Íslensk gestrisni Jón Gnarr skrifar 28. janúar 2016 07:00 Allt gott sem hefur komið til Íslands hefur komið frá útlöndum. Flest sem við teljum íslenskt á uppruna sinn einhvers staðar annars staðar en hér á landi. Fyrsta klósettið kom til Íslands með innflytjendum. Og ekki var tannburstinn fundinn upp hér. Og meira að segja sjálfur sviðakjamminn á uppruna sinn í Tyrklandi. Og svona mætti endalaust telja. Mér finnst því alltaf nokkuð sérkennileg tortryggni margra við innflytjendur og nýja Íslendinga. Við erum of fámenn til að byggja þetta stóra land. Íslendingar þyrftu eiginlega að vera svona 1-2 milljónir að minnsta kosti. Það mundi gera rekstur samfélagsins og hagkerfisins hagkvæmari, samkeppnishæfari, fjölbreyttari og bara hreinlega skemmtilegri. Þetta er ekki flókið reikningsdæmi. Það má líkja okkur við par sem býr í 500 fermetra einbýlishúsi. Það væri hagkvæmara að minnka við sig, fjölga í fjölskyldunni eða eða leigja út frá sér. Nýlega lét Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn taka saman ítarlega skýrslu um flóttamannastrauminn til Evrópu og hagræn áhrif flóttamanna á efnahag Evrópu. Skýrslan sýnir að flóttamenn munu að öllum líkindum styrkja efnahag Evrópuríkjanna, sérstaklega þeirra sem taka við flestum flóttamönnum, einsog Þýskaland, Svíþjóð og Austurríki. Þetta er nokkuð merkilegt og sérlega ánægjulegt. Þarna eigum við Íslendingar mikil sóknarfæri. Við eigum að taka okkur þessi lönd til fyrirmyndar. Við erum byrjuð að taka við fleiri flóttamönnum en við höfum gert áður en við þurfum að gera enn betur. Alþingi þarf líka að fara að drífa í því að samþykkja ný útlendingalög. Gömlu lögin eru löngu úrelt. Við eigum ekki að standa í vegi fyrir því að útlendingar flytji hingað heldur þvert á móti að hvetja til þess. Ég hef talað við svo marga útlendinga sem kvarta yfir því hversu flókið og erfitt sé að flytja hingað, fá dvalarleyfi, atvinnuleyfi og menntun og starfsreynslu metna. Þessu verður að breyta eins fljótt og mögulegt er. Freddy Mercury var af persneskum ættum og að mestu leyti alinn upp á Indlandi. Fjölskylda hans flúði til Englands eftir byltinguna á Sansíbar 1964. Albert Einstein var flóttamaður, gyðingur sem flúði nasista. Körfuboltamaðurinn Luol Deng er flóttamaður frá Súdan. Ekkja Davids Bowie, ofurfyrirsætan Iman, flúði stríðið í Sómalíu 1972. Hip hop tónlistarmaðurinn M.I.A. flúði borgarastyrjöldina í Srí Lanka. Og sjálfur Steve Jobs var sonur flóttamanns frá Sýrlandi. Og þótt allir innflytjendur og flóttamenn verði ekki endilega heimsfrægar ofurstjörnur þá verða þeir yfirleitt góðir og gegnir samfélagsþegnar sem leggja sitt af mörkum til samfélagsins, borga skatta, koma skemmtilega á óvart og auðga mannlífið með tilveru sinni. Einsog við flest reynum sjálf að gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Allt gott sem hefur komið til Íslands hefur komið frá útlöndum. Flest sem við teljum íslenskt á uppruna sinn einhvers staðar annars staðar en hér á landi. Fyrsta klósettið kom til Íslands með innflytjendum. Og ekki var tannburstinn fundinn upp hér. Og meira að segja sjálfur sviðakjamminn á uppruna sinn í Tyrklandi. Og svona mætti endalaust telja. Mér finnst því alltaf nokkuð sérkennileg tortryggni margra við innflytjendur og nýja Íslendinga. Við erum of fámenn til að byggja þetta stóra land. Íslendingar þyrftu eiginlega að vera svona 1-2 milljónir að minnsta kosti. Það mundi gera rekstur samfélagsins og hagkerfisins hagkvæmari, samkeppnishæfari, fjölbreyttari og bara hreinlega skemmtilegri. Þetta er ekki flókið reikningsdæmi. Það má líkja okkur við par sem býr í 500 fermetra einbýlishúsi. Það væri hagkvæmara að minnka við sig, fjölga í fjölskyldunni eða eða leigja út frá sér. Nýlega lét Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn taka saman ítarlega skýrslu um flóttamannastrauminn til Evrópu og hagræn áhrif flóttamanna á efnahag Evrópu. Skýrslan sýnir að flóttamenn munu að öllum líkindum styrkja efnahag Evrópuríkjanna, sérstaklega þeirra sem taka við flestum flóttamönnum, einsog Þýskaland, Svíþjóð og Austurríki. Þetta er nokkuð merkilegt og sérlega ánægjulegt. Þarna eigum við Íslendingar mikil sóknarfæri. Við eigum að taka okkur þessi lönd til fyrirmyndar. Við erum byrjuð að taka við fleiri flóttamönnum en við höfum gert áður en við þurfum að gera enn betur. Alþingi þarf líka að fara að drífa í því að samþykkja ný útlendingalög. Gömlu lögin eru löngu úrelt. Við eigum ekki að standa í vegi fyrir því að útlendingar flytji hingað heldur þvert á móti að hvetja til þess. Ég hef talað við svo marga útlendinga sem kvarta yfir því hversu flókið og erfitt sé að flytja hingað, fá dvalarleyfi, atvinnuleyfi og menntun og starfsreynslu metna. Þessu verður að breyta eins fljótt og mögulegt er. Freddy Mercury var af persneskum ættum og að mestu leyti alinn upp á Indlandi. Fjölskylda hans flúði til Englands eftir byltinguna á Sansíbar 1964. Albert Einstein var flóttamaður, gyðingur sem flúði nasista. Körfuboltamaðurinn Luol Deng er flóttamaður frá Súdan. Ekkja Davids Bowie, ofurfyrirsætan Iman, flúði stríðið í Sómalíu 1972. Hip hop tónlistarmaðurinn M.I.A. flúði borgarastyrjöldina í Srí Lanka. Og sjálfur Steve Jobs var sonur flóttamanns frá Sýrlandi. Og þótt allir innflytjendur og flóttamenn verði ekki endilega heimsfrægar ofurstjörnur þá verða þeir yfirleitt góðir og gegnir samfélagsþegnar sem leggja sitt af mörkum til samfélagsins, borga skatta, koma skemmtilega á óvart og auðga mannlífið með tilveru sinni. Einsog við flest reynum sjálf að gera.
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun