 ár frá fyrstu bjöllunni Finnur Thorlacius skrifar 4. janúar 2016 11:06 Ein af fyrstu bjöllunum ekið frá verksmiðjunni í Wolfsburg. Autoblog Síðasta vika markar tímamót í bílasögunni þar sem þann 1. janúar árið 1946 rann fyrsta bjallan af færiböndum Volkswagen í Wolfsburg og því 70 ára síðan. Verksmiðjan þar sem bjallan var framleidd var á þeim tíma af fullkomnustu gerð og hafði verið reist áður en að seinni heimstyrjöldinni kom, en hún var svo til eyðilögð af herjum bandamanna í stríðinu, enda hafði henni verið breytt til smíði hertóla. Verksmiðjan var svo endurbyggð í kjölfar stríðsins að undirlagi breska majorsins Ivan Hirst með hjálp breska hersins og framleiðsla hófst svo fyrsta dag ársins 1946. Framleiðslan var lítil í upphafi en tók síðan mikinn kipp árið 1948 og var bjallan svo framleidd ósleitið til ársins 2003, en þá var síðustu bjöllunni rúllað út úr verksmiðju í Mexíkó sem framleiddi bjölluna í því formi sem heimsbyggðin þekkti hana best. Það ár var reyndar búið að kynna New Beetle, arftaka þeirrar gömlu. Verksmiðjan í Wolfsburg varð síðan að stærstu bílaverksmiðju Evrópu og er hún að flatarmáli stærri en Mónakó. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent
Síðasta vika markar tímamót í bílasögunni þar sem þann 1. janúar árið 1946 rann fyrsta bjallan af færiböndum Volkswagen í Wolfsburg og því 70 ára síðan. Verksmiðjan þar sem bjallan var framleidd var á þeim tíma af fullkomnustu gerð og hafði verið reist áður en að seinni heimstyrjöldinni kom, en hún var svo til eyðilögð af herjum bandamanna í stríðinu, enda hafði henni verið breytt til smíði hertóla. Verksmiðjan var svo endurbyggð í kjölfar stríðsins að undirlagi breska majorsins Ivan Hirst með hjálp breska hersins og framleiðsla hófst svo fyrsta dag ársins 1946. Framleiðslan var lítil í upphafi en tók síðan mikinn kipp árið 1948 og var bjallan svo framleidd ósleitið til ársins 2003, en þá var síðustu bjöllunni rúllað út úr verksmiðju í Mexíkó sem framleiddi bjölluna í því formi sem heimsbyggðin þekkti hana best. Það ár var reyndar búið að kynna New Beetle, arftaka þeirrar gömlu. Verksmiðjan í Wolfsburg varð síðan að stærstu bílaverksmiðju Evrópu og er hún að flatarmáli stærri en Mónakó.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent