Vísindamenn finna þyngdarbylgjur: Markar tímamót í stjarnvísindum Birgir Olgeirsson skrifar 11. febrúar 2016 16:28 Sævar Helgi Bragason segir þessa uppgötvun marka tímamót í stjarnvísindum og opna nýjar víddir í rannsóknum á alheminum. Vísir „Núna er orðið til nýtt svið stjarnvísinda sem heita þyngdarbylgjustjarnvísindi,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, um þær fregnir að vísindamenn hafa fundið þyngdarbylgjur. Tilkynnt var um þetta á blaðmannafundi í Bandaríkjunum nú síðdegis. Sævar segir þetta marka tímamót í stjarnvísindum og opna nýjar víddir í rannsóknum á alheiminum. Umfjöllun Stjörnufræðivefsins um þyngdarbylgjur Vísindamennirnir fundu þyngdarbylgjurnar 14. september síðastliðinn þegar þeir skoðuðu allra síðustu andartök samruna tveggja svarthola. „Þetta er mjög mikilvægt próf á almenna afstæðiskenningu Einsteins og enn ein staðfestingin á því að Einstein hafði rétt fyrir sér þegar hann var að lýsa eðli alheimsins í sambandi við það að hann sé með þrjár rúmvíddir, fram og aftur, hægri – vinstri og upp og niður og ein tímavídd af því svartholin hafa áhrif á allt þetta í tímarúminu. Þetta er að segja okkur ýmislegt um það hvernig þetta er að hegða sér,“ segir Sævar Helgi.Sjá svar Vísindavefsins um þyngdarbylgjurBreytingin nemur einum tíu þúsundasta af þvermáli róteindar Vísindamennirnir notuðust við víxlunarnema til þyngdarbylgjumælinga sem staðsettir eru í skoðunarstöðvum í Louisiana og Washington í Bandaríkjunum. Þessir víxlunarnemar innihalda leysigeisla sem vísindamennirnir notuðu til að nema þyngdarbylgjurnar. „Það er mjög erfitt að nema þetta, breytingin nemur kannski einum tíu þúsundasta af þvermáli róteindar sem er minna en venjulegt atóm. Þetta eru eins og gárur nema það eru bæði gárur sem toga tímarúmið í kringum okkur og svo strekkja þær á því þjappa þeim saman í leiðinni. Við finnum fyrir áhrifunum á jörðinni og það er það sem menn eru að mæla í LIGO,“ segir Sævar Helgi en LIGO er skammstöfunin á ensku fyrir heiti stöðvanna sem innihalda þessa víxlunarnema, eða Laser Interferometer Gravitational Wave Observatory.Staðfesting á samruna svarthola Sævar tekur fram að þessi samruni sem vísindamennirnir fylgdust með átti sér stað fyrir 1,3 milljörðum ára. „Þarna eru tvö svarthol sem voru sirka 30 sinnum efnismeiri en sólin. Þetta er líka þá fyrsta staðfestingin á slíkum atburði, við höfum aldrei orðið vör við slíkt áður. Þarna sjáum við að við getum lært miklu meira um svarthol með því að rannsaka þyngdarbylgjur,“ segir Sævar.Sigur fyrir mælitækin Hann segir þetta einnig sigur fyrir þessi mælitæki sem voru búin til sérstaklega í þessum tilgangi. Bæta á við öðru tæki sem hefur fengið heitið VIRGO sem verður staðsett í Evrópu. Með þremur tæki verður hægt að miða nákvæmlega út var þessi atburður átti sér stað. „Þá er hægt að leita eftir eftirgeislun og þeim áhrifum sem þetta hefur á umhverfið sitt,“ segir Sævar Helgi. Hann segir ljóst að vísindamennirnir sem leiddu þessa skoðun fái Nóbelsverðlaunin en um er að ræða risastóran hóp vísindamanna í sextán löndum, þó svo að verkefnið sé að mestum hluta fjármagnað af Bandaríkjamönnum. Hér fyrir neðan er myndband sem mögulega gæti útskýrt málið betur fyrir lesendum: Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Sjá meira
„Núna er orðið til nýtt svið stjarnvísinda sem heita þyngdarbylgjustjarnvísindi,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, um þær fregnir að vísindamenn hafa fundið þyngdarbylgjur. Tilkynnt var um þetta á blaðmannafundi í Bandaríkjunum nú síðdegis. Sævar segir þetta marka tímamót í stjarnvísindum og opna nýjar víddir í rannsóknum á alheiminum. Umfjöllun Stjörnufræðivefsins um þyngdarbylgjur Vísindamennirnir fundu þyngdarbylgjurnar 14. september síðastliðinn þegar þeir skoðuðu allra síðustu andartök samruna tveggja svarthola. „Þetta er mjög mikilvægt próf á almenna afstæðiskenningu Einsteins og enn ein staðfestingin á því að Einstein hafði rétt fyrir sér þegar hann var að lýsa eðli alheimsins í sambandi við það að hann sé með þrjár rúmvíddir, fram og aftur, hægri – vinstri og upp og niður og ein tímavídd af því svartholin hafa áhrif á allt þetta í tímarúminu. Þetta er að segja okkur ýmislegt um það hvernig þetta er að hegða sér,“ segir Sævar Helgi.Sjá svar Vísindavefsins um þyngdarbylgjurBreytingin nemur einum tíu þúsundasta af þvermáli róteindar Vísindamennirnir notuðust við víxlunarnema til þyngdarbylgjumælinga sem staðsettir eru í skoðunarstöðvum í Louisiana og Washington í Bandaríkjunum. Þessir víxlunarnemar innihalda leysigeisla sem vísindamennirnir notuðu til að nema þyngdarbylgjurnar. „Það er mjög erfitt að nema þetta, breytingin nemur kannski einum tíu þúsundasta af þvermáli róteindar sem er minna en venjulegt atóm. Þetta eru eins og gárur nema það eru bæði gárur sem toga tímarúmið í kringum okkur og svo strekkja þær á því þjappa þeim saman í leiðinni. Við finnum fyrir áhrifunum á jörðinni og það er það sem menn eru að mæla í LIGO,“ segir Sævar Helgi en LIGO er skammstöfunin á ensku fyrir heiti stöðvanna sem innihalda þessa víxlunarnema, eða Laser Interferometer Gravitational Wave Observatory.Staðfesting á samruna svarthola Sævar tekur fram að þessi samruni sem vísindamennirnir fylgdust með átti sér stað fyrir 1,3 milljörðum ára. „Þarna eru tvö svarthol sem voru sirka 30 sinnum efnismeiri en sólin. Þetta er líka þá fyrsta staðfestingin á slíkum atburði, við höfum aldrei orðið vör við slíkt áður. Þarna sjáum við að við getum lært miklu meira um svarthol með því að rannsaka þyngdarbylgjur,“ segir Sævar.Sigur fyrir mælitækin Hann segir þetta einnig sigur fyrir þessi mælitæki sem voru búin til sérstaklega í þessum tilgangi. Bæta á við öðru tæki sem hefur fengið heitið VIRGO sem verður staðsett í Evrópu. Með þremur tæki verður hægt að miða nákvæmlega út var þessi atburður átti sér stað. „Þá er hægt að leita eftir eftirgeislun og þeim áhrifum sem þetta hefur á umhverfið sitt,“ segir Sævar Helgi. Hann segir ljóst að vísindamennirnir sem leiddu þessa skoðun fái Nóbelsverðlaunin en um er að ræða risastóran hóp vísindamanna í sextán löndum, þó svo að verkefnið sé að mestum hluta fjármagnað af Bandaríkjamönnum. Hér fyrir neðan er myndband sem mögulega gæti útskýrt málið betur fyrir lesendum:
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Sjá meira