Enn tapar GM í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 11. janúar 2016 16:29 Opel Astra verðlaunuð. Þrátt fyrir að General Motors hafi skilað góðum hagnaði á heimsvísu á síðustu árum hefur ávallt verið tap af rekstrinum í Evrópu og það breyttist ekki á árinu sem var að líða. GM stefnir þó að því að skila hagnaði á rekstri sínum í Evrópu í ár, í fyrsta sinn frá árinu 1999. Starfsemi General Motors í Evrópu samanstendur að mestu í sölu Opel og Vauxhall bíla og þar gengur nú betur og betur þrátt fyrir að Opel hafi hætt sölu í Rússlandi í kjölfar efnahagserfiðleika. GM hætti reyndar einnig sölu á Chevrolet bílum í Rússlandi og lokaði verksmiðju sinni í Pétursborg í fyrra. Tekist hefur að skera verulega niður kostnað og sala Opel og Vauxhall bíla gekk vel á nýliðnu ári í álfunni. Hagnaður af hverjum seldum bíl hefur líka hækkað. General Motors tapaði 200 milljón dollurum í þriðja ársfjórðungi í fyrra í Evrópu og minnkaði tapið um helming frá fyrra ári, en reksturinn var rétt um núllið á öðrum ársfjórðungi. Sala Opel og Vauxhall bíla jókst um 3,3% í fyrra, aðeins meira en markaðurinn í heild í Evrópu og var heildarsalan 1,1 milljón bílar. Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent
Þrátt fyrir að General Motors hafi skilað góðum hagnaði á heimsvísu á síðustu árum hefur ávallt verið tap af rekstrinum í Evrópu og það breyttist ekki á árinu sem var að líða. GM stefnir þó að því að skila hagnaði á rekstri sínum í Evrópu í ár, í fyrsta sinn frá árinu 1999. Starfsemi General Motors í Evrópu samanstendur að mestu í sölu Opel og Vauxhall bíla og þar gengur nú betur og betur þrátt fyrir að Opel hafi hætt sölu í Rússlandi í kjölfar efnahagserfiðleika. GM hætti reyndar einnig sölu á Chevrolet bílum í Rússlandi og lokaði verksmiðju sinni í Pétursborg í fyrra. Tekist hefur að skera verulega niður kostnað og sala Opel og Vauxhall bíla gekk vel á nýliðnu ári í álfunni. Hagnaður af hverjum seldum bíl hefur líka hækkað. General Motors tapaði 200 milljón dollurum í þriðja ársfjórðungi í fyrra í Evrópu og minnkaði tapið um helming frá fyrra ári, en reksturinn var rétt um núllið á öðrum ársfjórðungi. Sala Opel og Vauxhall bíla jókst um 3,3% í fyrra, aðeins meira en markaðurinn í heild í Evrópu og var heildarsalan 1,1 milljón bílar.
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent