Nýtt lag frá Kristínu Stefáns: „Lagið minnir okkur á fjársjóðinn innra með okkur öllum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. febrúar 2016 15:30 Kristín Stefánsdóttir. vísir Tónlistarkonan Kristín Stefánsdóttir, hefur sent frá sér nýtt lag sem nefnist Join In. Lag og texta samdi Kristín en lagið var unnið í samvinnu við Daða Birgisson og Kristjönu Stefánsdóttur. Upptökustjóri og framleiðandi er Daði sem jafnframt spilar á hljómborð og bassa, Kristjana aðstoðaði við söngupptökur, Gísli Magna Sigríðarson syngur bakraddir, Börkur Hrafn Birgisson er á gítar og Kristinn Snær Agnarsson á trommum. Þetta er annað lagið sem Kristín sendir frá sér. Þetta lag samdi hún fyrir lokatónleikana sína í Danmörku en hún var við nám í Complete Vocal söngskólanum þar. „Lag og texti varð til í flugvélinni þegar ég var einu sinni sem oftar á leið þangað. Ég var að lesa bókina hans Guðna Gunnarssonar, Máttur viljans og lagið kviknaði út frá þeim lestri. Lagið var fullskapað þegar ég lenti og ég fékk síðan einvala lið tónlistarmanna til að hjálpa mér að láta það verða að veruleika.“ Hún segist vera mjög sátt með útkomuna. „Lagið hefur fallegan boðskap; að minna okkur á fjársjóðinn innra með okkur öllum. Það er svo ótrúlega mikilvægt að gleyma því ekki. Mér fannst takast einstaklega vel til með útsetninguna, lagið hefur sérstakan sígildan blæ og mikla hlýju sem hæfir boðskap lagsins vel. Ég er fyrst og fremst innilega þakklát öllum þeim frábæru listamönnum sem unnu með mér bæði á sviði tónlistar og myndbandsgerðar og ljáðu mér krafta sína. Að fá eina litla hugmynd í kollinn og sjá hana svo fæðast er algjörlega magnað“. Myndbandið við lagið var unnið af Eventa Films en það má sjá hér að neðan. Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Tónlistarkonan Kristín Stefánsdóttir, hefur sent frá sér nýtt lag sem nefnist Join In. Lag og texta samdi Kristín en lagið var unnið í samvinnu við Daða Birgisson og Kristjönu Stefánsdóttur. Upptökustjóri og framleiðandi er Daði sem jafnframt spilar á hljómborð og bassa, Kristjana aðstoðaði við söngupptökur, Gísli Magna Sigríðarson syngur bakraddir, Börkur Hrafn Birgisson er á gítar og Kristinn Snær Agnarsson á trommum. Þetta er annað lagið sem Kristín sendir frá sér. Þetta lag samdi hún fyrir lokatónleikana sína í Danmörku en hún var við nám í Complete Vocal söngskólanum þar. „Lag og texti varð til í flugvélinni þegar ég var einu sinni sem oftar á leið þangað. Ég var að lesa bókina hans Guðna Gunnarssonar, Máttur viljans og lagið kviknaði út frá þeim lestri. Lagið var fullskapað þegar ég lenti og ég fékk síðan einvala lið tónlistarmanna til að hjálpa mér að láta það verða að veruleika.“ Hún segist vera mjög sátt með útkomuna. „Lagið hefur fallegan boðskap; að minna okkur á fjársjóðinn innra með okkur öllum. Það er svo ótrúlega mikilvægt að gleyma því ekki. Mér fannst takast einstaklega vel til með útsetninguna, lagið hefur sérstakan sígildan blæ og mikla hlýju sem hæfir boðskap lagsins vel. Ég er fyrst og fremst innilega þakklát öllum þeim frábæru listamönnum sem unnu með mér bæði á sviði tónlistar og myndbandsgerðar og ljáðu mér krafta sína. Að fá eina litla hugmynd í kollinn og sjá hana svo fæðast er algjörlega magnað“. Myndbandið við lagið var unnið af Eventa Films en það má sjá hér að neðan.
Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira