Gætir jafnvægis, þótt sagnfræðin sé honum kær Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2016 11:00 Guðmundur Hálfdanarson lauk doktorsprófi í evrópskri félagssögu frá Cornell-háskóla í Bandaríkjunum árið 1991. Dr. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, tók í upphafi mánaðar við starfi forseta Hugvísindasviðs Háskóla Íslands en forseti Hugvísindasviðs er æðsti yfirmaður og akademískur leiðtogi fræðasviðsins og stjórnar daglegri starfsemi þess. Guðmundur tók við starfinu af Ástráði Eysteinssyni prófessor, sem hefur verið forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands frá upphafi embættisins á haustmisseri árið 2008. Guðmundur segir þó að hann hafi ekki lengi stefnt að embættinu heldur hafi einfaldlega gripið gæsina er hún gafst. „Ég tók nú eiginlega bara þessa ákvörðun þegar forveri minn gaf til kynna að hann hygðist láta af embætti,“ segir hann glaður í bragði og bætir við: „Ég fór nú ekkert að hugsa um þetta fyrr en það var ljóst að staðan myndi losna.“ Guðmundur var skipaður í stöðu Jóns Sigurðssonar, prófessors við Háskóla Íslands árið 2012, og hefur starfað sem lektor, dósent og prófessor í sagnfræði við háskólann og birt mikið af fræðigreinum á alþjóðlegum sem og innlendum vettvangi auk ýmissa ritstarfa. Guðmundur lauk bakkalárprófi í sagn- og fornleifafræði frá Háskóla Íslands árið 1980 og kandídatsprófi í sagnfræði frá háskólanum tveimur árum síðar. Meistaraprófi í sagnfræði lauk hann árið 1985 frá Cornell-háskóla í Bandaríkjunum og doktorsprófi í evrópskri félagssögu frá sama skóla árið 1991. Hann skellir strax upp úr þegar hann er spurður að því hvort hann muni leggja sérstaka áherslu á sagnfræðideildina. „Ég mun gæta jafnvægis, mér er sagnfræðin auðvitað mjög kær en ég mun gæta hagsmuna allra þeirra greina sem falla undir sviðið,“ segir Guðmundur staðfastur og bætir við að sviðið sé mjög breitt og því auðheyrt að spennandi og krefjandi verkefni eru fram undan. Á Hugvísindasviði eru fjórar deildir; deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda, guðfræði- og trúarbragðafræðideild, íslensku- og menningardeild og sagnfræði- og heimspekideild. Menning Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Dr. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, tók í upphafi mánaðar við starfi forseta Hugvísindasviðs Háskóla Íslands en forseti Hugvísindasviðs er æðsti yfirmaður og akademískur leiðtogi fræðasviðsins og stjórnar daglegri starfsemi þess. Guðmundur tók við starfinu af Ástráði Eysteinssyni prófessor, sem hefur verið forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands frá upphafi embættisins á haustmisseri árið 2008. Guðmundur segir þó að hann hafi ekki lengi stefnt að embættinu heldur hafi einfaldlega gripið gæsina er hún gafst. „Ég tók nú eiginlega bara þessa ákvörðun þegar forveri minn gaf til kynna að hann hygðist láta af embætti,“ segir hann glaður í bragði og bætir við: „Ég fór nú ekkert að hugsa um þetta fyrr en það var ljóst að staðan myndi losna.“ Guðmundur var skipaður í stöðu Jóns Sigurðssonar, prófessors við Háskóla Íslands árið 2012, og hefur starfað sem lektor, dósent og prófessor í sagnfræði við háskólann og birt mikið af fræðigreinum á alþjóðlegum sem og innlendum vettvangi auk ýmissa ritstarfa. Guðmundur lauk bakkalárprófi í sagn- og fornleifafræði frá Háskóla Íslands árið 1980 og kandídatsprófi í sagnfræði frá háskólanum tveimur árum síðar. Meistaraprófi í sagnfræði lauk hann árið 1985 frá Cornell-háskóla í Bandaríkjunum og doktorsprófi í evrópskri félagssögu frá sama skóla árið 1991. Hann skellir strax upp úr þegar hann er spurður að því hvort hann muni leggja sérstaka áherslu á sagnfræðideildina. „Ég mun gæta jafnvægis, mér er sagnfræðin auðvitað mjög kær en ég mun gæta hagsmuna allra þeirra greina sem falla undir sviðið,“ segir Guðmundur staðfastur og bætir við að sviðið sé mjög breitt og því auðheyrt að spennandi og krefjandi verkefni eru fram undan. Á Hugvísindasviði eru fjórar deildir; deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda, guðfræði- og trúarbragðafræðideild, íslensku- og menningardeild og sagnfræði- og heimspekideild.
Menning Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira