E-Golf með 30% aukið drægi Finnur Thorlacius skrifar 11. janúar 2016 13:47 Volkswagen e-Golf. Sífellt verða rafhlöðurnar í rafmagnsbílum betri og tryggja meira drægi þeirra og með hverri nýrri kynslóð komast þeir lengra á rafmagninu. Volkswagen er nú að kynna langdrægari gerð e-Golf sem komast mun 175 kílómetra á fullri hleðslu, en núverandi gerð hans kemst 135 kílómetra. Volkswagen þurfti ekki að stækka rýmið fyrir rafhlöðurnar í bílnum, þær eru jafn stórar, en bara öflugri. Volkswagen kynnti þessa langdrægari gerð e-Golf á raftækjasýningunni Consumer Electronics Show í Bandaríkjunum fyrir stuttu og eru þessar nýju rafhlöður bílsins nú með 37 amperklukkutíma í stað 28. Með þessar auknu drægni er e-Golf nú með sama drægi og nýjasta gerð Nissan Leaf og keppa þessir tveir bílar hatrammlega um viðskiptavinina og má vart á milli sjá hver þeirra er vinsælli. Örlítið fleiri e-Golf seldust hér á landi í fyrra en Nissan Leaf. Mun fleiri Nissan Leaf bílar eru hinsvegar á götunum hérlendis en e-Golf þar sem Leaf hefur verið lengur í sölu. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent
Sífellt verða rafhlöðurnar í rafmagnsbílum betri og tryggja meira drægi þeirra og með hverri nýrri kynslóð komast þeir lengra á rafmagninu. Volkswagen er nú að kynna langdrægari gerð e-Golf sem komast mun 175 kílómetra á fullri hleðslu, en núverandi gerð hans kemst 135 kílómetra. Volkswagen þurfti ekki að stækka rýmið fyrir rafhlöðurnar í bílnum, þær eru jafn stórar, en bara öflugri. Volkswagen kynnti þessa langdrægari gerð e-Golf á raftækjasýningunni Consumer Electronics Show í Bandaríkjunum fyrir stuttu og eru þessar nýju rafhlöður bílsins nú með 37 amperklukkutíma í stað 28. Með þessar auknu drægni er e-Golf nú með sama drægi og nýjasta gerð Nissan Leaf og keppa þessir tveir bílar hatrammlega um viðskiptavinina og má vart á milli sjá hver þeirra er vinsælli. Örlítið fleiri e-Golf seldust hér á landi í fyrra en Nissan Leaf. Mun fleiri Nissan Leaf bílar eru hinsvegar á götunum hérlendis en e-Golf þar sem Leaf hefur verið lengur í sölu.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent