Er með veitingastað ásamt besta vini Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. janúar 2016 10:15 Ragnheiður Lóa fyrir utan Austurbæjarskóla. Vísir/Stefán Hvað heitir þú fullu nafni og hversu gömul ertu? Ég heiti Ragnheiður Lóa Ólafsdóttir og er 12 ára en verð 13 ára 2. febrúar. Hvar býrðu og í hvaða skóla ertu? Ég bý til skiptis hjá mömmu og pabba, Kristjönu Stefánsdóttur og Ólafi Jens Sigurðssyni, viku hjá hvoru. Mamma býr í Mosfellsbænum og pabbi í Vesturbænum og ég er nemandi í Austurbæjarskóla. Hvað gerir þú yfirleitt eftir skólann? Ég leik oftast við vini mína eð a fer á körfuboltaæfingu, æfi með Val. En stundum fer ég í félagsmiðstöðina í skólanum. Hver eru helstu áhugamálin? Leiklist, körfubolti, tónlist og matreiðsla. Ég og Brynjólfur, besti vinur minn, erum með svona „pop up“ veitingastað sem heitir Le Panns. Ég er líka mjög heppin með foreldra því að ég fór fyrst í leikhús þegar ég var 10 daga gömul, þar sem pabbi var að leikstýra svo var ég mjög oft með honum á leikæfingum og svaf undir leikstjóraborðinu. Svo er mamma tónlistarkona og vinnur í Borgarleikhúsinu og ég hef farið á svo marga tónleika þar sem hún er að syngja að ég er löngu hætt að telja. Hvernig tónlist líkar þér best? Það fer svolítið eftir því í hvernig skapi ég er en ég á mér uppáhalds hljómsveit sem heitir One Direction og ég hlusta mikið á hana og líka bara alls konar tónlist. Áttu þér uppáhaldshlut? Já, körfuboltann minn og nokkrar myndir af mér og besta vini mínum. Ég bjó líka til minningakassa og setti hluti í hann úr gamla skólanum mínum. Hvað gerðir þú í sumarfríinu síðasta sumar? Ég var mikið með vinum mínum og ferðaðist líka mikið um landið með mömmu þar sem hún var við tónleikahöld og ég var rótari.Svo fór ég til Akureyrar til besta vinar míns og var þar lengi, það var mjög gaman. Hefurðu farið til útlanda? Já, ég hef farið einu sinni til Danmerkur og fór þar á geðveika tónleika með One Direction í Parken í Kaupmannahöfn. Hvað langar þig að gera í framtíðinni? Mig langar mest að verða leikkona. Menning Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Hvað heitir þú fullu nafni og hversu gömul ertu? Ég heiti Ragnheiður Lóa Ólafsdóttir og er 12 ára en verð 13 ára 2. febrúar. Hvar býrðu og í hvaða skóla ertu? Ég bý til skiptis hjá mömmu og pabba, Kristjönu Stefánsdóttur og Ólafi Jens Sigurðssyni, viku hjá hvoru. Mamma býr í Mosfellsbænum og pabbi í Vesturbænum og ég er nemandi í Austurbæjarskóla. Hvað gerir þú yfirleitt eftir skólann? Ég leik oftast við vini mína eð a fer á körfuboltaæfingu, æfi með Val. En stundum fer ég í félagsmiðstöðina í skólanum. Hver eru helstu áhugamálin? Leiklist, körfubolti, tónlist og matreiðsla. Ég og Brynjólfur, besti vinur minn, erum með svona „pop up“ veitingastað sem heitir Le Panns. Ég er líka mjög heppin með foreldra því að ég fór fyrst í leikhús þegar ég var 10 daga gömul, þar sem pabbi var að leikstýra svo var ég mjög oft með honum á leikæfingum og svaf undir leikstjóraborðinu. Svo er mamma tónlistarkona og vinnur í Borgarleikhúsinu og ég hef farið á svo marga tónleika þar sem hún er að syngja að ég er löngu hætt að telja. Hvernig tónlist líkar þér best? Það fer svolítið eftir því í hvernig skapi ég er en ég á mér uppáhalds hljómsveit sem heitir One Direction og ég hlusta mikið á hana og líka bara alls konar tónlist. Áttu þér uppáhaldshlut? Já, körfuboltann minn og nokkrar myndir af mér og besta vini mínum. Ég bjó líka til minningakassa og setti hluti í hann úr gamla skólanum mínum. Hvað gerðir þú í sumarfríinu síðasta sumar? Ég var mikið með vinum mínum og ferðaðist líka mikið um landið með mömmu þar sem hún var við tónleikahöld og ég var rótari.Svo fór ég til Akureyrar til besta vinar míns og var þar lengi, það var mjög gaman. Hefurðu farið til útlanda? Já, ég hef farið einu sinni til Danmerkur og fór þar á geðveika tónleika með One Direction í Parken í Kaupmannahöfn. Hvað langar þig að gera í framtíðinni? Mig langar mest að verða leikkona.
Menning Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira