Efla hreysti, þrek og þor og njóta samveru Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. janúar 2016 10:45 „Þetta eru göngur á færi flestra,“ segir Auður Elva um verkefnið Fyrstu skrefin sem hún leiðir ásamt tveimur herramönnum. Vísir/Ernir „Fyrstu skrefin er skemmtilegt verkefni,“ segir Auður Elva Kjartansdóttir um léttar fjallgöngur á vegum Ferðafélags Íslands sem eru farnar á sunnudagsmorgnum á suðvesturhorninu frá janúar fram í maí. Hún er meðal þriggja umsjónarmanna þessa verkefnis. Hinir eru Reynir Traustason og Ólafur Sveinsson. „En er ekki stórhættulegt að ganga á fjöll í hálku og snjó eins og einkennir oft janúarmánuð?“ spyr lífhræddur blaðamaðurinn. „Nei, þetta eru göngur á færi flestra, fólk þarf bara að verða sér úti um hálkubrodda til að fóta sig. Þetta eru engar svaðilfarir en samt góðar til að efla hreysti, þrek og þor og njóta samveru í náttúrunni,“ fullyrðir Auður Elva sem fór sína fyrstu ferð sem fararstjóri hjá Ferðafélaginu átján ára gömul og hefur, að eigin sögn, stundað fjallgöngur nánast allt sitt líf. Fyrstu skrefin í verkefninu á þessu ári voru farin í fyrradag í blíðskaparveðri. Þá gengu 48 manns óhefðbundna leið upp á Helgafell í Mosfellsbæ, að sögn Auðar Elvu. „Það er gaman að fylgjast með fólki sem er óvant fjallgöngum á þessum árstíma prófa þær í fyrsta sinn og upplifa vetrarbirtuna,“ segir hún og tekur fram að fólk geti skráð sig út þennan mánuð, síðan haldi það hópinn. „Þá fer fólk að þekkjast innbyrðis. Það er ávinningurinn af því að ganga með öðrum.“ Auður Elva vinnur á snjóflóðavakt Veðurstofunnar og er því þaulvön að lesa í allar spár. Hún segir ferðaáætlun vetrarins hugsaða út frá íslenskri veðráttu og ef spáin sé afleit fyrir sunnudaga sé ferðum flýtt um einn dag. „Við förum ekki út í neina vitleysu en langoftast hefur allt gengið upp og allir verið sáttir og glaðir. Partur af prógramminu er að venjast því að vera úti að vetri til. Margir eiga erfitt með að trúa því að það sé skemmtilegt að fara út fyrir hússins dyr í janúar og febrúar. En ég get fullyrt að bjartsýnin eykst og orkustigið hækkar við að vera úti í náttúrunni á vetrarmorgnum.“ Heilsa Mest lesið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið
„Fyrstu skrefin er skemmtilegt verkefni,“ segir Auður Elva Kjartansdóttir um léttar fjallgöngur á vegum Ferðafélags Íslands sem eru farnar á sunnudagsmorgnum á suðvesturhorninu frá janúar fram í maí. Hún er meðal þriggja umsjónarmanna þessa verkefnis. Hinir eru Reynir Traustason og Ólafur Sveinsson. „En er ekki stórhættulegt að ganga á fjöll í hálku og snjó eins og einkennir oft janúarmánuð?“ spyr lífhræddur blaðamaðurinn. „Nei, þetta eru göngur á færi flestra, fólk þarf bara að verða sér úti um hálkubrodda til að fóta sig. Þetta eru engar svaðilfarir en samt góðar til að efla hreysti, þrek og þor og njóta samveru í náttúrunni,“ fullyrðir Auður Elva sem fór sína fyrstu ferð sem fararstjóri hjá Ferðafélaginu átján ára gömul og hefur, að eigin sögn, stundað fjallgöngur nánast allt sitt líf. Fyrstu skrefin í verkefninu á þessu ári voru farin í fyrradag í blíðskaparveðri. Þá gengu 48 manns óhefðbundna leið upp á Helgafell í Mosfellsbæ, að sögn Auðar Elvu. „Það er gaman að fylgjast með fólki sem er óvant fjallgöngum á þessum árstíma prófa þær í fyrsta sinn og upplifa vetrarbirtuna,“ segir hún og tekur fram að fólk geti skráð sig út þennan mánuð, síðan haldi það hópinn. „Þá fer fólk að þekkjast innbyrðis. Það er ávinningurinn af því að ganga með öðrum.“ Auður Elva vinnur á snjóflóðavakt Veðurstofunnar og er því þaulvön að lesa í allar spár. Hún segir ferðaáætlun vetrarins hugsaða út frá íslenskri veðráttu og ef spáin sé afleit fyrir sunnudaga sé ferðum flýtt um einn dag. „Við förum ekki út í neina vitleysu en langoftast hefur allt gengið upp og allir verið sáttir og glaðir. Partur af prógramminu er að venjast því að vera úti að vetri til. Margir eiga erfitt með að trúa því að það sé skemmtilegt að fara út fyrir hússins dyr í janúar og febrúar. En ég get fullyrt að bjartsýnin eykst og orkustigið hækkar við að vera úti í náttúrunni á vetrarmorgnum.“
Heilsa Mest lesið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið