Takast á við talsetningu teiknimyndar Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 25. janúar 2016 09:30 Steindi Jr. og Sverrir Bergmann eru spenntir fyrir verkefninu. vísir/stefán „Ég er búinn að horfa á allar teiknimyndir sem gefnar hafa verið út með dóttur minni og Sverrir er mikill áhugamaður um teiknimyndir og hefur reyndar alltaf kosið að horfa frekar á þær með íslensku tali frekar en ensku,“ segir Steindi Jr. Hann rær á ný mið í febrúar þegar hann ásamt Sverri Bergmann mun sjá um talsetningu og framleiðslu teiknimyndarinnar Ratchet & Clank en þeir félagar munu einnig leikstýra herlegheitunum. „Okkur langar að gera handritið dálítið að okkar og setja smá íslenska dægurmálamenningu í það,“ segir hann en til liðs við sig hafa þeir fengið fólk á borð við Ara Eldjárn, Dóra DNA, Andra Frey Viðarsson, Ólaf Darra, Sögu Garðarsdóttur, Pétur Jóhann Sigfússon og Sölku Sól Eyfeld. Því er óhætt að segja að kveða muni við nýjan hljóm í talsetningu myndarinnar. „Það eru nýjar raddir sem koma þarna inn sem fólk hefur ekki heyrt áður í talsetningarheiminum, í bland við þær gömlu góðu. Mér finnst ótrúlegt að enginn hafi notað Andra Frey sem óvininn áður, hann er með fullkomna rödd sem skúrkur þótt hann sé mjög indæll náungi.“Ratchet og Clank, eða öllu heldur Steindi Jr. og Ari Eldjárn.Sjálfur mun Steindi taka þátt í því að talsetja myndina og segir hann það hafa verið óumflýjanlegt að taka þátt í talsetningunni. „Þegar við Svessi sáum myndina var ekki hægt að líta fram hjá því að einn karakterinn er nauðalíkur mér í útliti og fasi. Svessi og Halldór Gunnar Fjallabróðir tóku ekki annað í mál en að ég tæki þennan karakter,“ segir Steindi og hlær. Halldór Gunnar er upptökustjóri talsetningarinnar. Teiknimyndin er gerð eftir samnefndum tölvuleikjum og verður gerð í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Senu og kemur út í apríl næstkomandi. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr myndinni. Leikjavísir Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
„Ég er búinn að horfa á allar teiknimyndir sem gefnar hafa verið út með dóttur minni og Sverrir er mikill áhugamaður um teiknimyndir og hefur reyndar alltaf kosið að horfa frekar á þær með íslensku tali frekar en ensku,“ segir Steindi Jr. Hann rær á ný mið í febrúar þegar hann ásamt Sverri Bergmann mun sjá um talsetningu og framleiðslu teiknimyndarinnar Ratchet & Clank en þeir félagar munu einnig leikstýra herlegheitunum. „Okkur langar að gera handritið dálítið að okkar og setja smá íslenska dægurmálamenningu í það,“ segir hann en til liðs við sig hafa þeir fengið fólk á borð við Ara Eldjárn, Dóra DNA, Andra Frey Viðarsson, Ólaf Darra, Sögu Garðarsdóttur, Pétur Jóhann Sigfússon og Sölku Sól Eyfeld. Því er óhætt að segja að kveða muni við nýjan hljóm í talsetningu myndarinnar. „Það eru nýjar raddir sem koma þarna inn sem fólk hefur ekki heyrt áður í talsetningarheiminum, í bland við þær gömlu góðu. Mér finnst ótrúlegt að enginn hafi notað Andra Frey sem óvininn áður, hann er með fullkomna rödd sem skúrkur þótt hann sé mjög indæll náungi.“Ratchet og Clank, eða öllu heldur Steindi Jr. og Ari Eldjárn.Sjálfur mun Steindi taka þátt í því að talsetja myndina og segir hann það hafa verið óumflýjanlegt að taka þátt í talsetningunni. „Þegar við Svessi sáum myndina var ekki hægt að líta fram hjá því að einn karakterinn er nauðalíkur mér í útliti og fasi. Svessi og Halldór Gunnar Fjallabróðir tóku ekki annað í mál en að ég tæki þennan karakter,“ segir Steindi og hlær. Halldór Gunnar er upptökustjóri talsetningarinnar. Teiknimyndin er gerð eftir samnefndum tölvuleikjum og verður gerð í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Senu og kemur út í apríl næstkomandi. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr myndinni.
Leikjavísir Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira