Það er allur heimurinn undir Magnús Guðmundsson skrifar 23. janúar 2016 11:00 Ágústa Skúladóttir leikstjóri að Umhverfis jörðina á 80 dögum, nýjum söngleik í Þjóðleikhúsinu. Visir/Anton Brink Umhverfis jörðina á 80 dögum eftir Jules Verne hefur glatt og heillað marga á þeim ríflega hundrað árum frá því að hún kom fyrst út árið 1873. Karl Ágúst Úlfsson og Sigurður Sigurjónsson hafa nú samið söngleik sem byggðu er á þessari ástsælu og framsýnu sögu með lögum eftir þá Baldur Ragnarsson og Gunnar Ben úr Skálmöld. Leikstjóri sýningarinnar, sem verður frumsýnd í dag í Þjóðleikhúsinu, er Ágústa Skúladóttir og hún segir að það sé svo sérstakt við þessa bók Verne hversu framsýnn og sannspár hann hafi reynst um margt. „Þetta sér maður í bæði þessari bók og öðrum verkum hans. En fyrst og fremst er þetta þroskasaga manns sem er greyptur inn í Breska heimsveldið með öllum sínum fordómum og þröngsýni. Hann ferðast og kynnist heiminum. Kynnist fólki og menningu sem opnar augu hans og fær hann til þess að sjá að heimahagarnir eru ekki endilega nafli alheimins. Þannig að það er fallegur og góður boðskapur í þessu verki.Tónlistarferðalag Kalli og Siggi gera þetta nýja verk út frá bók Vernes en þeir koma einnig með sínar eigin viðbætur þar sem nokkrar sögufrægar persónur mannkynssögunnar verða á vegi Fílíasar Fogg á ferðum hans um heiminn. Við erum með brúður og gervi þar sem persónur á við Freud, Ghandi og Van Gogh láta á sér kræla en fyrst og fremst er þetta falleg saga um að víkka sjóndeildarhringinn.“ Ágústa segir að þau hafi ákveðið að fara þá leið að halda sig við sögutímann enda sé þetta heillandi tími. „Við erum þarna í gufuvélasamfélaginu í fallegri fantasíu en Högni og Laila sem gera leikmynd og búninga hafa átt stóran þátt í að skapa þennan heillandi heim. Við erum með fjóra leikara sem leika helstu burðarhlutverkin og tvo hljóðfæraleikara á sviði og leikandi sviðsmenn sem bregða sér í ýmis gervi og brúðuleik. Það eru eflaust um þrjátíu til fjörutíu persónur sem bregður fyrir og þegar ferðast er um allan heim þá þarf í senn að notast við frjóar og einfaldar lausnir. Það er líka lagt gríðarlega mikið í hljóðheiminn og leitast við að nýta hljóðfæri og tónlistarbrag frá því heimshorni sem við komum við í hverju sinni.“Að ferðast umhverfis jörðina á leiksviði kallar á frjóar og skemmtilegar lausnir.Allur heimurinn Margir eiga góðar og skemmtilegar minningar sem tengjast því að lesa Umhverfis jörðina á 80 dögum og Ágústa segir að það sé gaman að hitta fólk sem eigi í slíku sambandi við bókina. „Við vorum með fimm ára krakka hjá okkur á æfingu í vikunni og þau tóku þetta allt saman inn og svo er eldra fólkið ekki síður að hafa gaman af þessu. Sumir hafa jafnvel haft á orði að þau hafi leikið Fílías Fogg þegar þau voru krakkar þannig að við miðum við að þetta sé sýning fyrir krakka sem eru byrjuð í skóla og svo bara alveg upp úr. Málið er líka að boðskapur verksins á afskaplega mikið erindi til samtímans og getur speglað margt af því sem við erum að takast á við í heiminum í dag. Innflytjendamál, málefni flóttamanna, hugmyndir okkar um heiminn o.s.frv. Allar þessar vangaveltur um það hvort við séum opið og fordómalaust samfélag eða ekki. Það er líka mikill fróðleikur í þessu verki og endalaus tækifæri fyrir foreldra og börn að ræða um lífið og tilveruna út frá því sem þau sjá á sviðinu. Þarna gefst tækifæri til að kynnast landafræði, samfélagsfræði, trúarbragðafræði, tækni og listum og þannig mætti áfram telja. Það er allur heimurinn undir.List fyrir börn og fullorðna En það er líka umhugsunarefni fyrir mannkynið hvernig það hefur í raun ekki þroskast í takt við allar þær tæknilegu framfarir sem hafa orðið á þeim tíma frá því þessi saga var skrifuð. Þess vegna eiga sýningar á borð við þessa ákaflega brýnt erindi til þess að gefa okkur tækifæri til að taka púlsinn og skoða hversu víðsýn og umbyrðarlynd við erum í raun og veru. Þess vegna er líka svo mikilvægt að bjóða börnum upp á list og töfra leikhússins því það er svo dásamleg leið til þess að læra og skoða heiminn með opnum huga.“ Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Umhverfis jörðina á 80 dögum eftir Jules Verne hefur glatt og heillað marga á þeim ríflega hundrað árum frá því að hún kom fyrst út árið 1873. Karl Ágúst Úlfsson og Sigurður Sigurjónsson hafa nú samið söngleik sem byggðu er á þessari ástsælu og framsýnu sögu með lögum eftir þá Baldur Ragnarsson og Gunnar Ben úr Skálmöld. Leikstjóri sýningarinnar, sem verður frumsýnd í dag í Þjóðleikhúsinu, er Ágústa Skúladóttir og hún segir að það sé svo sérstakt við þessa bók Verne hversu framsýnn og sannspár hann hafi reynst um margt. „Þetta sér maður í bæði þessari bók og öðrum verkum hans. En fyrst og fremst er þetta þroskasaga manns sem er greyptur inn í Breska heimsveldið með öllum sínum fordómum og þröngsýni. Hann ferðast og kynnist heiminum. Kynnist fólki og menningu sem opnar augu hans og fær hann til þess að sjá að heimahagarnir eru ekki endilega nafli alheimins. Þannig að það er fallegur og góður boðskapur í þessu verki.Tónlistarferðalag Kalli og Siggi gera þetta nýja verk út frá bók Vernes en þeir koma einnig með sínar eigin viðbætur þar sem nokkrar sögufrægar persónur mannkynssögunnar verða á vegi Fílíasar Fogg á ferðum hans um heiminn. Við erum með brúður og gervi þar sem persónur á við Freud, Ghandi og Van Gogh láta á sér kræla en fyrst og fremst er þetta falleg saga um að víkka sjóndeildarhringinn.“ Ágústa segir að þau hafi ákveðið að fara þá leið að halda sig við sögutímann enda sé þetta heillandi tími. „Við erum þarna í gufuvélasamfélaginu í fallegri fantasíu en Högni og Laila sem gera leikmynd og búninga hafa átt stóran þátt í að skapa þennan heillandi heim. Við erum með fjóra leikara sem leika helstu burðarhlutverkin og tvo hljóðfæraleikara á sviði og leikandi sviðsmenn sem bregða sér í ýmis gervi og brúðuleik. Það eru eflaust um þrjátíu til fjörutíu persónur sem bregður fyrir og þegar ferðast er um allan heim þá þarf í senn að notast við frjóar og einfaldar lausnir. Það er líka lagt gríðarlega mikið í hljóðheiminn og leitast við að nýta hljóðfæri og tónlistarbrag frá því heimshorni sem við komum við í hverju sinni.“Að ferðast umhverfis jörðina á leiksviði kallar á frjóar og skemmtilegar lausnir.Allur heimurinn Margir eiga góðar og skemmtilegar minningar sem tengjast því að lesa Umhverfis jörðina á 80 dögum og Ágústa segir að það sé gaman að hitta fólk sem eigi í slíku sambandi við bókina. „Við vorum með fimm ára krakka hjá okkur á æfingu í vikunni og þau tóku þetta allt saman inn og svo er eldra fólkið ekki síður að hafa gaman af þessu. Sumir hafa jafnvel haft á orði að þau hafi leikið Fílías Fogg þegar þau voru krakkar þannig að við miðum við að þetta sé sýning fyrir krakka sem eru byrjuð í skóla og svo bara alveg upp úr. Málið er líka að boðskapur verksins á afskaplega mikið erindi til samtímans og getur speglað margt af því sem við erum að takast á við í heiminum í dag. Innflytjendamál, málefni flóttamanna, hugmyndir okkar um heiminn o.s.frv. Allar þessar vangaveltur um það hvort við séum opið og fordómalaust samfélag eða ekki. Það er líka mikill fróðleikur í þessu verki og endalaus tækifæri fyrir foreldra og börn að ræða um lífið og tilveruna út frá því sem þau sjá á sviðinu. Þarna gefst tækifæri til að kynnast landafræði, samfélagsfræði, trúarbragðafræði, tækni og listum og þannig mætti áfram telja. Það er allur heimurinn undir.List fyrir börn og fullorðna En það er líka umhugsunarefni fyrir mannkynið hvernig það hefur í raun ekki þroskast í takt við allar þær tæknilegu framfarir sem hafa orðið á þeim tíma frá því þessi saga var skrifuð. Þess vegna eiga sýningar á borð við þessa ákaflega brýnt erindi til þess að gefa okkur tækifæri til að taka púlsinn og skoða hversu víðsýn og umbyrðarlynd við erum í raun og veru. Þess vegna er líka svo mikilvægt að bjóða börnum upp á list og töfra leikhússins því það er svo dásamleg leið til þess að læra og skoða heiminn með opnum huga.“
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira