Volkswagen gagnrýnt fyrir mismunun bíleigenda í Bandaríkjunum og Þýskalandi Finnur Thorlacius skrifar 3. febrúar 2016 09:16 Höfuðstöðvar Volkswagen. Volkswagen er ekki að gera sjálfu sér neinn greiða með því að mismuna Volkswagen bíleigendum í Bandaríkjunum, sem munu fá bætur vegna dísilvélasvindlsins, og eigendum Volkswagen bíla í Þýskalandi að sögn talsmanns þýskra dómstóla. Talsmaðurinn, Elzbieta Bienkowska, hefur sent bréf þessa efnis til Volkswagen og krefst þess að eigendur þeirra Volkswagen bíla sem dísilvélasvindlið á við fái sömu bótagreiðslur og í Bandaríkjunum. Volkswagen hefur á hinn bóginn tekið fyrir það að fyrirtækið greiði eigendum 8,5 milljón bíla í Evrópu sem dísilvélasvindlið tekur yfir bætur. Í hinu kæruglaða landi Bandaríkjunum rignir hinsvegar yfir bótakröfum og svo virðist sem Volkswagen ætli að bregðast við þeim með greiðslu bóta. Ef til vill lýsa viðbrögð Volkswagen mismuninum á kærugleði almennings sitthvoru megin Atlantshafsins og að fyrirtækið ætli að sleppa við bæturnar í Evrópu vegna þess að þar er ekki eins mikið sótt að fyrirtækinu af eigendum bíla Volkswagen sem svindlið á við um. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent
Volkswagen er ekki að gera sjálfu sér neinn greiða með því að mismuna Volkswagen bíleigendum í Bandaríkjunum, sem munu fá bætur vegna dísilvélasvindlsins, og eigendum Volkswagen bíla í Þýskalandi að sögn talsmanns þýskra dómstóla. Talsmaðurinn, Elzbieta Bienkowska, hefur sent bréf þessa efnis til Volkswagen og krefst þess að eigendur þeirra Volkswagen bíla sem dísilvélasvindlið á við fái sömu bótagreiðslur og í Bandaríkjunum. Volkswagen hefur á hinn bóginn tekið fyrir það að fyrirtækið greiði eigendum 8,5 milljón bíla í Evrópu sem dísilvélasvindlið tekur yfir bætur. Í hinu kæruglaða landi Bandaríkjunum rignir hinsvegar yfir bótakröfum og svo virðist sem Volkswagen ætli að bregðast við þeim með greiðslu bóta. Ef til vill lýsa viðbrögð Volkswagen mismuninum á kærugleði almennings sitthvoru megin Atlantshafsins og að fyrirtækið ætli að sleppa við bæturnar í Evrópu vegna þess að þar er ekki eins mikið sótt að fyrirtækinu af eigendum bíla Volkswagen sem svindlið á við um.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent