Rotin epli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2016 07:00 Eins og öllum ætti að vera orðið ljóst þá virðist áratugum saman hafa verið spilling innan fíkniefnadeildar lögreglu. Ætti það ekki að koma neinum á óvart. Alls staðar má finna rotin epli, sem í þessu tilfelli láta heila deild þar sem flestir sinna starfi sínu af heilindum þrátt fyrir freistingar og lág laun, líta illa út. Afbrotafræðingur sagði á dögunum að blað yrði brotið í Íslandssögunni kæmi upp á yfirborðið mál þar sem lögreglumanni hefði verið mútað. Forsendurnar eru hins vegar hlægilegar. Áratugum saman hafa lögreglumenn starfað án því sem næst nokkurs eftirlits með störfum þeirra. Er því nema furða að ekki komi upp slík mál. Á sama hátt væri eflaust lítið (lesist ekkert) um handtökur og dóma hér á landi yfirleitt ef enginn væri til að fylgjast með því hvort hinn almenni borgari gerðist brotlegur við lög. En enginn fylgist með lögreglu. Fyrir um tveimur til þremur áratugum voru uppi alvarlegar ásakanir á hendur yfirmönnum fíkniefnadeildar vegna óeðlilegra samskipta þeirra við Franklín Steiner. Öllum var ljóst að þar fór aðili sem hafði tögl og hagldir í lengri tíma þegar kom að sölu á fíkniefnum. Hjálpaði þar til samkomulag við yfirmenn þar sem hann benti á samkeppnisaðila en fékk frið á móti. Eftir gagnrýna fjölmiðlaumfjöllun varð annað en ómögulegt að samskiptin yrðu rannsökuð. Mikil þöggun var í kringum rannsóknina og reyndust ekki næg sönnunargögn til að ákæra. Er nema furða, ekkert eftirlit hafði verið með því sem fram fór þann áratug sem til rannsóknar var. Tuttugu árum síðar eru gagnrýnisraddir enn háværar þegar kemur að fíkniefnadeildinni. En í ljósi þess að enn fylgist enginn með því sem fram fer má telja ólíklegt að sönnunargögn finnist nú frekar en þá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun
Eins og öllum ætti að vera orðið ljóst þá virðist áratugum saman hafa verið spilling innan fíkniefnadeildar lögreglu. Ætti það ekki að koma neinum á óvart. Alls staðar má finna rotin epli, sem í þessu tilfelli láta heila deild þar sem flestir sinna starfi sínu af heilindum þrátt fyrir freistingar og lág laun, líta illa út. Afbrotafræðingur sagði á dögunum að blað yrði brotið í Íslandssögunni kæmi upp á yfirborðið mál þar sem lögreglumanni hefði verið mútað. Forsendurnar eru hins vegar hlægilegar. Áratugum saman hafa lögreglumenn starfað án því sem næst nokkurs eftirlits með störfum þeirra. Er því nema furða að ekki komi upp slík mál. Á sama hátt væri eflaust lítið (lesist ekkert) um handtökur og dóma hér á landi yfirleitt ef enginn væri til að fylgjast með því hvort hinn almenni borgari gerðist brotlegur við lög. En enginn fylgist með lögreglu. Fyrir um tveimur til þremur áratugum voru uppi alvarlegar ásakanir á hendur yfirmönnum fíkniefnadeildar vegna óeðlilegra samskipta þeirra við Franklín Steiner. Öllum var ljóst að þar fór aðili sem hafði tögl og hagldir í lengri tíma þegar kom að sölu á fíkniefnum. Hjálpaði þar til samkomulag við yfirmenn þar sem hann benti á samkeppnisaðila en fékk frið á móti. Eftir gagnrýna fjölmiðlaumfjöllun varð annað en ómögulegt að samskiptin yrðu rannsökuð. Mikil þöggun var í kringum rannsóknina og reyndust ekki næg sönnunargögn til að ákæra. Er nema furða, ekkert eftirlit hafði verið með því sem fram fór þann áratug sem til rannsóknar var. Tuttugu árum síðar eru gagnrýnisraddir enn háværar þegar kemur að fíkniefnadeildinni. En í ljósi þess að enn fylgist enginn með því sem fram fer má telja ólíklegt að sönnunargögn finnist nú frekar en þá.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun