Innlent

Fylgstu með óveðrinu ganga yfir landið

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Skjáskot af vef Nullschool.
Skjáskot af vef Nullschool.
Eins og greint hefur verið frá er varað við stormi sem gengur yfir landið síðdegis í dag, kvöld og fram á morgun. Búið er að loka vegum víða vegna veðursins þar sem ekkert ferðaveður verður um norðanvert og norðvestanvert landið í dag og á morgun.

Sjá einnig: Hellisheiði og fleiri leiðum lokað

Hægt er að fylgjast með óveðrinu á þessum gagnvirku spákortum en athugið að kortin sýna ekki veðrið í beinni útsendingu heldur er um spákort að ræða sem uppfærast reglulega.


Tengdar fréttir

Hellisheiði og fleiri vegum lokað

Hellisheiði, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði lokað vegna veðurs, sem og þjóðvegi 1 frá Hvolsvelli að Jökulsá.

Mikil snjóflóðahætta á Vestfjörðum

Miikil snjóflóðahætta er nú á norðanverðum Vestfjörðum. Óstöðugleiki hefur verið í snjóþekjunni og nokkru snjóflóð hafa fallilð fyrr í vikunni, en öll fjarri byggð. Spáð er töluverðri snjókomu í dag og á morgun og má búast við að snjóflóðahætta aukist hratt, segja sérfræðingar Veðurstofunnar.

Hviður gætu farið upp í 50 metra á sekúndu

Hringveginum verður lokað klukkan 12 frá Hvolsvelli að Jökulsá á Breiðamerkursandi. Þá er búið að fella niður kennslu í Fjölbrautaskóla Suðurlands eftir hádegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×