Hugsjónir samvinnu- hreyfingarinnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. janúar 2016 09:45 "Það er eðli sagnfræðinnar að fjalla um fortíðina eins og okkur þykir skipta máli fyrir samtímann,“ segir Helgi Skúli. Vísir/Ernir „Það sem ég ætla aðallega að tala um er staða samvinnuhreyfingarinnar meðal fjöldahreyfinga í íslensku þjóðfélagi á 20. öld. Ég velti fyrir mér að hve miklu leyti sú viðurkennda hugsjón að starf hennar væri í þágu heildarinnar og framtíðarinnar, hafi verið mótunarafl hennar,“ segir Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur um fyrirlestur sinn í hádeginu í dag í Þjóðminjasafninu. Er það ekki eðli fjöldahreyfinga að starfa samkvæmt einhverri hugsjón? „Sumar hreyfingar snúast bara um hagsmuni þeirra sem í hlut eiga en oft eru þær samspil hagsmuna og hugsjóna. Samvinnuhreyfingin átti, rétt eins og verkalýðshreyfingin, að gæta ákveðinna hagsmuna. Þó starfaði hún ekki bara til að efla eigin hag heldur vegna sannfæringarinnar um að það væri samfélaginu öllu til góðs. Það er ekki sjálfsagt.“ Ætlar þú líka að fjalla um hnignunarskeið samvinnuhreyfingarinnar og gefa skýringar á því? „Það er eðli sagnfræðinnar að fjalla um fortíðina eins og okkur þykir skipta máli fyrir samtímann. Það sem ég segi um samvinnuhreyfinguna nú geri ég að miklu leyti út frá hnignuninni þó ég dvelji ekki mikið við hana. Ég fjalla meira um fyrri tímabil og hvernig þau voru í sínum samtíma, það hjálpar okkur til að skilja betur hvað gerðist.“ Hvað gerðist? Ein af mörgum samverkandi skýringum á hnignuninni er sú að samvinnuhugsjónin batt hreyfingunni ákveðna bagga sem gerðu henni erfitt fyrir að mæta breyttum aðstæðum. Þar var samhjálparskylda svo erfitt var fyrir hana að takmarka umsvifin og láta þá starfsemi rúlla sem bar sig ekki lengur. Sú skýring tengist mest umræðuefni mínu í dag.“ Með erindi sínu ríður Helgi Skúli á vaðið í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands á vormisseri 2016 sem er helguð félagshreyfingum. Fyrirlestur hans, Samvinnuhreyfing og samvinnuhugsjón, hefst klukkan 12.05 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Helgi Skúli Kjartansson er sagnfræðingur og prófessor við Menntavísindasvið HÍ. Kringum 1980 vann hann að rannsókn á sögu samvinnuhreyfingarinnar á Íslandi og hann er aðalhöfundur ritgerðasafnsins Samvinnuhreyfingin í sögu Íslands sem út kom árið 2003. Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Það sem ég ætla aðallega að tala um er staða samvinnuhreyfingarinnar meðal fjöldahreyfinga í íslensku þjóðfélagi á 20. öld. Ég velti fyrir mér að hve miklu leyti sú viðurkennda hugsjón að starf hennar væri í þágu heildarinnar og framtíðarinnar, hafi verið mótunarafl hennar,“ segir Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur um fyrirlestur sinn í hádeginu í dag í Þjóðminjasafninu. Er það ekki eðli fjöldahreyfinga að starfa samkvæmt einhverri hugsjón? „Sumar hreyfingar snúast bara um hagsmuni þeirra sem í hlut eiga en oft eru þær samspil hagsmuna og hugsjóna. Samvinnuhreyfingin átti, rétt eins og verkalýðshreyfingin, að gæta ákveðinna hagsmuna. Þó starfaði hún ekki bara til að efla eigin hag heldur vegna sannfæringarinnar um að það væri samfélaginu öllu til góðs. Það er ekki sjálfsagt.“ Ætlar þú líka að fjalla um hnignunarskeið samvinnuhreyfingarinnar og gefa skýringar á því? „Það er eðli sagnfræðinnar að fjalla um fortíðina eins og okkur þykir skipta máli fyrir samtímann. Það sem ég segi um samvinnuhreyfinguna nú geri ég að miklu leyti út frá hnignuninni þó ég dvelji ekki mikið við hana. Ég fjalla meira um fyrri tímabil og hvernig þau voru í sínum samtíma, það hjálpar okkur til að skilja betur hvað gerðist.“ Hvað gerðist? Ein af mörgum samverkandi skýringum á hnignuninni er sú að samvinnuhugsjónin batt hreyfingunni ákveðna bagga sem gerðu henni erfitt fyrir að mæta breyttum aðstæðum. Þar var samhjálparskylda svo erfitt var fyrir hana að takmarka umsvifin og láta þá starfsemi rúlla sem bar sig ekki lengur. Sú skýring tengist mest umræðuefni mínu í dag.“ Með erindi sínu ríður Helgi Skúli á vaðið í hádegisfyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands á vormisseri 2016 sem er helguð félagshreyfingum. Fyrirlestur hans, Samvinnuhreyfing og samvinnuhugsjón, hefst klukkan 12.05 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Helgi Skúli Kjartansson er sagnfræðingur og prófessor við Menntavísindasvið HÍ. Kringum 1980 vann hann að rannsókn á sögu samvinnuhreyfingarinnar á Íslandi og hann er aðalhöfundur ritgerðasafnsins Samvinnuhreyfingin í sögu Íslands sem út kom árið 2003.
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira