Tveir mættust sem til voru í tuskið Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2016 10:00 Logi Pedro mun meðal annars taka nokkra tónlistarmenn tali í hlaðvarpsþættinum Up North. Vísir/Ernir Tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson rær á ný mið í febrúar þegar hlaðvarpsþátturinn Up North fer í loftið en Logi verður stjórnandi þáttarins ásamt góðum gestum. Þátturinn mun fjalla um jaðartónlist og er hann gerður í samvinnu við tónlistarakademíuna Red Bull og tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík sem hefst 18. febrúar næstkomandi og stendur til að hlaðvarpið fari í loftið 16. þess mánaðar. Íslenskir tónlistarmenn verða teknir tali í þættinum og verða gestastjórnendur þeir Sturla Atlas og Unnsteinn Manuel. „Við í Les Fréres Stefson höfðum áhuga á að byrja með útvarpsþátt. Svo spyrst það út og við fáum bara símtal frá Red Bull á Íslandi sem spyr hvort við viljum fá styrk frá þeim til að gera þetta. Þarna mættust tveir aðilar sem voru til í tuskið og úr varð yndislegt samband,“ segir Logi og skellir upp úr. Logi Pedro er með puttana í fjölda tónlistarverkefna og er einn meðlima hljómsveitarinnar Retro Stefson auk þess sem hann hefur stjórnað upptökum og útsett tónlist fyrir ýmsa tónlistarmenn, meðal annars söngkonuna Karó sem gaf út lagið Silhouette við góðar undirtektir í fyrra. „Hún er að spila á Sónar og ætlar að frumflytja fimm eða sex ný lög þar,“ segir Logi Pedro og bætir við að einnig sé hljómsveitin Young Karin, sem hann er í ásamt Karin Sveinsdóttur, og Sturla Atlas að taka upp nýtt efni. Sturla Atlas gaf í fyrra út sína fyrstu fatalínu og segir Logi Pedro stefnuna setta á að gefa fleiri vörur út undir nafni Sturlu Atlas. „Við erum að reyna að finna eitthvað skemmtilegt til að gefa út, við ætlum að gera season tvö og erum í viðræðum við mjög vinsæla fatahönnuði til þess að vinna með,“ segir hann en er þögull sem gröfin þegar hann er inntur eftir því um hvaða fatahönnuði ræðir. Fyrsta fatalínan seldist eins og heitar lummur og verður ekki hægt að nálgast þær flíkur aftur og þeir félagar því væntanlega vongóðir með að lína númer tvö hljóti aðrar eins viðtökur. Tónlist Sturlu Atlas er hægt að nálgast ókeypis á vefnum og segir Logi Pedro vörurnar því að einhverju leyti vera hinn nýja geisladisk. „Fólk er bara að dánlóda músíkinni í tölvuna, símann eða hlusta í gegnum Spotify en það er enginn að fara að kaupa sér geisladisk og brenna hann inn á tölvuna. Það er bara frekar stjúpid. Í staðinn getur fólk keypt sér bol eða buff eða eitthvað.“ Tónlist Mest lesið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson rær á ný mið í febrúar þegar hlaðvarpsþátturinn Up North fer í loftið en Logi verður stjórnandi þáttarins ásamt góðum gestum. Þátturinn mun fjalla um jaðartónlist og er hann gerður í samvinnu við tónlistarakademíuna Red Bull og tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík sem hefst 18. febrúar næstkomandi og stendur til að hlaðvarpið fari í loftið 16. þess mánaðar. Íslenskir tónlistarmenn verða teknir tali í þættinum og verða gestastjórnendur þeir Sturla Atlas og Unnsteinn Manuel. „Við í Les Fréres Stefson höfðum áhuga á að byrja með útvarpsþátt. Svo spyrst það út og við fáum bara símtal frá Red Bull á Íslandi sem spyr hvort við viljum fá styrk frá þeim til að gera þetta. Þarna mættust tveir aðilar sem voru til í tuskið og úr varð yndislegt samband,“ segir Logi og skellir upp úr. Logi Pedro er með puttana í fjölda tónlistarverkefna og er einn meðlima hljómsveitarinnar Retro Stefson auk þess sem hann hefur stjórnað upptökum og útsett tónlist fyrir ýmsa tónlistarmenn, meðal annars söngkonuna Karó sem gaf út lagið Silhouette við góðar undirtektir í fyrra. „Hún er að spila á Sónar og ætlar að frumflytja fimm eða sex ný lög þar,“ segir Logi Pedro og bætir við að einnig sé hljómsveitin Young Karin, sem hann er í ásamt Karin Sveinsdóttur, og Sturla Atlas að taka upp nýtt efni. Sturla Atlas gaf í fyrra út sína fyrstu fatalínu og segir Logi Pedro stefnuna setta á að gefa fleiri vörur út undir nafni Sturlu Atlas. „Við erum að reyna að finna eitthvað skemmtilegt til að gefa út, við ætlum að gera season tvö og erum í viðræðum við mjög vinsæla fatahönnuði til þess að vinna með,“ segir hann en er þögull sem gröfin þegar hann er inntur eftir því um hvaða fatahönnuði ræðir. Fyrsta fatalínan seldist eins og heitar lummur og verður ekki hægt að nálgast þær flíkur aftur og þeir félagar því væntanlega vongóðir með að lína númer tvö hljóti aðrar eins viðtökur. Tónlist Sturlu Atlas er hægt að nálgast ókeypis á vefnum og segir Logi Pedro vörurnar því að einhverju leyti vera hinn nýja geisladisk. „Fólk er bara að dánlóda músíkinni í tölvuna, símann eða hlusta í gegnum Spotify en það er enginn að fara að kaupa sér geisladisk og brenna hann inn á tölvuna. Það er bara frekar stjúpid. Í staðinn getur fólk keypt sér bol eða buff eða eitthvað.“
Tónlist Mest lesið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira