Fær nýr jeppi Skoda nafnið Kodiak? Finnur Thorlacius skrifar 12. janúar 2016 12:15 Svona gæti nýi jeppi Skoda litið út. Skoda ætlar að kynna nýjan 7 sæta jeppa á bílasýningunni í París í október á næsta ári en hann hefur verið í þróun í langan tíma. Þýskir fjölmiðlar greina frá því að Skoda ætli að kalla þennan bíl Kodiak, en það er nafnið á einni undirtegund skógarbjarna. Jeppinn mun fá sama undirvagn og er undir nýrri kynslóð Tiguan jepplings Volkswagen, en hann er af MQB gerð og má því stækka og minnka af vild, eftir því hvaða bíll á í hlut. Hann á að verða 4,75 metra langur og fást bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi. Hann verður kominn á markað áður en næsta ár verður liðið og kosta í sinni ódýrustu gerð um 24.000 evrur, eða 3,4 milljónir króna í Þýskalandi. Hann verður smíðaður í Kvasiny verksmiðju Skoda í Tékklandi og verður hægt að fá í bæði 5 og 7 sæta útfærslu. Þetta verður jafnframt fyrsti jeppi Skoda frá upphafi. Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent
Skoda ætlar að kynna nýjan 7 sæta jeppa á bílasýningunni í París í október á næsta ári en hann hefur verið í þróun í langan tíma. Þýskir fjölmiðlar greina frá því að Skoda ætli að kalla þennan bíl Kodiak, en það er nafnið á einni undirtegund skógarbjarna. Jeppinn mun fá sama undirvagn og er undir nýrri kynslóð Tiguan jepplings Volkswagen, en hann er af MQB gerð og má því stækka og minnka af vild, eftir því hvaða bíll á í hlut. Hann á að verða 4,75 metra langur og fást bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi. Hann verður kominn á markað áður en næsta ár verður liðið og kosta í sinni ódýrustu gerð um 24.000 evrur, eða 3,4 milljónir króna í Þýskalandi. Hann verður smíðaður í Kvasiny verksmiðju Skoda í Tékklandi og verður hægt að fá í bæði 5 og 7 sæta útfærslu. Þetta verður jafnframt fyrsti jeppi Skoda frá upphafi.
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent