Benz þarf að svara til saka fyrir mengun dísilbíla Finnur Thorlacius skrifar 29. febrúar 2016 13:50 Eru Blue Efficiency bílar Mercedes Benz ekki svo umhverfisvænir? Bandaríska umhverfismálastofnunin EPA (Environmental Protection Agency) hefur óskað eftir skýringum hjá Mercedes Benz á því af hverju sumir dísilbílar fyrirtækisins menga allt að 65 sinnum meira heldur en uppgefið er. Þeir bílar Mercedes Benz sem menga svona gríðarlega miklu meira en uppgefið er gera það þegar hiti fer undir 10 gráður og tugfaldast þá mengun þeirra. Mercedes Benz hefur markaðssett BlueTEC dísilbíla sína sem þá heimsins umhverfisvænustu og tæknivæddustu á meðal dísilbíla. Ef til vill er sú fullyrðing skot yfir markið ef marka má niðurstöður mælinga EPA. Mercedes Benz segir að fyrirtækið hafi ekki aðhafst neitt ólöglegt en búnaður sem hindra á mengun bílanna virki ekki sem skildi við lágt hitastig og þá aftengist mengunarvarnarbúnaðurinn að mestu leiti til varnar pústkerfi og vél bílanna. Svo langt hefur EPA í Bandaríkjunum gengið að kæra Mercedes Benz fyrir þessa margfalda mengun bíla þeirra. Var það þýska dagblaðið Handelsblatt sem greindi fyrst frá þessari ákæru fyrir um viku síðan. Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Bandaríska umhverfismálastofnunin EPA (Environmental Protection Agency) hefur óskað eftir skýringum hjá Mercedes Benz á því af hverju sumir dísilbílar fyrirtækisins menga allt að 65 sinnum meira heldur en uppgefið er. Þeir bílar Mercedes Benz sem menga svona gríðarlega miklu meira en uppgefið er gera það þegar hiti fer undir 10 gráður og tugfaldast þá mengun þeirra. Mercedes Benz hefur markaðssett BlueTEC dísilbíla sína sem þá heimsins umhverfisvænustu og tæknivæddustu á meðal dísilbíla. Ef til vill er sú fullyrðing skot yfir markið ef marka má niðurstöður mælinga EPA. Mercedes Benz segir að fyrirtækið hafi ekki aðhafst neitt ólöglegt en búnaður sem hindra á mengun bílanna virki ekki sem skildi við lágt hitastig og þá aftengist mengunarvarnarbúnaðurinn að mestu leiti til varnar pústkerfi og vél bílanna. Svo langt hefur EPA í Bandaríkjunum gengið að kæra Mercedes Benz fyrir þessa margfalda mengun bíla þeirra. Var það þýska dagblaðið Handelsblatt sem greindi fyrst frá þessari ákæru fyrir um viku síðan.
Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent