Viðskipti erlent

Skuldir írsku ríkisstjórnarinnar komnar undir 100 prósent af landsframleiðslu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Skuldirnar írska ríkisins lækkuðu um 4 milljarða evra, 520 milljarða íslenskra króna, milli ára.
Skuldirnar írska ríkisins lækkuðu um 4 milljarða evra, 520 milljarða íslenskra króna, milli ára. Vísir/getty
Skuldir írska ríkisins sem hlutfall af vergri landsframleiðslu mælast nú 99,4 prósent í fyrsta sinn síðan árið 2011. Líkt og íslenska ríkið, tók írska ríkið á sig gríðarlegar skuldir í kjölfar efnahagskreppunnar 2008. Árið 2013 námu skuldirnar 125 prósent af vergri landsframleiðslu.

Svo virðist sem batamerki séu að berast frá Írlandi þar sem skuldir írska ríkisins mældust undir 100 prósent á þriðja ársfjórðungi síðasta árs og námu samtals 204,2 milljörðum evra, eða 26.800 milljörðum íslenskra króna. Skuldirnar lækkuðu um 4 milljarða evra, 520 milljarða íslenskra króna, milli ára. 

Ástæða lækkunar á skuldum var hærri landsframleiðsla á tímabilinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×