Baddi er efnilegur en glímir við Bakkus Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 13. janúar 2016 09:30 Þórir Sæmundsson er spenntur fyrir að takast á við hlutverk Badda. Vísir/GVA Þessi saga er algjör gimsteinn,“ segir Þórir Sæmundsson um Djöflaeyjuna sem sett verður upp sem söngleikur í Þjóðleikhúsinu í mars. Þórir fer þar með hlutverk hins goðsagnakennda Badda sem margir muna eftir úr mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar þar sem Baltasar Kormákur lék Badda. Nú leikstýrir Baltasar hins vegar verkinu ásamt Atla Rafni Sigurðssyni.„Þetta leggst rosalega vel í mig, Æfingar byrja núna 25. janúar. Sýningin er vel mönnuð og mjög spennandi vinna fram undan. Ég leik Badda eða Bjarna Heinrich Kreuzhage. Hann er efnilegur maður sem glímir við algengan sjúkdóm, alkóhólisma. Hann er töffari, brotinn og þjáður einstaklingur,“ segir Þórir spenntur fyrir komandi verkefni. Þórir hefur starfað hjá Þjóðleikhúsinu undanfarin ár og hefur farið þar með fjöldann allan af hlutverkum; meðal annars í Sjálfstæðu fólki, Ævintýrum í Latabæ, Karitas, Oliver, Brennuvörgunum, Norway Today, Skilaboðaskjóðunni og Kardemommubænum svo að eitthvað sé nefnt. „Það er þakklátt starf að fá að gleðja 500 manns og senda alla brosandi heim, fá að skellihlæja með æðislegum kollegum baksviðs og fá að stunda almennilega líkamsrækt á meðan.“ Þórir leikur núna Hróa hött í sýningunni Í hjarta Hróa hattar og hefur gaman af. „Það er virkilega gaman, sérstaklega þar sem sýningin er mjög vinsæl og skemmtileg. Nokkrar vinabeiðnir og „poke“ hafa komið á mitt borð upp á síðkastið,“ segir Þórir aðspurður hvort hann hafi fengið aukna athygli eftir að hafa brugðið sér í hlutverk Hróa hattar.Verður góð leikhúsupplifunDjöflaeyjan er nýr söngleikur, byggður á metsölubókum Einars Kárasonar. Verkið fjallar um drauma, sorgir og sigra fjölskyldu Karólínu spákonu, og mannlífið í braggahverfum Reykjavíkur á eftirstríðsárunum. „Sem stendur er þetta verk í vinnslu en kemur til með að vera góð leikhúsupplifun, með mikilli tónlist. Þeir sem koma til með að stjórna tónlistinni eru meðal annars Sigurður Guðmundsson, Guðmundur Kristinn Jónsson og Guðmundur Óskar Guðmundsson,“ segir Atli Rafn Sigurðsson leikstjóri spurður um hvernig þeir komi til með að setja Djöflaeyjuna upp sem söngleik. Menning Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Þessi saga er algjör gimsteinn,“ segir Þórir Sæmundsson um Djöflaeyjuna sem sett verður upp sem söngleikur í Þjóðleikhúsinu í mars. Þórir fer þar með hlutverk hins goðsagnakennda Badda sem margir muna eftir úr mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar þar sem Baltasar Kormákur lék Badda. Nú leikstýrir Baltasar hins vegar verkinu ásamt Atla Rafni Sigurðssyni.„Þetta leggst rosalega vel í mig, Æfingar byrja núna 25. janúar. Sýningin er vel mönnuð og mjög spennandi vinna fram undan. Ég leik Badda eða Bjarna Heinrich Kreuzhage. Hann er efnilegur maður sem glímir við algengan sjúkdóm, alkóhólisma. Hann er töffari, brotinn og þjáður einstaklingur,“ segir Þórir spenntur fyrir komandi verkefni. Þórir hefur starfað hjá Þjóðleikhúsinu undanfarin ár og hefur farið þar með fjöldann allan af hlutverkum; meðal annars í Sjálfstæðu fólki, Ævintýrum í Latabæ, Karitas, Oliver, Brennuvörgunum, Norway Today, Skilaboðaskjóðunni og Kardemommubænum svo að eitthvað sé nefnt. „Það er þakklátt starf að fá að gleðja 500 manns og senda alla brosandi heim, fá að skellihlæja með æðislegum kollegum baksviðs og fá að stunda almennilega líkamsrækt á meðan.“ Þórir leikur núna Hróa hött í sýningunni Í hjarta Hróa hattar og hefur gaman af. „Það er virkilega gaman, sérstaklega þar sem sýningin er mjög vinsæl og skemmtileg. Nokkrar vinabeiðnir og „poke“ hafa komið á mitt borð upp á síðkastið,“ segir Þórir aðspurður hvort hann hafi fengið aukna athygli eftir að hafa brugðið sér í hlutverk Hróa hattar.Verður góð leikhúsupplifunDjöflaeyjan er nýr söngleikur, byggður á metsölubókum Einars Kárasonar. Verkið fjallar um drauma, sorgir og sigra fjölskyldu Karólínu spákonu, og mannlífið í braggahverfum Reykjavíkur á eftirstríðsárunum. „Sem stendur er þetta verk í vinnslu en kemur til með að vera góð leikhúsupplifun, með mikilli tónlist. Þeir sem koma til með að stjórna tónlistinni eru meðal annars Sigurður Guðmundsson, Guðmundur Kristinn Jónsson og Guðmundur Óskar Guðmundsson,“ segir Atli Rafn Sigurðsson leikstjóri spurður um hvernig þeir komi til með að setja Djöflaeyjuna upp sem söngleik.
Menning Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira