Tveir mættust sem til voru í tuskið Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2016 10:00 Logi Pedro mun meðal annars taka nokkra tónlistarmenn tali í hlaðvarpsþættinum Up North. Vísir/Ernir Tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson rær á ný mið í febrúar þegar hlaðvarpsþátturinn Up North fer í loftið en Logi verður stjórnandi þáttarins ásamt góðum gestum. Þátturinn mun fjalla um jaðartónlist og er hann gerður í samvinnu við tónlistarakademíuna Red Bull og tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík sem hefst 18. febrúar næstkomandi og stendur til að hlaðvarpið fari í loftið 16. þess mánaðar. Íslenskir tónlistarmenn verða teknir tali í þættinum og verða gestastjórnendur þeir Sturla Atlas og Unnsteinn Manuel. „Við í Les Fréres Stefson höfðum áhuga á að byrja með útvarpsþátt. Svo spyrst það út og við fáum bara símtal frá Red Bull á Íslandi sem spyr hvort við viljum fá styrk frá þeim til að gera þetta. Þarna mættust tveir aðilar sem voru til í tuskið og úr varð yndislegt samband,“ segir Logi og skellir upp úr. Logi Pedro er með puttana í fjölda tónlistarverkefna og er einn meðlima hljómsveitarinnar Retro Stefson auk þess sem hann hefur stjórnað upptökum og útsett tónlist fyrir ýmsa tónlistarmenn, meðal annars söngkonuna Karó sem gaf út lagið Silhouette við góðar undirtektir í fyrra. „Hún er að spila á Sónar og ætlar að frumflytja fimm eða sex ný lög þar,“ segir Logi Pedro og bætir við að einnig sé hljómsveitin Young Karin, sem hann er í ásamt Karin Sveinsdóttur, og Sturla Atlas að taka upp nýtt efni. Sturla Atlas gaf í fyrra út sína fyrstu fatalínu og segir Logi Pedro stefnuna setta á að gefa fleiri vörur út undir nafni Sturlu Atlas. „Við erum að reyna að finna eitthvað skemmtilegt til að gefa út, við ætlum að gera season tvö og erum í viðræðum við mjög vinsæla fatahönnuði til þess að vinna með,“ segir hann en er þögull sem gröfin þegar hann er inntur eftir því um hvaða fatahönnuði ræðir. Fyrsta fatalínan seldist eins og heitar lummur og verður ekki hægt að nálgast þær flíkur aftur og þeir félagar því væntanlega vongóðir með að lína númer tvö hljóti aðrar eins viðtökur. Tónlist Sturlu Atlas er hægt að nálgast ókeypis á vefnum og segir Logi Pedro vörurnar því að einhverju leyti vera hinn nýja geisladisk. „Fólk er bara að dánlóda músíkinni í tölvuna, símann eða hlusta í gegnum Spotify en það er enginn að fara að kaupa sér geisladisk og brenna hann inn á tölvuna. Það er bara frekar stjúpid. Í staðinn getur fólk keypt sér bol eða buff eða eitthvað.“ Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson rær á ný mið í febrúar þegar hlaðvarpsþátturinn Up North fer í loftið en Logi verður stjórnandi þáttarins ásamt góðum gestum. Þátturinn mun fjalla um jaðartónlist og er hann gerður í samvinnu við tónlistarakademíuna Red Bull og tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík sem hefst 18. febrúar næstkomandi og stendur til að hlaðvarpið fari í loftið 16. þess mánaðar. Íslenskir tónlistarmenn verða teknir tali í þættinum og verða gestastjórnendur þeir Sturla Atlas og Unnsteinn Manuel. „Við í Les Fréres Stefson höfðum áhuga á að byrja með útvarpsþátt. Svo spyrst það út og við fáum bara símtal frá Red Bull á Íslandi sem spyr hvort við viljum fá styrk frá þeim til að gera þetta. Þarna mættust tveir aðilar sem voru til í tuskið og úr varð yndislegt samband,“ segir Logi og skellir upp úr. Logi Pedro er með puttana í fjölda tónlistarverkefna og er einn meðlima hljómsveitarinnar Retro Stefson auk þess sem hann hefur stjórnað upptökum og útsett tónlist fyrir ýmsa tónlistarmenn, meðal annars söngkonuna Karó sem gaf út lagið Silhouette við góðar undirtektir í fyrra. „Hún er að spila á Sónar og ætlar að frumflytja fimm eða sex ný lög þar,“ segir Logi Pedro og bætir við að einnig sé hljómsveitin Young Karin, sem hann er í ásamt Karin Sveinsdóttur, og Sturla Atlas að taka upp nýtt efni. Sturla Atlas gaf í fyrra út sína fyrstu fatalínu og segir Logi Pedro stefnuna setta á að gefa fleiri vörur út undir nafni Sturlu Atlas. „Við erum að reyna að finna eitthvað skemmtilegt til að gefa út, við ætlum að gera season tvö og erum í viðræðum við mjög vinsæla fatahönnuði til þess að vinna með,“ segir hann en er þögull sem gröfin þegar hann er inntur eftir því um hvaða fatahönnuði ræðir. Fyrsta fatalínan seldist eins og heitar lummur og verður ekki hægt að nálgast þær flíkur aftur og þeir félagar því væntanlega vongóðir með að lína númer tvö hljóti aðrar eins viðtökur. Tónlist Sturlu Atlas er hægt að nálgast ókeypis á vefnum og segir Logi Pedro vörurnar því að einhverju leyti vera hinn nýja geisladisk. „Fólk er bara að dánlóda músíkinni í tölvuna, símann eða hlusta í gegnum Spotify en það er enginn að fara að kaupa sér geisladisk og brenna hann inn á tölvuna. Það er bara frekar stjúpid. Í staðinn getur fólk keypt sér bol eða buff eða eitthvað.“
Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“