Ferrari seldist á 4,6 milljarða króna Finnur Thorlacius skrifar 8. febrúar 2016 09:59 Ferrari 335S bíllinn. Gamlir Ferrari bílar tróna á toppnum er kemur að dýrustu fornbílum veraldar og salan á þessum Ferrari 335S í síðustu viku endurspeglar það. Þessi bíll, sem er af árgerð 1957, var boðinn upp í París og seldist á 34,9 milljónir dollara, eða um 4,6 milljarða króna. Þessi tiltekni bíll á sér mikla sögu og honum var ekið af ekki ómerkari ökumönnum en Sir Stirling Moss og Mike Hawthorne. Hann náði öðru sætinu í Mille Miglia kappakstrinum á Ítalíu og hann átti hraðasta hringinn eitt árið í 24 stunda þolakstrinum í Le Mans í Frakklandi. Bíllinn hefur síðustu 45 ár verið í eigu Bardinon Collection bílasafnsins í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir þetta himinháa verð sem greitt var fyrir þennan bíl á hann ekki metið er kemur að rándýrum dýrgripum úr smiðju Ferrari, en dýrasti bíll sem seldur hefur verið nokkurntíma skipti um hendur fyrir 38,1 milljónir dollara árið 2014 og var þar um að ræða Ferrari 250 GTO af árgerð 1962. Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent
Gamlir Ferrari bílar tróna á toppnum er kemur að dýrustu fornbílum veraldar og salan á þessum Ferrari 335S í síðustu viku endurspeglar það. Þessi bíll, sem er af árgerð 1957, var boðinn upp í París og seldist á 34,9 milljónir dollara, eða um 4,6 milljarða króna. Þessi tiltekni bíll á sér mikla sögu og honum var ekið af ekki ómerkari ökumönnum en Sir Stirling Moss og Mike Hawthorne. Hann náði öðru sætinu í Mille Miglia kappakstrinum á Ítalíu og hann átti hraðasta hringinn eitt árið í 24 stunda þolakstrinum í Le Mans í Frakklandi. Bíllinn hefur síðustu 45 ár verið í eigu Bardinon Collection bílasafnsins í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir þetta himinháa verð sem greitt var fyrir þennan bíl á hann ekki metið er kemur að rándýrum dýrgripum úr smiðju Ferrari, en dýrasti bíll sem seldur hefur verið nokkurntíma skipti um hendur fyrir 38,1 milljónir dollara árið 2014 og var þar um að ræða Ferrari 250 GTO af árgerð 1962.
Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent