Ágústa Eva: Leitaði uppi kannabisræktanir með fíknó Ólöf Skaftadóttir skrifar 27. febrúar 2016 07:30 Ágústa segist alltaf hafa laðast að fólki sem er aðeins á jaðrinum. Sjálf er hún líka óhrædd við að fara óhefðbundnar leiðir. Fréttablaðið/Valli Ágústa Eva Erlendsdóttir segir frá vöktunum með fíkniefnadeild lögreglunnar. Hún segir samkeppnina í leikhúsunum mikla og að stundum verði baknag. Hún ræðir breytingar á einkalífi sínu og af hverju hún sagði upp í Þjóðleikhúsinu. „Ég trúi svo mikið á genamengið okkar. Að fólk lifi í manni, foreldrar manns og fólkið sem maður hittir, en líka fólkið sem maður hittir ekki. Ég finn svo sterkt fyrir þessu. Sama hvað samfélagið er að segja þér að þú eigir að vera að gera eða hvað þér á að finnast, þá veistu alltaf hvað er best fyrir þig, í hjartanu,“ segir Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona og dómari í Ísland Got Talent. Sýningum er nú lokið á Línu Langsokk, þar sem Ágústa lék titilhlutverkið. Hún er búin að lofa sér í fjórar bíómyndir á næsta ári og í næstu viku hefjast beinar útsendingar frá hæfileikakeppninni Ísland Got Talent, en Ágústa er líkt og flestir vita einn dómaranna í þáttunum. Þrátt fyrir að hafa ýmislegt á prjónunum kallar Ágústa tímann núna lognið á undan storminum. „Ég er að reyna að búa mér til smá speis. Fara í smá frí, því ég hef ekki gert það í mörg ár. Svo fer allt á fullt aftur í vor og ég vil vera í stuði þá.“Rammpólitískur bardagamaðurÁgústa, sem ólst upp í Hveragerði, segist frá unga aldri hafa laðast að fólki með sterkan persónuleika, fólki sem var aðeins öðruvísi en aðrir. „Ég fíla fólk sem er ekki eins og allir hinir. Ef við umgöngumst bara fólk sem er sammála okkur, þá lærir maður aldrei neitt. Ég dýrka fólk sem er ekki alveg samfélagslega samþykkt – segir hluti sem það á ekki að segja eða klæðir sig eins og það á ekki að klæða sig. Ég hef alltaf laðast að fólki sem er aðeins á jaðrinum.“ Sjálf er Ágústa Eva sennilega aðeins á jaðrinum, hefur allavega gert marga þá hluti sem aðra aðeins dreymir um að gera. Hún hefur tekið þátt í Eurovision, leikið í dansleikjum og gangster-bíómyndum, barnaefni og komið fram á tónleikum með sumum þekktustu tónlistarmönnum landsins. Hún er rammpólitískur bardagaíþróttamaður í Mjölni sem segist ekki fylgjast með fréttum. „Ólafur Ragnar Grímsson er til dæmis einn af þessum sterku karakterum. Það sýndi sig þegar hann neitaði að skrifa undir Icesave. Ég mætti til þess að mótmæla að við skrifuðum undir samninginn alla daga, í geðveikt miklum kulda. Ég fíla svona. Fíla svona lið sem er óhrætt við að taka ákvarðanir og fylgja sannfæringu sinni. Ég er samt ekki framsóknarmaður, eins og einhver fréttamaður skrifaði um mig um daginn. Ég fylgist ekki mikið með fréttum.“Sniffaði eftir kannabis Skemmtilegast og áhugaverðast af öllu finnst Ágústu Evu að villa á sér heimildir, eins og hún kallar það. „Mér fannst geðveikt gaman til dæmis í undirbúningi fyrir tökur á Borgríki. Þá fékk ég að fara á vaktir með fíkniefnadeild lögreglunnar. Ég lifði mig svo mikið inn í það og það var svo gaman. Á þessum tíma var líka hrina af kannabisræktunar-böstum, og við vorum að leita og sniffa eftir kannabis úti á götu. Í eitt skiptið komu nokkrir kvikmyndagerðarmenn sem voru að taka upp innslag úr einu böstinu fyrir sjónvarpið. Ég þekkti þá alla og hafði unnið með þeim. Þeir vissu náttúrulega ekki að ég væri þarna á vakt með fíknó, þannig að ég lét lögreglumennina handtaka mig úti á miðju gólfi eins og væri verið að bösta mig fyrir þessa ræktun,“ segir Ágústa og hlær. „Gaukur Úlfarsson vinur minn, sem gerði með mér Silvíu Nótt, var þarna að taka upp, hann fölnaði allur og hristist þegar hann sá mig í járnum inni á miðju gólfi.“ Ágústu fannst svo gaman með fíknó að hún íhugaði alvarlega að skipta um starfsferil. „En þá hefði ég ekki getað verið „undercover“ vegna þess að ég þekkist, væntanlega,“ segir Ágústa og hlær.Fílaði aldrei Eurovision Silvía Nótt er annað dæmi. Ágústa segist hafa klúðrað því hlutverki að lokum. „En okkur tókst samt að halda henni fjári lengi. Okkur tókst að gera marga ofsalega reiða og jafnvel ringlaða. Ég neita ekki að við sem að þessu stóðum fengum hressilegt kikk út úr því, óvænt kikk. Silvía Nótt var eitt það skemmtilegasta sem ég hef tekið mér fyrir hendur, algjör rússíbanareið sem endaði með menningarlegu stórslysi fyrir framan alla Evrópu.“ Ágústa hlær þegar hún rifjar upp þennan tíma. „Það er fátt verra fyrir íslenska egóið en að tapa í Eurovision. Það er raunar frekar skrýtið að horfa upp á þessi tapsærindi á hverju ári. Það er eiginlega pínlegt.“Fílaðir þú aldrei Eurovision? „Nei. Við Gaukur fíluðum aldrei Eurovision og aldeilis ekki lögin eða þessa menningu. Okkur fannst komið gott af þessu rugli öllu í kringum þessa keppni, þannig að við hleyptum skaðræðistrippinu okkar, Silvíu, inn í hið helga gerði Eurovision og svo iðuðum við í skinninu yfir því hvað myndi gerast. Og svo varð þetta bara grískur harmleikur í beinni útsendingu. Fólk gapti alveg yfir Silvíu.“ Ágústa hlær. Segist vera stolt af litla listaverkinu sem er Silvía Nótt. „Við munum alltaf vera stolt af Silvíu Nótt. Við munum alltaf hugsa til hennar með gleði í hjarta."Silvía NóttÞað er náttúrulega þannig með Íslendinga að alltaf einu sinni á ári fyllumst við einhverri svona lúmskri von um að vinna þessa hræðilegu keppni. Hvað er að okkur?“ Ágústa hlær. „En það er þetta með að leika eitthvert hlutverk sem mér fannst svo gaman við Silvíu. Villa á sér heimildir. Þar kem ég líka aðeins inn á þetta með genin. Langafi minn, Jakob, ég finn svo fyrir honum þó við höfum aldrei hist. Hann var svona „double agent“. Var í hvítliðahreyfingu á Íslandi og gekk til liðs við nasista í Danmörku. Eftir stríðið var hann svo verðlaunaður í Danmörku, fyrir að hafa verið uppljóstrari um nasistana. Þá var hann allan tímann að segja til þeirra sem hann var mjög náinn og bjargaði þannig fjölda mannslífa.“Sumir heilsa manni ekki Hún segist engin plön hafa um hvaða stefnu hún ætli að taka í lífinu, önnur en þau að njóta lífsins og fylgja sannfæringunni. Hún hafði aldrei neinar áætlanir um að feta þann veg sem hún hefur gert, fór ekki í leiklistarskóla og sóttist aldrei beint eftir því að verða leikkona. „Og ég verð alveg vör við það að ég er ekki mjög vinsæl meðal sumra í leikhúsbransanum. Samkeppnin er hörð, plássin eru fá og það kemur einhver manneskja sem hefur aldrei beint sóst eftir hlutverkum eða því að leika og fær hlutverk. Ég hef verið kölluð amatör og skemmtikraftur. Sumir heilsa manni ekki. Það er baknag í leikhúsbransanum stundum.“Rugl í Þjóðleikhúsinu Ágústa Eva var um skamma hríð fastur starfsmaður í Þjóðleikhúsinu. „Það gekk ekki upp. Ég sagði upp. Ég var búin að vera að leika í mörgum sýningum og hafði mikið að gera. Samkvæmt lögum eiga starfsmenn Þjóðleikhússins rétt á einum frídegi í viku, en leikhúsið má kaupa þann dag af þér. Fjórðu vikuna í röð sem átti að kaupa minn frídag, þá neitaði ég. Þá hótaði framkvæmdastjórinn á þeim tíma, sem nú hefur tekið við starfi þjóðleikhússtjóra, að beita mig neyðarlögum. Það er eitthvert úrræði sem er til í lögum til þess að fá slökkviliðsmenn til að vinna ef það kviknar í Þjóðarbókhlöðunni eða eitthvað álíka. Þetta var rosalega skrýtin upplifun. Ég vil bara vinna við það sem gerir mig hamingjusama og ég var það ekki á þessum tíma. Ég var farin að slasa mig á æfingum, sýna nefbrotin og svona. Þetta var bara orðið algjört rugl.“Af hverju er hún að hringja núna? Ágústa Eva ákvað að taka sér frí frá leikhúsinu. „Ég hugsaði með mér að ég myndi fá mér aðra vinnu, fara frekar að vinna í búð eða sjoppu. Allavega frekar en að halda þarna áfram. Þetta var ekki það sem ég vildi gera í lífinu, Þjóðleikhúsið var ekki vinnustaður fyrir mig. En þá hringdi Ágústa Skúladóttir í mig og bað mig að leika Línu Langsokk. Ég hugsaði með mér, oooh, af hverju er hún að hringja núna, þegar ég er búin að ákveða að hætta? En eftir einhverjar þrjár vikur, sem ég hugsaði mig um, þá sagðist ég að sjálfsögðu vilja leika Línu. Geggjað hlutverk og það er ógeðslega gaman að vinna í Borgarleikhúsinu. Þar er algjörlega frábært fólk. Ísland Got Talent er líka ótrúlega skemmtilegt verkefni.“Tryllt að berjast fyrir sínu Ágústa situr í sæti dómara í hæfileikakeppninni. Ásamt Ágústu eru í dómnefnd Dr. Gunni, Jakob Frímann Magnússon og Marta María Jónasdóttir, á Smartlandi. „Já, þetta er skemmtilegt fólk. Við erum ekkert alltaf sammála og við höfum öll ólík sjónarmið, en það gerir mig bara ennþá trylltari í að berjast fyrir mínu fólki. Við erum öll að verða góðir félagar. Gunni kom til dæmis mest á óvart, hann minnir mig á stóra bróður minn. Hann er mjög fyndinn og góður maður eins og bræður mínir eru báðir. En ég vissi ekki að hann væri svona fyndinn.“ Hún segist spennt fyrir beinu útsendingunum. „Já, sjúklega spennt og stressuð fyrir hönd keppendanna. Því ég veit að þau eru svo stressuð. Sumir karakterarnir sem eru að taka þarna þátt eru svo dásamlegir. Heimsklassafólk. Maður heldur svo mikið með þeim. Kannski er ég orðin svona ástfangin af þessu fólki en mér finnst ég aldrei hafa séð svona mikla talenta. Er með stjörnur í augunum og hlandið í buxunum og er þakklát fyrir að fá að vera hluti af þessu öllu og vera þarna fyrir þau. Þau eru svo einlæg og hæfileikarík.“Lærði helling af sambandinu Nýverið festi Ágústa Eva kaup á æskuheimili sínu í Hveragerði ásamt barnsföður sínum, Jóni Viðari, oft kenndum við Mjölni. Þau hafa nú slitið samvistum en Ágústa hyggst halda húsinu í Hveragerði. Þar líður henni eins og hún sé komin heim. „Við Jón Viðar vorum saman í sex ár. Við erum búin að læra helling hvort af öðru. Nú hins vegar höldum við áfram að læra og lifa sitt í hvoru lagi sem þarf ekkert að vera neikvætt. Ég er mjög sátt og lít björtum augum á framtíð okkar beggja og fjölskyldunnar okkar,“ segir Ágústa og heldur áfram. „Þegar ég var nýflutt inn á æskuheimilið mitt aftur stóð ég út í garði og horfði upp í stjörnuhimininn og ég fékk þessa tilfinningu, eins og þegar maður var barn og heimurinn var svo stór og svo göldróttur, og maður er svo lítill í samanburðinum. Og ég fékk tilfinninguna sem því fylgir að vera komin heim. Mig langar að vera lítil í alheiminum og finna hvað hann er stórkostlegur í stað þess að vera alltaf að gera sig stórkostlegan. Ef maður sér hvað tilveran er stórkostleg, þá líður manni vel og þá er svo miklu auðveldara að vera til. Ég vil bara vera hamingjusöm og gera góða hluti með góðu fólki.“Skrýtin og brengluð AA-samtök Ágústa hefur gert margar tilraunir til þess að finna hamingjuna, eins og við flest. Eitt af því sem hún reyndi var að fara í AA-samtökin. „Ég var engin rosaleg fyllibytta, en ég datt stundum í það á Ölstofunni um helgar. Ég var eitthvað svo uppfull af kvíða og mínum áföllum að ég var að nota áfengi til að deyfa það, eins og ég held að flestir geri. Ég trúi því að áfengi og vímuefni séu bara til að deyfa einhverjar tilfinningar sem eru erfiðar, út úr þeim tilfinningum er hægt að vinna með sannreyndum meðferðum á borð við EMDR og HAM og annað. Ég held að heilasjúkdómurinn alkóhólismi sé ekki til, heldur sé fíkn afleiðing af einhverju sem við verðum fyrir. Ég var í AA-samtökunum í nokkur ár, og fannst það meira að segja ógeðslega gaman. Ég talaði á fundum og allt. En svo bara rann upp fyrir mér að það er ekki minn staður að vera að segja að fólk sé með sjúkdóm og ætla að hjálpa því að losna við hann. Ég veit að AA er gott og vel meinandi í eðli sínu en þetta verður svo skrýtið og brenglað. Þetta gerir eflaust mörgum gott, en fyrir svo marga aðra virkar þetta alls ekki. Þetta gerði mér gott en á sama tíma þá hefti það mig. Það eru hugsanavillur í AA-samtökunum og maður verður að horfast í augu við það. Það að trúa á Guð eða alheimsorkuna eða hvað sem er, það er bara fallegt – en að vera að rugla því saman við áföll og kvíða er bara rugl. Því það er það sem áfengi og vímuefni eru, kvíðalyf. Þú fæðist ekki þannig að þú þurfir að drekka þig í hel. Það er eitthvað sem gerist á leiðinni.“ Ísland Got Talent Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fleiri fréttir Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Sjá meira
Ágústa Eva Erlendsdóttir segir frá vöktunum með fíkniefnadeild lögreglunnar. Hún segir samkeppnina í leikhúsunum mikla og að stundum verði baknag. Hún ræðir breytingar á einkalífi sínu og af hverju hún sagði upp í Þjóðleikhúsinu. „Ég trúi svo mikið á genamengið okkar. Að fólk lifi í manni, foreldrar manns og fólkið sem maður hittir, en líka fólkið sem maður hittir ekki. Ég finn svo sterkt fyrir þessu. Sama hvað samfélagið er að segja þér að þú eigir að vera að gera eða hvað þér á að finnast, þá veistu alltaf hvað er best fyrir þig, í hjartanu,“ segir Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona og dómari í Ísland Got Talent. Sýningum er nú lokið á Línu Langsokk, þar sem Ágústa lék titilhlutverkið. Hún er búin að lofa sér í fjórar bíómyndir á næsta ári og í næstu viku hefjast beinar útsendingar frá hæfileikakeppninni Ísland Got Talent, en Ágústa er líkt og flestir vita einn dómaranna í þáttunum. Þrátt fyrir að hafa ýmislegt á prjónunum kallar Ágústa tímann núna lognið á undan storminum. „Ég er að reyna að búa mér til smá speis. Fara í smá frí, því ég hef ekki gert það í mörg ár. Svo fer allt á fullt aftur í vor og ég vil vera í stuði þá.“Rammpólitískur bardagamaðurÁgústa, sem ólst upp í Hveragerði, segist frá unga aldri hafa laðast að fólki með sterkan persónuleika, fólki sem var aðeins öðruvísi en aðrir. „Ég fíla fólk sem er ekki eins og allir hinir. Ef við umgöngumst bara fólk sem er sammála okkur, þá lærir maður aldrei neitt. Ég dýrka fólk sem er ekki alveg samfélagslega samþykkt – segir hluti sem það á ekki að segja eða klæðir sig eins og það á ekki að klæða sig. Ég hef alltaf laðast að fólki sem er aðeins á jaðrinum.“ Sjálf er Ágústa Eva sennilega aðeins á jaðrinum, hefur allavega gert marga þá hluti sem aðra aðeins dreymir um að gera. Hún hefur tekið þátt í Eurovision, leikið í dansleikjum og gangster-bíómyndum, barnaefni og komið fram á tónleikum með sumum þekktustu tónlistarmönnum landsins. Hún er rammpólitískur bardagaíþróttamaður í Mjölni sem segist ekki fylgjast með fréttum. „Ólafur Ragnar Grímsson er til dæmis einn af þessum sterku karakterum. Það sýndi sig þegar hann neitaði að skrifa undir Icesave. Ég mætti til þess að mótmæla að við skrifuðum undir samninginn alla daga, í geðveikt miklum kulda. Ég fíla svona. Fíla svona lið sem er óhrætt við að taka ákvarðanir og fylgja sannfæringu sinni. Ég er samt ekki framsóknarmaður, eins og einhver fréttamaður skrifaði um mig um daginn. Ég fylgist ekki mikið með fréttum.“Sniffaði eftir kannabis Skemmtilegast og áhugaverðast af öllu finnst Ágústu Evu að villa á sér heimildir, eins og hún kallar það. „Mér fannst geðveikt gaman til dæmis í undirbúningi fyrir tökur á Borgríki. Þá fékk ég að fara á vaktir með fíkniefnadeild lögreglunnar. Ég lifði mig svo mikið inn í það og það var svo gaman. Á þessum tíma var líka hrina af kannabisræktunar-böstum, og við vorum að leita og sniffa eftir kannabis úti á götu. Í eitt skiptið komu nokkrir kvikmyndagerðarmenn sem voru að taka upp innslag úr einu böstinu fyrir sjónvarpið. Ég þekkti þá alla og hafði unnið með þeim. Þeir vissu náttúrulega ekki að ég væri þarna á vakt með fíknó, þannig að ég lét lögreglumennina handtaka mig úti á miðju gólfi eins og væri verið að bösta mig fyrir þessa ræktun,“ segir Ágústa og hlær. „Gaukur Úlfarsson vinur minn, sem gerði með mér Silvíu Nótt, var þarna að taka upp, hann fölnaði allur og hristist þegar hann sá mig í járnum inni á miðju gólfi.“ Ágústu fannst svo gaman með fíknó að hún íhugaði alvarlega að skipta um starfsferil. „En þá hefði ég ekki getað verið „undercover“ vegna þess að ég þekkist, væntanlega,“ segir Ágústa og hlær.Fílaði aldrei Eurovision Silvía Nótt er annað dæmi. Ágústa segist hafa klúðrað því hlutverki að lokum. „En okkur tókst samt að halda henni fjári lengi. Okkur tókst að gera marga ofsalega reiða og jafnvel ringlaða. Ég neita ekki að við sem að þessu stóðum fengum hressilegt kikk út úr því, óvænt kikk. Silvía Nótt var eitt það skemmtilegasta sem ég hef tekið mér fyrir hendur, algjör rússíbanareið sem endaði með menningarlegu stórslysi fyrir framan alla Evrópu.“ Ágústa hlær þegar hún rifjar upp þennan tíma. „Það er fátt verra fyrir íslenska egóið en að tapa í Eurovision. Það er raunar frekar skrýtið að horfa upp á þessi tapsærindi á hverju ári. Það er eiginlega pínlegt.“Fílaðir þú aldrei Eurovision? „Nei. Við Gaukur fíluðum aldrei Eurovision og aldeilis ekki lögin eða þessa menningu. Okkur fannst komið gott af þessu rugli öllu í kringum þessa keppni, þannig að við hleyptum skaðræðistrippinu okkar, Silvíu, inn í hið helga gerði Eurovision og svo iðuðum við í skinninu yfir því hvað myndi gerast. Og svo varð þetta bara grískur harmleikur í beinni útsendingu. Fólk gapti alveg yfir Silvíu.“ Ágústa hlær. Segist vera stolt af litla listaverkinu sem er Silvía Nótt. „Við munum alltaf vera stolt af Silvíu Nótt. Við munum alltaf hugsa til hennar með gleði í hjarta."Silvía NóttÞað er náttúrulega þannig með Íslendinga að alltaf einu sinni á ári fyllumst við einhverri svona lúmskri von um að vinna þessa hræðilegu keppni. Hvað er að okkur?“ Ágústa hlær. „En það er þetta með að leika eitthvert hlutverk sem mér fannst svo gaman við Silvíu. Villa á sér heimildir. Þar kem ég líka aðeins inn á þetta með genin. Langafi minn, Jakob, ég finn svo fyrir honum þó við höfum aldrei hist. Hann var svona „double agent“. Var í hvítliðahreyfingu á Íslandi og gekk til liðs við nasista í Danmörku. Eftir stríðið var hann svo verðlaunaður í Danmörku, fyrir að hafa verið uppljóstrari um nasistana. Þá var hann allan tímann að segja til þeirra sem hann var mjög náinn og bjargaði þannig fjölda mannslífa.“Sumir heilsa manni ekki Hún segist engin plön hafa um hvaða stefnu hún ætli að taka í lífinu, önnur en þau að njóta lífsins og fylgja sannfæringunni. Hún hafði aldrei neinar áætlanir um að feta þann veg sem hún hefur gert, fór ekki í leiklistarskóla og sóttist aldrei beint eftir því að verða leikkona. „Og ég verð alveg vör við það að ég er ekki mjög vinsæl meðal sumra í leikhúsbransanum. Samkeppnin er hörð, plássin eru fá og það kemur einhver manneskja sem hefur aldrei beint sóst eftir hlutverkum eða því að leika og fær hlutverk. Ég hef verið kölluð amatör og skemmtikraftur. Sumir heilsa manni ekki. Það er baknag í leikhúsbransanum stundum.“Rugl í Þjóðleikhúsinu Ágústa Eva var um skamma hríð fastur starfsmaður í Þjóðleikhúsinu. „Það gekk ekki upp. Ég sagði upp. Ég var búin að vera að leika í mörgum sýningum og hafði mikið að gera. Samkvæmt lögum eiga starfsmenn Þjóðleikhússins rétt á einum frídegi í viku, en leikhúsið má kaupa þann dag af þér. Fjórðu vikuna í röð sem átti að kaupa minn frídag, þá neitaði ég. Þá hótaði framkvæmdastjórinn á þeim tíma, sem nú hefur tekið við starfi þjóðleikhússtjóra, að beita mig neyðarlögum. Það er eitthvert úrræði sem er til í lögum til þess að fá slökkviliðsmenn til að vinna ef það kviknar í Þjóðarbókhlöðunni eða eitthvað álíka. Þetta var rosalega skrýtin upplifun. Ég vil bara vinna við það sem gerir mig hamingjusama og ég var það ekki á þessum tíma. Ég var farin að slasa mig á æfingum, sýna nefbrotin og svona. Þetta var bara orðið algjört rugl.“Af hverju er hún að hringja núna? Ágústa Eva ákvað að taka sér frí frá leikhúsinu. „Ég hugsaði með mér að ég myndi fá mér aðra vinnu, fara frekar að vinna í búð eða sjoppu. Allavega frekar en að halda þarna áfram. Þetta var ekki það sem ég vildi gera í lífinu, Þjóðleikhúsið var ekki vinnustaður fyrir mig. En þá hringdi Ágústa Skúladóttir í mig og bað mig að leika Línu Langsokk. Ég hugsaði með mér, oooh, af hverju er hún að hringja núna, þegar ég er búin að ákveða að hætta? En eftir einhverjar þrjár vikur, sem ég hugsaði mig um, þá sagðist ég að sjálfsögðu vilja leika Línu. Geggjað hlutverk og það er ógeðslega gaman að vinna í Borgarleikhúsinu. Þar er algjörlega frábært fólk. Ísland Got Talent er líka ótrúlega skemmtilegt verkefni.“Tryllt að berjast fyrir sínu Ágústa situr í sæti dómara í hæfileikakeppninni. Ásamt Ágústu eru í dómnefnd Dr. Gunni, Jakob Frímann Magnússon og Marta María Jónasdóttir, á Smartlandi. „Já, þetta er skemmtilegt fólk. Við erum ekkert alltaf sammála og við höfum öll ólík sjónarmið, en það gerir mig bara ennþá trylltari í að berjast fyrir mínu fólki. Við erum öll að verða góðir félagar. Gunni kom til dæmis mest á óvart, hann minnir mig á stóra bróður minn. Hann er mjög fyndinn og góður maður eins og bræður mínir eru báðir. En ég vissi ekki að hann væri svona fyndinn.“ Hún segist spennt fyrir beinu útsendingunum. „Já, sjúklega spennt og stressuð fyrir hönd keppendanna. Því ég veit að þau eru svo stressuð. Sumir karakterarnir sem eru að taka þarna þátt eru svo dásamlegir. Heimsklassafólk. Maður heldur svo mikið með þeim. Kannski er ég orðin svona ástfangin af þessu fólki en mér finnst ég aldrei hafa séð svona mikla talenta. Er með stjörnur í augunum og hlandið í buxunum og er þakklát fyrir að fá að vera hluti af þessu öllu og vera þarna fyrir þau. Þau eru svo einlæg og hæfileikarík.“Lærði helling af sambandinu Nýverið festi Ágústa Eva kaup á æskuheimili sínu í Hveragerði ásamt barnsföður sínum, Jóni Viðari, oft kenndum við Mjölni. Þau hafa nú slitið samvistum en Ágústa hyggst halda húsinu í Hveragerði. Þar líður henni eins og hún sé komin heim. „Við Jón Viðar vorum saman í sex ár. Við erum búin að læra helling hvort af öðru. Nú hins vegar höldum við áfram að læra og lifa sitt í hvoru lagi sem þarf ekkert að vera neikvætt. Ég er mjög sátt og lít björtum augum á framtíð okkar beggja og fjölskyldunnar okkar,“ segir Ágústa og heldur áfram. „Þegar ég var nýflutt inn á æskuheimilið mitt aftur stóð ég út í garði og horfði upp í stjörnuhimininn og ég fékk þessa tilfinningu, eins og þegar maður var barn og heimurinn var svo stór og svo göldróttur, og maður er svo lítill í samanburðinum. Og ég fékk tilfinninguna sem því fylgir að vera komin heim. Mig langar að vera lítil í alheiminum og finna hvað hann er stórkostlegur í stað þess að vera alltaf að gera sig stórkostlegan. Ef maður sér hvað tilveran er stórkostleg, þá líður manni vel og þá er svo miklu auðveldara að vera til. Ég vil bara vera hamingjusöm og gera góða hluti með góðu fólki.“Skrýtin og brengluð AA-samtök Ágústa hefur gert margar tilraunir til þess að finna hamingjuna, eins og við flest. Eitt af því sem hún reyndi var að fara í AA-samtökin. „Ég var engin rosaleg fyllibytta, en ég datt stundum í það á Ölstofunni um helgar. Ég var eitthvað svo uppfull af kvíða og mínum áföllum að ég var að nota áfengi til að deyfa það, eins og ég held að flestir geri. Ég trúi því að áfengi og vímuefni séu bara til að deyfa einhverjar tilfinningar sem eru erfiðar, út úr þeim tilfinningum er hægt að vinna með sannreyndum meðferðum á borð við EMDR og HAM og annað. Ég held að heilasjúkdómurinn alkóhólismi sé ekki til, heldur sé fíkn afleiðing af einhverju sem við verðum fyrir. Ég var í AA-samtökunum í nokkur ár, og fannst það meira að segja ógeðslega gaman. Ég talaði á fundum og allt. En svo bara rann upp fyrir mér að það er ekki minn staður að vera að segja að fólk sé með sjúkdóm og ætla að hjálpa því að losna við hann. Ég veit að AA er gott og vel meinandi í eðli sínu en þetta verður svo skrýtið og brenglað. Þetta gerir eflaust mörgum gott, en fyrir svo marga aðra virkar þetta alls ekki. Þetta gerði mér gott en á sama tíma þá hefti það mig. Það eru hugsanavillur í AA-samtökunum og maður verður að horfast í augu við það. Það að trúa á Guð eða alheimsorkuna eða hvað sem er, það er bara fallegt – en að vera að rugla því saman við áföll og kvíða er bara rugl. Því það er það sem áfengi og vímuefni eru, kvíðalyf. Þú fæðist ekki þannig að þú þurfir að drekka þig í hel. Það er eitthvað sem gerist á leiðinni.“
Ísland Got Talent Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fleiri fréttir Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Sjá meira