David Bowie látinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. janúar 2016 07:13 David Bowie vísir/getty Söngvarinn David Bowie er látinn eftir baráttu við krabbamein. Hann var 69 ára að aldri. Þetta staðfestir talsmaður hans í samtali við fjölmiðilinn The Hollywood Reporter. „David Bowie lést í dag umvafinn fjölskyldumeðlimum sínum eftir 18 mánaða hetjulega baráttu við krabbamein. Meðan margir munu deila sorg þeirra biðjum við ykkur að virða það að gefa fjölskyldunni næði á þessum sorgartímum,“ segir í yfirlýsingu á helstu samfélagsmiðlareikningnum stjörnunnar. David Bowie er talinn vera einn áhrifamesti tónlistarmaður allra tíma en ferill hans spannaði rúmlega 40 ár. Bowie skaust upp á stjörnuhiminninn árið 1972 með plötu sinni The Rise and fall of Ziggy Stardust and the Spiders from Mars. Bowie kom til Íslands árið 1996 og lék á Listahátíð í Reykjavík fyrir fullri Laugardalshöll.Sjá einnig: Þegar Bowie kom til landsins: „Allt við Ísland er draumi líkast“Frá tónleikum kappans í LaugardalshöllMeðal þekktustu laga kappans eru lögin Let‘s Dance sem kom út árið 1983 og er það jafnframt eina lag kappans sem náði á topp bandaríska vinsældalistans. Önnur lög eru Space Oddity, Heroes, Changes, Under Pressure, China Girl, Modern Love, Rebel Rebel, All the Young Dudes, Panic in Detroit, Fashion, Life on Mars og Suffragette Ciy. Bowie átti afmæli síðastliðinn föstudag og af því tilefni gaf hann út plötuna Blackstar sem beðið hafði verið með mikilli eftirvæntingu.Hér að neðan má hlýða á lag hans Space Oddity þar sem hann söng um ævintýri Major Tom.Hér að neðan má svo hlusta á mörg af bestu lögum Bowie. Tónlist Tengdar fréttir Þau kvöddu á árinu 2015 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug. 17. desember 2015 14:45 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Söngvarinn David Bowie er látinn eftir baráttu við krabbamein. Hann var 69 ára að aldri. Þetta staðfestir talsmaður hans í samtali við fjölmiðilinn The Hollywood Reporter. „David Bowie lést í dag umvafinn fjölskyldumeðlimum sínum eftir 18 mánaða hetjulega baráttu við krabbamein. Meðan margir munu deila sorg þeirra biðjum við ykkur að virða það að gefa fjölskyldunni næði á þessum sorgartímum,“ segir í yfirlýsingu á helstu samfélagsmiðlareikningnum stjörnunnar. David Bowie er talinn vera einn áhrifamesti tónlistarmaður allra tíma en ferill hans spannaði rúmlega 40 ár. Bowie skaust upp á stjörnuhiminninn árið 1972 með plötu sinni The Rise and fall of Ziggy Stardust and the Spiders from Mars. Bowie kom til Íslands árið 1996 og lék á Listahátíð í Reykjavík fyrir fullri Laugardalshöll.Sjá einnig: Þegar Bowie kom til landsins: „Allt við Ísland er draumi líkast“Frá tónleikum kappans í LaugardalshöllMeðal þekktustu laga kappans eru lögin Let‘s Dance sem kom út árið 1983 og er það jafnframt eina lag kappans sem náði á topp bandaríska vinsældalistans. Önnur lög eru Space Oddity, Heroes, Changes, Under Pressure, China Girl, Modern Love, Rebel Rebel, All the Young Dudes, Panic in Detroit, Fashion, Life on Mars og Suffragette Ciy. Bowie átti afmæli síðastliðinn föstudag og af því tilefni gaf hann út plötuna Blackstar sem beðið hafði verið með mikilli eftirvæntingu.Hér að neðan má hlýða á lag hans Space Oddity þar sem hann söng um ævintýri Major Tom.Hér að neðan má svo hlusta á mörg af bestu lögum Bowie.
Tónlist Tengdar fréttir Þau kvöddu á árinu 2015 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug. 17. desember 2015 14:45 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Þau kvöddu á árinu 2015 Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug. 17. desember 2015 14:45