Key West Tropical þema í barnaherberginu Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 22. janúar 2016 14:00 Sonja Bent fatahönnuður með drenginn sinn, Mána. Æskuár Sonju á Flórída voru henni ofarlega í huga þegar hún innréttaði barnaherbergið. Strendur Flórída rötuðu alla leið upp í Breiðholt þegar Sonja Bent fatahönnuður útbjó barnaherbergi 4 mánaða sonar síns Mána. Skeljar sem Sonja safnaði sjálf í æsku á ströndinni í Key West nýtti hún í óróra fyrir ofan vögguna sem er handhnýtt og hangir úr loftinu. Er eitthvert þema í herberginu? „Æska mín var mér mjög ofarlega í huga þegar ég fór að útfæra herbergið hans, en frá níu mánaða aldri var ég með með annan fótinn í Key West á Flórída. Bakgarðurinn á húsinu var ströndin. Þetta voru æðislegir tímar. Pabbi að veiða og kafa eftir humri. Mamma og systir mín á fullu að hnýta macrame-blómapotta, hengirúm og alls kyns fínerí og við krakkarnir að leika okkur á ströndinni. Úr varð „Key West Tropical“ þema.“Vegglímmiðarnir koma frá Urban Walls og skapa ekta strandstemmingu í herberginu.Hvað þurfti að gera? „Herbergið er inn af okkar svefnherbergi og var lokað af sem fataherbergi. Við þurftum því að taka niður hurð og vegg og opna inn í rýmið, parketleggja og mála.“Vaggan er handhnýtt af hjónum í Níkaragva. myndir/ernirVaggan hnýtt í Níkaragva „Það hvarflaði að mér í smá stund að reyna að útbúa vöggu fyrir hann úr macrame-hnýtingum til að fullkomna þemað en fann síðan æðisleg hjón í Níkaragva sem búa til fallegar vöggur og hengirúm, HangAhammock. Þetta er ótrúlega vönduð og falleg vagga og Máni elskar að vera í henni. Hentar svo vel að hún skuli hanga upp á að geta ruggað honum í svefn. Svo fann ég þessa æðislegu pálmatréslímmiða og fugla sem gefa silúettu af hitabeltislandslagi hjá Urban Walls í Bandaríkjunum sem systir mín ákvað að gefa Mána í herbergið.“Fallegir hlutir og leikföng hanga á vegg fyrir ofan skiptiborðið.Skeljasafnið varð að óróa „Skeljaóróann bjó ég til úr skeljum sem ég tíndi sem barn í Key West. Ég hef safnað skeljum og steinum allt mitt líf, árátta sem kom sér afar vel í þetta skiptið.“Loftljósið setti Sonja sjálf saman úr OYOY-óróa og viðarkúlum.Skemmtilegt loftljós „Ljósið í loftinu bjó ég til úr OYOY-óróa sem ég keypti hjá Hjarni og tók í sundur. Fékk síðan snúru og íhluti fyrir ljósið og fallega peru í Glóey. Keypti síðan viðarkúlur í Litum og föndri sem ég þræddi upp á snúruna á milli tuskudýranna.“ Hús og heimili Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Strendur Flórída rötuðu alla leið upp í Breiðholt þegar Sonja Bent fatahönnuður útbjó barnaherbergi 4 mánaða sonar síns Mána. Skeljar sem Sonja safnaði sjálf í æsku á ströndinni í Key West nýtti hún í óróra fyrir ofan vögguna sem er handhnýtt og hangir úr loftinu. Er eitthvert þema í herberginu? „Æska mín var mér mjög ofarlega í huga þegar ég fór að útfæra herbergið hans, en frá níu mánaða aldri var ég með með annan fótinn í Key West á Flórída. Bakgarðurinn á húsinu var ströndin. Þetta voru æðislegir tímar. Pabbi að veiða og kafa eftir humri. Mamma og systir mín á fullu að hnýta macrame-blómapotta, hengirúm og alls kyns fínerí og við krakkarnir að leika okkur á ströndinni. Úr varð „Key West Tropical“ þema.“Vegglímmiðarnir koma frá Urban Walls og skapa ekta strandstemmingu í herberginu.Hvað þurfti að gera? „Herbergið er inn af okkar svefnherbergi og var lokað af sem fataherbergi. Við þurftum því að taka niður hurð og vegg og opna inn í rýmið, parketleggja og mála.“Vaggan er handhnýtt af hjónum í Níkaragva. myndir/ernirVaggan hnýtt í Níkaragva „Það hvarflaði að mér í smá stund að reyna að útbúa vöggu fyrir hann úr macrame-hnýtingum til að fullkomna þemað en fann síðan æðisleg hjón í Níkaragva sem búa til fallegar vöggur og hengirúm, HangAhammock. Þetta er ótrúlega vönduð og falleg vagga og Máni elskar að vera í henni. Hentar svo vel að hún skuli hanga upp á að geta ruggað honum í svefn. Svo fann ég þessa æðislegu pálmatréslímmiða og fugla sem gefa silúettu af hitabeltislandslagi hjá Urban Walls í Bandaríkjunum sem systir mín ákvað að gefa Mána í herbergið.“Fallegir hlutir og leikföng hanga á vegg fyrir ofan skiptiborðið.Skeljasafnið varð að óróa „Skeljaóróann bjó ég til úr skeljum sem ég tíndi sem barn í Key West. Ég hef safnað skeljum og steinum allt mitt líf, árátta sem kom sér afar vel í þetta skiptið.“Loftljósið setti Sonja sjálf saman úr OYOY-óróa og viðarkúlum.Skemmtilegt loftljós „Ljósið í loftinu bjó ég til úr OYOY-óróa sem ég keypti hjá Hjarni og tók í sundur. Fékk síðan snúru og íhluti fyrir ljósið og fallega peru í Glóey. Keypti síðan viðarkúlur í Litum og föndri sem ég þræddi upp á snúruna á milli tuskudýranna.“
Hús og heimili Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira