Tómas gefur út lag við ljóð Atómskálds Stefán Árni Pálsson skrifar 19. janúar 2016 17:30 Tómas Jónsson. vísir Tónlistarmaðurinn Tómas Jónsson, sem hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár, undirbýr nú í fyrsta sinn breiðskífu í eigin nafni. Ekki er ólíklegt að tónlistarunnendur hafi komið auga á Tómas á hinum ýmsu tónleikum síðustu ár en hann er einn af þessum íslensku tónlistarmönnum sem virðist stundum vera allstaðar. Þeir sem hafa til dæmis verið á tónleikum með Hjálmum, Ásgeiri Trausta, blúsbandi Björgvins Gísla, Fjallabræðrum, útgáfutónleikum Helga Björns eða á leiksýningunni í Hjarta Hróa Hattar hafa að öllum líkindum séð þennan unga, síðhærða hljómborðsleikara í góðum fíling. Meðfylgjandi er tónlistarmyndband við lagið Að komast burt – The City of Reykjavík, sem er það fyrsta sem heyrist af væntanlegri breiðskífu Tómasar. Atómskáldið Sigfús Daðason (1928-1996) les sjálfur ljóðið sitt en sú upptaka er hluti af safni ljóða hans lesin af Sigfúsi, sem kom út árið 1997. Að sögn Tómasar þá fékk hann leyfi frá eftirlifandi eiginkonu Sigfúsar, Guðnýju Ýr, fyrir því að nota ljóðið og fyrr í vikunni fengu þau sér kaffisopa saman og hlustuðu á lagið. Sagðist hún vera viss um að Sigfús hefði verið ánægður með afraksturinn. Auk þeirra Tómasar og Sigfúsar spilar Magnús Trygvason Eliassen á trommur, Friðjón Jónsson tók upp, Finnur Hákonar hljóðblandaði og hljómjafnaði og myndvinnsla var í höndum Arctic Project. Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Tómas Jónsson, sem hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár, undirbýr nú í fyrsta sinn breiðskífu í eigin nafni. Ekki er ólíklegt að tónlistarunnendur hafi komið auga á Tómas á hinum ýmsu tónleikum síðustu ár en hann er einn af þessum íslensku tónlistarmönnum sem virðist stundum vera allstaðar. Þeir sem hafa til dæmis verið á tónleikum með Hjálmum, Ásgeiri Trausta, blúsbandi Björgvins Gísla, Fjallabræðrum, útgáfutónleikum Helga Björns eða á leiksýningunni í Hjarta Hróa Hattar hafa að öllum líkindum séð þennan unga, síðhærða hljómborðsleikara í góðum fíling. Meðfylgjandi er tónlistarmyndband við lagið Að komast burt – The City of Reykjavík, sem er það fyrsta sem heyrist af væntanlegri breiðskífu Tómasar. Atómskáldið Sigfús Daðason (1928-1996) les sjálfur ljóðið sitt en sú upptaka er hluti af safni ljóða hans lesin af Sigfúsi, sem kom út árið 1997. Að sögn Tómasar þá fékk hann leyfi frá eftirlifandi eiginkonu Sigfúsar, Guðnýju Ýr, fyrir því að nota ljóðið og fyrr í vikunni fengu þau sér kaffisopa saman og hlustuðu á lagið. Sagðist hún vera viss um að Sigfús hefði verið ánægður með afraksturinn. Auk þeirra Tómasar og Sigfúsar spilar Magnús Trygvason Eliassen á trommur, Friðjón Jónsson tók upp, Finnur Hákonar hljóðblandaði og hljómjafnaði og myndvinnsla var í höndum Arctic Project.
Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira