Ferrari seldist á 4,6 milljarða króna Finnur Thorlacius skrifar 8. febrúar 2016 09:59 Ferrari 335S bíllinn. Gamlir Ferrari bílar tróna á toppnum er kemur að dýrustu fornbílum veraldar og salan á þessum Ferrari 335S í síðustu viku endurspeglar það. Þessi bíll, sem er af árgerð 1957, var boðinn upp í París og seldist á 34,9 milljónir dollara, eða um 4,6 milljarða króna. Þessi tiltekni bíll á sér mikla sögu og honum var ekið af ekki ómerkari ökumönnum en Sir Stirling Moss og Mike Hawthorne. Hann náði öðru sætinu í Mille Miglia kappakstrinum á Ítalíu og hann átti hraðasta hringinn eitt árið í 24 stunda þolakstrinum í Le Mans í Frakklandi. Bíllinn hefur síðustu 45 ár verið í eigu Bardinon Collection bílasafnsins í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir þetta himinháa verð sem greitt var fyrir þennan bíl á hann ekki metið er kemur að rándýrum dýrgripum úr smiðju Ferrari, en dýrasti bíll sem seldur hefur verið nokkurntíma skipti um hendur fyrir 38,1 milljónir dollara árið 2014 og var þar um að ræða Ferrari 250 GTO af árgerð 1962. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent
Gamlir Ferrari bílar tróna á toppnum er kemur að dýrustu fornbílum veraldar og salan á þessum Ferrari 335S í síðustu viku endurspeglar það. Þessi bíll, sem er af árgerð 1957, var boðinn upp í París og seldist á 34,9 milljónir dollara, eða um 4,6 milljarða króna. Þessi tiltekni bíll á sér mikla sögu og honum var ekið af ekki ómerkari ökumönnum en Sir Stirling Moss og Mike Hawthorne. Hann náði öðru sætinu í Mille Miglia kappakstrinum á Ítalíu og hann átti hraðasta hringinn eitt árið í 24 stunda þolakstrinum í Le Mans í Frakklandi. Bíllinn hefur síðustu 45 ár verið í eigu Bardinon Collection bílasafnsins í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir þetta himinháa verð sem greitt var fyrir þennan bíl á hann ekki metið er kemur að rándýrum dýrgripum úr smiðju Ferrari, en dýrasti bíll sem seldur hefur verið nokkurntíma skipti um hendur fyrir 38,1 milljónir dollara árið 2014 og var þar um að ræða Ferrari 250 GTO af árgerð 1962.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent