Dýrmætur vettvangur fyrir grasrótina í listum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. janúar 2016 13:15 "Allar listgreinar renna hér saman sem er í takt við það hvernig listamenn vinna núna í síauknum mæli þvert á miðla,“ segir Elísabet Indra í Mengi. Vísir/Stefán Mengi var opnað 2013 og er rekið af mikilli hugsjón. Hér hefur orðið til dýrmætur vettvangur fyrir grasrótina og tilraunamennskuna í íslensku listalífi. Einhver lýsti Mengi sem „varnarþingi tilrauna“, mér þykir það mjög falleg og viðeigandi lýsing.“ Þetta segir Elísabet Indra Ragnarsdóttir, verkefnisstjóri í Mengi, listhúsi á Óðinsgötu 2. Hún hóf þar störf í september síðastliðnum, þá nýhætt á Rás 1 þar sem hún vann að dagskrárgerð í 14 ár. Ásamt henni ber Ragnheiður Elísabet Þuríðardóttir viðburðastjóri hitann og þungann af daglegum rekstri í Mengi en eigendur þess eru hjónin Bjarni Gaukur Sigurðsson og Elísabet Jónsdóttir. Listrænn stjórnandi er Skúli Sverrisson tónlistarmaður og Ólöf Arnalds tónlistarkona hefur frá upphafi verið virkur þátttakandi í mótun og starfi Mengis að sögn Elísabetar Indru. „Við njótum líka ómetanlegs framlags sjálfboðaliða sem leggja starfseminni lið – standa til dæmis vaktina í miðasölu og fleira í þeim dúr. Rekstrarfyrirkomulagið byggir að hluta til á miðasölu en mestu skiptir þó að samhliða opnun Mengis fjárfestu eigendurnir í húsnæði miðsvæðis í borginni sem breytt var í þrjár airbnb-íbúðir. Allur ágóði af þeirri starfsemi rennur til starfsemi Mengis. Svo ferðamenn leggja sitt af mörkum til tilraunanna í íslensku listalífi.“ Þótt tónlist hafi verið fyrirferðarmest í starfsemi Mengis er staðurinn hugsaður fyrir allar tegundir listgreina, sviðslistir, kvikmyndir og vídeólist, skáldskap, myndlist og gjörninga, að sögn Elísabetar Indru. „Allar listgreinar renna hér saman sem er í takt við það hvernig listamenn vinna núna í síauknum mæli þvert á miðla. Mengi hefur ekki einungis sinnt íslenskri listasenu því æ fleiri listamenn utan frá sækjast eftir því að koma hér fram. Það gefur íslensku listalífi nauðsynlegt súrefni og viðmið.“ Af nýjum liðum í starfsemi Mengis má nefna krakkamengi á hverjum sunnudagsmorgni, einnig tilraunakvöld Listaháskóla Íslands og Mengis einu sinni í mánuði og mánaðarleg gjörningakvöld sem hefja göngu sína næsta mánudag, 1. febrúar. „Að stórum hluta snýst svona starfsemi um að hlusta eftir því sem er að gerast í samtímanum,“ segir Elísabet Indra. „Jafnframt því að ýta við fólki, bæði listamönnum og gestum, og fá þá til að ögra sjálfum sér.“ Menning Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Sjá meira
Mengi var opnað 2013 og er rekið af mikilli hugsjón. Hér hefur orðið til dýrmætur vettvangur fyrir grasrótina og tilraunamennskuna í íslensku listalífi. Einhver lýsti Mengi sem „varnarþingi tilrauna“, mér þykir það mjög falleg og viðeigandi lýsing.“ Þetta segir Elísabet Indra Ragnarsdóttir, verkefnisstjóri í Mengi, listhúsi á Óðinsgötu 2. Hún hóf þar störf í september síðastliðnum, þá nýhætt á Rás 1 þar sem hún vann að dagskrárgerð í 14 ár. Ásamt henni ber Ragnheiður Elísabet Þuríðardóttir viðburðastjóri hitann og þungann af daglegum rekstri í Mengi en eigendur þess eru hjónin Bjarni Gaukur Sigurðsson og Elísabet Jónsdóttir. Listrænn stjórnandi er Skúli Sverrisson tónlistarmaður og Ólöf Arnalds tónlistarkona hefur frá upphafi verið virkur þátttakandi í mótun og starfi Mengis að sögn Elísabetar Indru. „Við njótum líka ómetanlegs framlags sjálfboðaliða sem leggja starfseminni lið – standa til dæmis vaktina í miðasölu og fleira í þeim dúr. Rekstrarfyrirkomulagið byggir að hluta til á miðasölu en mestu skiptir þó að samhliða opnun Mengis fjárfestu eigendurnir í húsnæði miðsvæðis í borginni sem breytt var í þrjár airbnb-íbúðir. Allur ágóði af þeirri starfsemi rennur til starfsemi Mengis. Svo ferðamenn leggja sitt af mörkum til tilraunanna í íslensku listalífi.“ Þótt tónlist hafi verið fyrirferðarmest í starfsemi Mengis er staðurinn hugsaður fyrir allar tegundir listgreina, sviðslistir, kvikmyndir og vídeólist, skáldskap, myndlist og gjörninga, að sögn Elísabetar Indru. „Allar listgreinar renna hér saman sem er í takt við það hvernig listamenn vinna núna í síauknum mæli þvert á miðla. Mengi hefur ekki einungis sinnt íslenskri listasenu því æ fleiri listamenn utan frá sækjast eftir því að koma hér fram. Það gefur íslensku listalífi nauðsynlegt súrefni og viðmið.“ Af nýjum liðum í starfsemi Mengis má nefna krakkamengi á hverjum sunnudagsmorgni, einnig tilraunakvöld Listaháskóla Íslands og Mengis einu sinni í mánuði og mánaðarleg gjörningakvöld sem hefja göngu sína næsta mánudag, 1. febrúar. „Að stórum hluta snýst svona starfsemi um að hlusta eftir því sem er að gerast í samtímanum,“ segir Elísabet Indra. „Jafnframt því að ýta við fólki, bæði listamönnum og gestum, og fá þá til að ögra sjálfum sér.“
Menning Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Sjá meira