Ragga Eiríks á leið í magabandsaðgerð: Snýst ekki um útlitið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. janúar 2016 20:17 Hjúkrunarfræðingurinn og blaðamaðurinn Ragnheiður Eiríksdóttir er á leið í magabandsaðgerð og ætlar hún að leyfa áhorfendum Íslands í dag að fylgjast með ferlinu. Magabandsaðgerðir njóta sífellt meiri vinsælda hér á landi en um 500 Íslendingar ganga nú um með sílíkon-hring utan um efsta hluta magans til þess að draga úr matarlyst. „Ég er meistari blekkinganna, ég er svakalega þung en ég er mjög flink í að fela það,“ segir Ragnheiður þegar blaðamaður spyr hana afhverju hún sé á leið í slíka aðgerð, hún líti bara vel út.Auðun Svavar Sigurðsson skurðlæknir lýsir því hvernig hann mun setja magaband utan um efri hluta maga Ragnheiðar.Vonast til þess að missa 20-30 kíló Ragnheiður segist ekki vera að sækjast eftir breyttu og betra útliti, þó það verði skemmtilegur fylgifiskur aðgerðarinnar, enda þyki henni vænt um líkaman sinn eins og hann er. Hún sé fyrst og fremst að hugsa um heilsufarslegu hliðina. „Málið er það að þegar fólk er svona þungt og svona mikil fita er í kringum líffæri þá er það ekki spurning hvort heldur hvenær þú færð allskonar sjúkdóma og fylgikvilla,“ segir Ragnheiður og nefnir til sögunnar háþrýsting, slitgigt, ýmsar tegundir krabbameins og sykursýki. Það er skurðlæknirinn Auðunn Svavar Sigurðsson sem kemur til með að gera aðgerðina. Hann bjó og starfaði í Bretlandi um áraraðir en byrjaði fyrir um tveimur árum að framkvæma magabandsaðgerðir hér á landi en í innslaginu sem sjá má hér fyrir ofan útskýrir Auðunn hvernig aðgerðin fer fram og hvað sé gert. Ragnheiður er búinn að reyna ýmislegt til þess að létta sig en segist vera stopp í 115 kílóum. Vonast hún til þess að með magabandsaðgerðinni takist henni að losna við um 20-30 kíló. Hún ætlar að leyfa áhorfendum að fylgjast með ferlinu og vonar að það geti orðið einhverjum til innblásturs eða vakið upp umræðu um heisufarsleg áhrif offitu, frekar en útlitsleg áhrif. Ísland í dag Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira
Hjúkrunarfræðingurinn og blaðamaðurinn Ragnheiður Eiríksdóttir er á leið í magabandsaðgerð og ætlar hún að leyfa áhorfendum Íslands í dag að fylgjast með ferlinu. Magabandsaðgerðir njóta sífellt meiri vinsælda hér á landi en um 500 Íslendingar ganga nú um með sílíkon-hring utan um efsta hluta magans til þess að draga úr matarlyst. „Ég er meistari blekkinganna, ég er svakalega þung en ég er mjög flink í að fela það,“ segir Ragnheiður þegar blaðamaður spyr hana afhverju hún sé á leið í slíka aðgerð, hún líti bara vel út.Auðun Svavar Sigurðsson skurðlæknir lýsir því hvernig hann mun setja magaband utan um efri hluta maga Ragnheiðar.Vonast til þess að missa 20-30 kíló Ragnheiður segist ekki vera að sækjast eftir breyttu og betra útliti, þó það verði skemmtilegur fylgifiskur aðgerðarinnar, enda þyki henni vænt um líkaman sinn eins og hann er. Hún sé fyrst og fremst að hugsa um heilsufarslegu hliðina. „Málið er það að þegar fólk er svona þungt og svona mikil fita er í kringum líffæri þá er það ekki spurning hvort heldur hvenær þú færð allskonar sjúkdóma og fylgikvilla,“ segir Ragnheiður og nefnir til sögunnar háþrýsting, slitgigt, ýmsar tegundir krabbameins og sykursýki. Það er skurðlæknirinn Auðunn Svavar Sigurðsson sem kemur til með að gera aðgerðina. Hann bjó og starfaði í Bretlandi um áraraðir en byrjaði fyrir um tveimur árum að framkvæma magabandsaðgerðir hér á landi en í innslaginu sem sjá má hér fyrir ofan útskýrir Auðunn hvernig aðgerðin fer fram og hvað sé gert. Ragnheiður er búinn að reyna ýmislegt til þess að létta sig en segist vera stopp í 115 kílóum. Vonast hún til þess að með magabandsaðgerðinni takist henni að losna við um 20-30 kíló. Hún ætlar að leyfa áhorfendum að fylgjast með ferlinu og vonar að það geti orðið einhverjum til innblásturs eða vakið upp umræðu um heisufarsleg áhrif offitu, frekar en útlitsleg áhrif.
Ísland í dag Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira