Baddi er efnilegur en glímir við Bakkus Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 13. janúar 2016 09:30 Þórir Sæmundsson er spenntur fyrir að takast á við hlutverk Badda. Vísir/GVA Þessi saga er algjör gimsteinn,“ segir Þórir Sæmundsson um Djöflaeyjuna sem sett verður upp sem söngleikur í Þjóðleikhúsinu í mars. Þórir fer þar með hlutverk hins goðsagnakennda Badda sem margir muna eftir úr mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar þar sem Baltasar Kormákur lék Badda. Nú leikstýrir Baltasar hins vegar verkinu ásamt Atla Rafni Sigurðssyni.„Þetta leggst rosalega vel í mig, Æfingar byrja núna 25. janúar. Sýningin er vel mönnuð og mjög spennandi vinna fram undan. Ég leik Badda eða Bjarna Heinrich Kreuzhage. Hann er efnilegur maður sem glímir við algengan sjúkdóm, alkóhólisma. Hann er töffari, brotinn og þjáður einstaklingur,“ segir Þórir spenntur fyrir komandi verkefni. Þórir hefur starfað hjá Þjóðleikhúsinu undanfarin ár og hefur farið þar með fjöldann allan af hlutverkum; meðal annars í Sjálfstæðu fólki, Ævintýrum í Latabæ, Karitas, Oliver, Brennuvörgunum, Norway Today, Skilaboðaskjóðunni og Kardemommubænum svo að eitthvað sé nefnt. „Það er þakklátt starf að fá að gleðja 500 manns og senda alla brosandi heim, fá að skellihlæja með æðislegum kollegum baksviðs og fá að stunda almennilega líkamsrækt á meðan.“ Þórir leikur núna Hróa hött í sýningunni Í hjarta Hróa hattar og hefur gaman af. „Það er virkilega gaman, sérstaklega þar sem sýningin er mjög vinsæl og skemmtileg. Nokkrar vinabeiðnir og „poke“ hafa komið á mitt borð upp á síðkastið,“ segir Þórir aðspurður hvort hann hafi fengið aukna athygli eftir að hafa brugðið sér í hlutverk Hróa hattar.Verður góð leikhúsupplifunDjöflaeyjan er nýr söngleikur, byggður á metsölubókum Einars Kárasonar. Verkið fjallar um drauma, sorgir og sigra fjölskyldu Karólínu spákonu, og mannlífið í braggahverfum Reykjavíkur á eftirstríðsárunum. „Sem stendur er þetta verk í vinnslu en kemur til með að vera góð leikhúsupplifun, með mikilli tónlist. Þeir sem koma til með að stjórna tónlistinni eru meðal annars Sigurður Guðmundsson, Guðmundur Kristinn Jónsson og Guðmundur Óskar Guðmundsson,“ segir Atli Rafn Sigurðsson leikstjóri spurður um hvernig þeir komi til með að setja Djöflaeyjuna upp sem söngleik. Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Þessi saga er algjör gimsteinn,“ segir Þórir Sæmundsson um Djöflaeyjuna sem sett verður upp sem söngleikur í Þjóðleikhúsinu í mars. Þórir fer þar með hlutverk hins goðsagnakennda Badda sem margir muna eftir úr mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar þar sem Baltasar Kormákur lék Badda. Nú leikstýrir Baltasar hins vegar verkinu ásamt Atla Rafni Sigurðssyni.„Þetta leggst rosalega vel í mig, Æfingar byrja núna 25. janúar. Sýningin er vel mönnuð og mjög spennandi vinna fram undan. Ég leik Badda eða Bjarna Heinrich Kreuzhage. Hann er efnilegur maður sem glímir við algengan sjúkdóm, alkóhólisma. Hann er töffari, brotinn og þjáður einstaklingur,“ segir Þórir spenntur fyrir komandi verkefni. Þórir hefur starfað hjá Þjóðleikhúsinu undanfarin ár og hefur farið þar með fjöldann allan af hlutverkum; meðal annars í Sjálfstæðu fólki, Ævintýrum í Latabæ, Karitas, Oliver, Brennuvörgunum, Norway Today, Skilaboðaskjóðunni og Kardemommubænum svo að eitthvað sé nefnt. „Það er þakklátt starf að fá að gleðja 500 manns og senda alla brosandi heim, fá að skellihlæja með æðislegum kollegum baksviðs og fá að stunda almennilega líkamsrækt á meðan.“ Þórir leikur núna Hróa hött í sýningunni Í hjarta Hróa hattar og hefur gaman af. „Það er virkilega gaman, sérstaklega þar sem sýningin er mjög vinsæl og skemmtileg. Nokkrar vinabeiðnir og „poke“ hafa komið á mitt borð upp á síðkastið,“ segir Þórir aðspurður hvort hann hafi fengið aukna athygli eftir að hafa brugðið sér í hlutverk Hróa hattar.Verður góð leikhúsupplifunDjöflaeyjan er nýr söngleikur, byggður á metsölubókum Einars Kárasonar. Verkið fjallar um drauma, sorgir og sigra fjölskyldu Karólínu spákonu, og mannlífið í braggahverfum Reykjavíkur á eftirstríðsárunum. „Sem stendur er þetta verk í vinnslu en kemur til með að vera góð leikhúsupplifun, með mikilli tónlist. Þeir sem koma til með að stjórna tónlistinni eru meðal annars Sigurður Guðmundsson, Guðmundur Kristinn Jónsson og Guðmundur Óskar Guðmundsson,“ segir Atli Rafn Sigurðsson leikstjóri spurður um hvernig þeir komi til með að setja Djöflaeyjuna upp sem söngleik.
Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira