Ólýsanleg tilfinning Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 27. janúar 2016 09:00 Alda Dís Arnardóttir vissi alltaf að sig langaði til þess að starfa sem söngkona. Vísir/Ernir Alda Dís Arnardóttir, 22 ára snót úr Snæfellsbæ, bar sigur úr býtum í annarri þáttaröð Ísland Got Talent fyrir rúmu ári en hún hefur átt afar viðburðaríkt ár.Vildi vinna sem söngkona „Það er óhætt að segja að tilfinningin á úrslitakvöldinu hafi verið ólýsanleg, mér leið eins og ég væri búin að sanna fyrir sjálfri mér að þetta væri málið, ég ætti að vinna sem söngkona og það var það mikilvægasta fyrir mig,“ segir Alda Dís þegar hún rifjar upp þátttöku sína. Eflaust eru margar ástæður fyrir því að fólk reynir fyrir sér í þætti sem þessum, en sigurvegarinn hlýtur vegleg verðlaun ásamt því að fá tækifæri til að koma sér á framfæri. „Aðalástæðan fyrir því að ég tók þátt í Ísland Got Talent var sú að ég vildi koma mér í þá stöðu að vinna sem atvinnusöngkona, og það virkaði. Þetta er búið að vera ótrúlegt ár, ég kom fyrst fram í sjónvarpi í fjórða þætti Ísland Got Talent og það má segja að eftir það breyttist allt. Þetta var ótrúleg reynsla sem ég hlaut í kjölfar sigursins.“Heiður að vinna með Bubba Við tók mikið ævintýri hjá Öldu Dís þar sem hún flaug út til Los Angeles til að vinna með upptökuteyminu StopWaitGo að nýju lagi. En StopWaitGo hefur verið að gera það gott í tónlistabransanum. „Þetta var allt frekar stressandi, en það var frábært að fara út og kynnast strákunum, samstarfið gekk mjög vel. Á þessum tíma samdi ég textann við lagið Rauða nótt og eftir það fann ég hvað það var gott að vinna með þeim,“ segir Alda Dís. Fyrsta lag Öldu Dísar Rauða nótt fékk góðar viðtökur og spilun á útvarpsstöðum landsins. „Það var þá sem ég fékk leyfi frá framleiðanda til að klára plötuna. Þetta var alveg ótrúlega spennandi, ég vissi alltaf að ég vildi vera lagahöfundur. Bubbi Morthens á lag á plötunni minni og það var mikill heiður að fá að vinna með honum. Þetta tókst allt saman vel og ég er alveg ótrúlega stolt af sjálfri mér.“Er smá fiðrildi Næsta verkefni Öldu Dísar er Söngvakeppni sjónvarpsins, þar kemur hún til með að flytja lagið Augnablik eftir Ölmu Guðmundsdóttir og James Wong. „Ég alveg dýrka þetta lag og ég hlakka mikið til. Boðskapur lagsins snýst um að lifa í núinu, en það er mjög lýsandi fyrir mig akkúrat núna, þar sem ég er smá fiðrildi og á svo bágt með að vera í núinu, það er frábært að tengja svona vel við lagið.“ Það er óhætt að segja að Alda Dís eigi framtíðina fyrir sér í tónlistinni og að árið eftir sigurinn í Ísland Got Talent hafi verið og viðburðaríkt. „Þetta er búið að vera alveg frábært ár, ég tók að mér fullt skemmtilegum verkefnum meðal annars tók ég þátt í sjónvarpsþáttunum Rétti, einnig tók ég þátt í Áramótaskaupinu þar sem ég söng lagið Crystals með hljómsveitinni Of Monsters and Men. Fram undan er áframhaldandi vinna í tónlist. Hver veit hvað gerist næst, allavega ætla ég að reyna að vera í núinu og einbeita mér að því sem ég er að gera núna,“ segir Alda Dís að lokum. Þriðja þáttaröðin af Ísland Got Talent hefst næstkomandi sunnudag á Stöð 2. Tónlist Mest lesið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Sjá meira
Alda Dís Arnardóttir, 22 ára snót úr Snæfellsbæ, bar sigur úr býtum í annarri þáttaröð Ísland Got Talent fyrir rúmu ári en hún hefur átt afar viðburðaríkt ár.Vildi vinna sem söngkona „Það er óhætt að segja að tilfinningin á úrslitakvöldinu hafi verið ólýsanleg, mér leið eins og ég væri búin að sanna fyrir sjálfri mér að þetta væri málið, ég ætti að vinna sem söngkona og það var það mikilvægasta fyrir mig,“ segir Alda Dís þegar hún rifjar upp þátttöku sína. Eflaust eru margar ástæður fyrir því að fólk reynir fyrir sér í þætti sem þessum, en sigurvegarinn hlýtur vegleg verðlaun ásamt því að fá tækifæri til að koma sér á framfæri. „Aðalástæðan fyrir því að ég tók þátt í Ísland Got Talent var sú að ég vildi koma mér í þá stöðu að vinna sem atvinnusöngkona, og það virkaði. Þetta er búið að vera ótrúlegt ár, ég kom fyrst fram í sjónvarpi í fjórða þætti Ísland Got Talent og það má segja að eftir það breyttist allt. Þetta var ótrúleg reynsla sem ég hlaut í kjölfar sigursins.“Heiður að vinna með Bubba Við tók mikið ævintýri hjá Öldu Dís þar sem hún flaug út til Los Angeles til að vinna með upptökuteyminu StopWaitGo að nýju lagi. En StopWaitGo hefur verið að gera það gott í tónlistabransanum. „Þetta var allt frekar stressandi, en það var frábært að fara út og kynnast strákunum, samstarfið gekk mjög vel. Á þessum tíma samdi ég textann við lagið Rauða nótt og eftir það fann ég hvað það var gott að vinna með þeim,“ segir Alda Dís. Fyrsta lag Öldu Dísar Rauða nótt fékk góðar viðtökur og spilun á útvarpsstöðum landsins. „Það var þá sem ég fékk leyfi frá framleiðanda til að klára plötuna. Þetta var alveg ótrúlega spennandi, ég vissi alltaf að ég vildi vera lagahöfundur. Bubbi Morthens á lag á plötunni minni og það var mikill heiður að fá að vinna með honum. Þetta tókst allt saman vel og ég er alveg ótrúlega stolt af sjálfri mér.“Er smá fiðrildi Næsta verkefni Öldu Dísar er Söngvakeppni sjónvarpsins, þar kemur hún til með að flytja lagið Augnablik eftir Ölmu Guðmundsdóttir og James Wong. „Ég alveg dýrka þetta lag og ég hlakka mikið til. Boðskapur lagsins snýst um að lifa í núinu, en það er mjög lýsandi fyrir mig akkúrat núna, þar sem ég er smá fiðrildi og á svo bágt með að vera í núinu, það er frábært að tengja svona vel við lagið.“ Það er óhætt að segja að Alda Dís eigi framtíðina fyrir sér í tónlistinni og að árið eftir sigurinn í Ísland Got Talent hafi verið og viðburðaríkt. „Þetta er búið að vera alveg frábært ár, ég tók að mér fullt skemmtilegum verkefnum meðal annars tók ég þátt í sjónvarpsþáttunum Rétti, einnig tók ég þátt í Áramótaskaupinu þar sem ég söng lagið Crystals með hljómsveitinni Of Monsters and Men. Fram undan er áframhaldandi vinna í tónlist. Hver veit hvað gerist næst, allavega ætla ég að reyna að vera í núinu og einbeita mér að því sem ég er að gera núna,“ segir Alda Dís að lokum. Þriðja þáttaröðin af Ísland Got Talent hefst næstkomandi sunnudag á Stöð 2.
Tónlist Mest lesið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Sjá meira