Sungu „Ég fann þig“ á meðan þeir björguðu brúðhjónum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. febrúar 2016 14:03 Tævönsku ferðamennirnir með karlakórnum Esju. mynd/karlakórinn esja Kórfélagar karlakórsins Esju komu erlendum ferðamönnum tvisvar til aðstoðar á fimm mínútum í morgun þar sem þeir voru á leið í æfingabúðir inn í Húsadal í Þórsmörk. „Þetta var á vegakaflanum á milli Hellu og Hvolsvallar og aðstæður voru ekkert sérstakar en við vorum á fjórum vel búnum trukkum. Síðan kallar einn trukkurinn „Mayday, Mayday!“, segir að það sé bíll farinn út af og hvort við eigum ekki að koma fólkinu í honum til aðstoðar. Þetta voru fjórir ferðamenn frá Tævan í einhvers konar „pre-wedding“-ferð, konan var meira að segja í brúðarkjól, en þau höfðu runnið svona allhressilega út af veginum,“ segir Guðfinnur Einarsson, formaður kórsins í samtali við Vísi. Með samstilltu átaki tókst kórnum að koma bílnum aftur upp á veg en að sögn Guðfinns var bíllinn alveg pikkfastur og ekki annað í stöðunni en að draga hann aftur upp á veg. Myndband af björguninni má sjá hér að neðan og auðvitað söng kórinn hástöfum á meðan og varð lagið Ég fann þig fyrir valinu.Posted by Björn Sighvatsson on Saturday, 13 February 2016„Þetta var auðvitað alveg yndislegt móment en það fyndna var að við vorum að búnir að keyra í svona fimm mínútur þegar við sáum annan bíl sem hafði farið út af. Þar var fólk frá Boston á ferðinni og það var auðvitað ekki annað í stöðunni en að aðstoða þau líka og draga bílinn upp á veg,“ segir Guðfinnur. Aðspurður hvernig kórnum gekk síðan að komast inn í Þórsmörk segir hann að það hafi gengið vel enda séu trukkarnir vel útbúnir. Kórinn undirbýr nú væntanlega tónleika og eru æfingabúðirnar liður í undirbúningnum en ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær tónleikarnir verða. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vegabréfinu hent í ruslið og sonurinn varð eftir í London Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Kórfélagar karlakórsins Esju komu erlendum ferðamönnum tvisvar til aðstoðar á fimm mínútum í morgun þar sem þeir voru á leið í æfingabúðir inn í Húsadal í Þórsmörk. „Þetta var á vegakaflanum á milli Hellu og Hvolsvallar og aðstæður voru ekkert sérstakar en við vorum á fjórum vel búnum trukkum. Síðan kallar einn trukkurinn „Mayday, Mayday!“, segir að það sé bíll farinn út af og hvort við eigum ekki að koma fólkinu í honum til aðstoðar. Þetta voru fjórir ferðamenn frá Tævan í einhvers konar „pre-wedding“-ferð, konan var meira að segja í brúðarkjól, en þau höfðu runnið svona allhressilega út af veginum,“ segir Guðfinnur Einarsson, formaður kórsins í samtali við Vísi. Með samstilltu átaki tókst kórnum að koma bílnum aftur upp á veg en að sögn Guðfinns var bíllinn alveg pikkfastur og ekki annað í stöðunni en að draga hann aftur upp á veg. Myndband af björguninni má sjá hér að neðan og auðvitað söng kórinn hástöfum á meðan og varð lagið Ég fann þig fyrir valinu.Posted by Björn Sighvatsson on Saturday, 13 February 2016„Þetta var auðvitað alveg yndislegt móment en það fyndna var að við vorum að búnir að keyra í svona fimm mínútur þegar við sáum annan bíl sem hafði farið út af. Þar var fólk frá Boston á ferðinni og það var auðvitað ekki annað í stöðunni en að aðstoða þau líka og draga bílinn upp á veg,“ segir Guðfinnur. Aðspurður hvernig kórnum gekk síðan að komast inn í Þórsmörk segir hann að það hafi gengið vel enda séu trukkarnir vel útbúnir. Kórinn undirbýr nú væntanlega tónleika og eru æfingabúðirnar liður í undirbúningnum en ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær tónleikarnir verða.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vegabréfinu hent í ruslið og sonurinn varð eftir í London Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira