Atburðarásin er skrautleg og viðburðarrík Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 27. febrúar 2016 10:00 Elma Stefanía er ung og efnileg leikkona sem hefur leikið fjölda burðarhlutverka frá því hún útskrifaðist. Vísir/Anton „Fyrsta sýningin sem ég leik í var Harmsaga eftir Mikael Torfason, en sú sýning var einnig sýnd á alþjóðlegri leiklistarhátíð í Kennedy Center í Washington í mars 2014, sem var frábær upplifun. Þar á eftir lék ég Abigail Williams í Eldrauninni eftir Arthur Miller og í Konan við 1000° eftir Hallgrím Helgason. Eftir það lék ég Ástu Sóllilju í Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness og aðalhlutverkið í Segulsviði eftir Sigurð Pálsson,“ segir Elma Stefanía. Það er óhætt að segja að Elma Stefanía hefur haft í nógu að snúast frá því að hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands vorið 2013 en Elma tók til starfa hjá Þjóðleikhúsinu strax eftir útskrift og lék þar fjölda aðalhlutverka. Elma var tilnefnd til Menningarverðlauna DV árið 2015 fyrir túlkun sína í þremur ólíkum sýningum í Þjóðleikhúsinu. En hún hefur hlotið tvær tilnefningar til Grímunnar. Í dag er Elma fastráðin leikkona við Borgarleikhúsið, þar sem hún fer með hlutverk Dótturinnar í Auglýsingu ársins. „Dóttirin er í rauninni hvorki karl né kona, hún er í raun með graut í staðinn fyrir kynfæri og hún ætlar sér ekki að þurfa að velja hvort hún sé. Hún er rosalega klár og mjög gáfuð en líka óörugg og hrædd og það gerir það að verkum að hún er frekar grimm. Verkið fjallar um auglýsingastofu sem er á barmi gjaldþrots þegar loksins birtist kúnni með fulla vasa fjár. Kúnninn fær auglýsingastofuna til að gera auglýsingu fyrir sig, og það má segja að þá fari allt á fullt til að mæta óskum þessa leyndardómsfulla viðskiptavinar. Þau byrja bara að vinna að auglýsingunni af fullum krafti en hafa í raun ekki hugmynd um hvað þau eru að auglýsa. Verkið er bæði flott að því leyti að stíllinn hans Tyrfings er með eindæmum beittur, flottur og fyndinn,“ segir Elma Stefanía Ágústsdóttir leikkona spennt fyrir verkinu. Tyrfingur Tyrfingsson er talinn með áhugaverðustu leikskáldum landsins af yngstu kynslóð höfunda og Auglýsing ársins hans annað verk í fullri lengd en atburðarás sýningarinnar er mjög skrautleg og viðburðarrík. „Stíllinn hans beittur og flottur og mikið af brilljant tilsvörum í sýningunni, umfjöllunarefnið er líka mjög brýnt þar sem neyslusamfélegið er að drekkja okkur og allt er markaðssett í kring um okkur. Þetta er líka gott fyrir okkur í Borgarleikhúsinu að fá tækifæri til að vinna með þessi öfl, það er að segja listina og markaðssetninguna. Því annað getur í raun ekki án hins verið, af því að leikrit er skilgreint þannig að leikari er á sviði og annar að horfa á, ef enginn kemur að horfa á þá verður engin leiksýning,“segir Elma Stefanía og bætir við að það sé alveg dásamlegt að vinna með Bergi, hann sé rosalega öruggur leikstjóri. Elma Stefanía lék einnig í sjónvarpsþáttunum Rétti, þar sem hún fór með hlutverk Ilmar tölvusnillings með meiru. „Það var alveg ótrúlega skemmtilegt að leika í Rétti og ferlið mjög eftirminnilegt. Baldvin Z er alveg frábær leikstjóri og það var gott að vinna með honum ásamt öllum leikhópnum og "crew-inu". Þættirnir fengu líka frábærar viðtökur og það var virkilega ánægjulegt,“ segir Elma Stefanía. Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Fyrsta sýningin sem ég leik í var Harmsaga eftir Mikael Torfason, en sú sýning var einnig sýnd á alþjóðlegri leiklistarhátíð í Kennedy Center í Washington í mars 2014, sem var frábær upplifun. Þar á eftir lék ég Abigail Williams í Eldrauninni eftir Arthur Miller og í Konan við 1000° eftir Hallgrím Helgason. Eftir það lék ég Ástu Sóllilju í Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness og aðalhlutverkið í Segulsviði eftir Sigurð Pálsson,“ segir Elma Stefanía. Það er óhætt að segja að Elma Stefanía hefur haft í nógu að snúast frá því að hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands vorið 2013 en Elma tók til starfa hjá Þjóðleikhúsinu strax eftir útskrift og lék þar fjölda aðalhlutverka. Elma var tilnefnd til Menningarverðlauna DV árið 2015 fyrir túlkun sína í þremur ólíkum sýningum í Þjóðleikhúsinu. En hún hefur hlotið tvær tilnefningar til Grímunnar. Í dag er Elma fastráðin leikkona við Borgarleikhúsið, þar sem hún fer með hlutverk Dótturinnar í Auglýsingu ársins. „Dóttirin er í rauninni hvorki karl né kona, hún er í raun með graut í staðinn fyrir kynfæri og hún ætlar sér ekki að þurfa að velja hvort hún sé. Hún er rosalega klár og mjög gáfuð en líka óörugg og hrædd og það gerir það að verkum að hún er frekar grimm. Verkið fjallar um auglýsingastofu sem er á barmi gjaldþrots þegar loksins birtist kúnni með fulla vasa fjár. Kúnninn fær auglýsingastofuna til að gera auglýsingu fyrir sig, og það má segja að þá fari allt á fullt til að mæta óskum þessa leyndardómsfulla viðskiptavinar. Þau byrja bara að vinna að auglýsingunni af fullum krafti en hafa í raun ekki hugmynd um hvað þau eru að auglýsa. Verkið er bæði flott að því leyti að stíllinn hans Tyrfings er með eindæmum beittur, flottur og fyndinn,“ segir Elma Stefanía Ágústsdóttir leikkona spennt fyrir verkinu. Tyrfingur Tyrfingsson er talinn með áhugaverðustu leikskáldum landsins af yngstu kynslóð höfunda og Auglýsing ársins hans annað verk í fullri lengd en atburðarás sýningarinnar er mjög skrautleg og viðburðarrík. „Stíllinn hans beittur og flottur og mikið af brilljant tilsvörum í sýningunni, umfjöllunarefnið er líka mjög brýnt þar sem neyslusamfélegið er að drekkja okkur og allt er markaðssett í kring um okkur. Þetta er líka gott fyrir okkur í Borgarleikhúsinu að fá tækifæri til að vinna með þessi öfl, það er að segja listina og markaðssetninguna. Því annað getur í raun ekki án hins verið, af því að leikrit er skilgreint þannig að leikari er á sviði og annar að horfa á, ef enginn kemur að horfa á þá verður engin leiksýning,“segir Elma Stefanía og bætir við að það sé alveg dásamlegt að vinna með Bergi, hann sé rosalega öruggur leikstjóri. Elma Stefanía lék einnig í sjónvarpsþáttunum Rétti, þar sem hún fór með hlutverk Ilmar tölvusnillings með meiru. „Það var alveg ótrúlega skemmtilegt að leika í Rétti og ferlið mjög eftirminnilegt. Baldvin Z er alveg frábær leikstjóri og það var gott að vinna með honum ásamt öllum leikhópnum og "crew-inu". Þættirnir fengu líka frábærar viðtökur og það var virkilega ánægjulegt,“ segir Elma Stefanía.
Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira