Snarky Puppy heldur tónleika á Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 18. febrúar 2016 08:00 Hljómsveitin Snarky Puppy er skipuð miklum þungavigtarmönnum og vann Grammy-verðlaun á dögunum. mynd/getty Ein virtasta og þekktasta djass-fusion-hljómsveit heims, Grammy-verðlaunasveitin Snarky Puppy, er á leiðinni til landsins og heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 10. ágúst næstkomandi. „Ég hef sjaldan séð jafn flotta spilamennsku og tónlistarflutning og hljóðfæraleikarar Snarky Puppy bjóða upp á. Þetta eru menn sem hafa spilað allt, kunna og geta allt og eru líklega með betri hljóðfæraleikurum heims,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson, skipuleggjandi tónleikanna. Grammy-verðlaunahafinn, bassaleikarinn og hljómsveitarstjórinn Michael League stofnaði Snarky Puppy árið 2004. Hann hefur á síðustu árum safnað að sér myndarlegum hópi af ótrúlega hæfileikaríkum tónlistarmönnum á sviði djass- og fusion-tónlistar. Meðlimir Snarky Puppy eru eins og fyrr segir miklir reynsluboltar í bransanum og hafa meðal annars spilað með tónlistarfólki eins og Justin Timberlake, Kirk Franklin, Marcus Miller og Snoop Dogg.Snarky Puppy vann á dögunum Grammy-verðlaun fyrir plötuna Sylva í flokknum Best Contemporary Instrumental Album (besta leikna platan í flokki samtímatónlistar).mynd/getty„Mér finnst þetta alveg meiriháttar, það er alveg frábært að ná þessari tegund tónlistarmanna til landsins. Ég er alltaf vakandi fyrir alls kyns tónlistarfólki og hljómsveitum en aðalástæðan fyrir því að ég fór að skoða þetta af alvöru var sú að ég fór í Facebook-hópinn „Get Snarky Puppy to Iceland! – Fáum skapstyggu hvolpana til landsins!“ og fór að fylgjast með þeim þar og fannst tilvalið að fá sveitina til landsins,“ útskýrir Guðbjartur. Yfir 200 manns eru í umræddum Facebook-hópi sem stofnaður var árið 2014 en þar deila aðdáendur Snarky Puppy ýmsum myndböndum og öðru efni tengdu sveitinni. Hljómsveitin er margverðlaunuð og vann til að mynda á dögunum Grammy-verðlaun fyrir plötuna Sylva í flokknum Best Contemporary Instrumental Album (besta leikna platan í flokki samtímatónlistar). Hún vann einnig Grammy-verðlaun árið 2014 og hefur gefið út tíu breiðskífur en sú ellefta væntanleg í sumar. Inn á plöturnar leika um 40 hljóðfæraleikarar og eru þær að jafnaði teknar upp „live“ með áhorfendur í hljóðverinu. Á tónleikum leika að jafnaði um tíu til fimmtán manns með sveitinni. Hún hefur leikið á yfir 1.200 tónleikum frá því hún var stofnuð. „Ég held að þessir tónleikar séu ekkert sérstaklega fyrir djass- og fusion-unnendur, heldur bara fyrir tónlistarunnendur almennt, sama úr hvaða flokki þeir koma. Þetta eru tónleikar fyrir fólk sem hefur gaman af að sjá frábæra hljóðfæraleikara spila saman.“ Miðasala hefst næstkomandi miðvikudag á harpa.is og tix.is. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Menning Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Lífið Fleiri fréttir Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Sjá meira
Ein virtasta og þekktasta djass-fusion-hljómsveit heims, Grammy-verðlaunasveitin Snarky Puppy, er á leiðinni til landsins og heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 10. ágúst næstkomandi. „Ég hef sjaldan séð jafn flotta spilamennsku og tónlistarflutning og hljóðfæraleikarar Snarky Puppy bjóða upp á. Þetta eru menn sem hafa spilað allt, kunna og geta allt og eru líklega með betri hljóðfæraleikurum heims,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson, skipuleggjandi tónleikanna. Grammy-verðlaunahafinn, bassaleikarinn og hljómsveitarstjórinn Michael League stofnaði Snarky Puppy árið 2004. Hann hefur á síðustu árum safnað að sér myndarlegum hópi af ótrúlega hæfileikaríkum tónlistarmönnum á sviði djass- og fusion-tónlistar. Meðlimir Snarky Puppy eru eins og fyrr segir miklir reynsluboltar í bransanum og hafa meðal annars spilað með tónlistarfólki eins og Justin Timberlake, Kirk Franklin, Marcus Miller og Snoop Dogg.Snarky Puppy vann á dögunum Grammy-verðlaun fyrir plötuna Sylva í flokknum Best Contemporary Instrumental Album (besta leikna platan í flokki samtímatónlistar).mynd/getty„Mér finnst þetta alveg meiriháttar, það er alveg frábært að ná þessari tegund tónlistarmanna til landsins. Ég er alltaf vakandi fyrir alls kyns tónlistarfólki og hljómsveitum en aðalástæðan fyrir því að ég fór að skoða þetta af alvöru var sú að ég fór í Facebook-hópinn „Get Snarky Puppy to Iceland! – Fáum skapstyggu hvolpana til landsins!“ og fór að fylgjast með þeim þar og fannst tilvalið að fá sveitina til landsins,“ útskýrir Guðbjartur. Yfir 200 manns eru í umræddum Facebook-hópi sem stofnaður var árið 2014 en þar deila aðdáendur Snarky Puppy ýmsum myndböndum og öðru efni tengdu sveitinni. Hljómsveitin er margverðlaunuð og vann til að mynda á dögunum Grammy-verðlaun fyrir plötuna Sylva í flokknum Best Contemporary Instrumental Album (besta leikna platan í flokki samtímatónlistar). Hún vann einnig Grammy-verðlaun árið 2014 og hefur gefið út tíu breiðskífur en sú ellefta væntanleg í sumar. Inn á plöturnar leika um 40 hljóðfæraleikarar og eru þær að jafnaði teknar upp „live“ með áhorfendur í hljóðverinu. Á tónleikum leika að jafnaði um tíu til fimmtán manns með sveitinni. Hún hefur leikið á yfir 1.200 tónleikum frá því hún var stofnuð. „Ég held að þessir tónleikar séu ekkert sérstaklega fyrir djass- og fusion-unnendur, heldur bara fyrir tónlistarunnendur almennt, sama úr hvaða flokki þeir koma. Þetta eru tónleikar fyrir fólk sem hefur gaman af að sjá frábæra hljóðfæraleikara spila saman.“ Miðasala hefst næstkomandi miðvikudag á harpa.is og tix.is.
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Menning Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Lífið Fleiri fréttir Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Sjá meira